Lagði milljarða í eigin fjárfestingar 18. september 2006 05:15 Á góðri stund. Björgólfur Thor, Þórður Már Jóhannesson og Magnús Kristinsson á fundi Straums-Burðaráss. Magnús fer hörðum orðum um Björgólf og viðskiptahætti hans í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið á sunnudag. Magnús Kristinsson, sem átt hefur í deilum við Björgólf Thor Björnsson í stjórn Straums-Burðaráss, gerir upp við Björgólf í blaðagrein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann meðal annars að grunnurinn að illdeilum þeirra hafi verið þegar Björgólfur vildi nota Straum-Burðarás til að leggja tugi milljarða í eigin fjárfestingarverkefni. Hann þvertekur fyrir fullyrðingar Björgólfs um að Magnús, Kristinn Björnsson og Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri, hafi tekið skammtímahagsmuni fram yfir langtímahag bankans. Í greininni, sem ber yfirskriftina „Um grjótflug úr glerhúsi“, lýsir Magnús einnig hvernig Björgólfur hafi grætt milljarð á einum sólarhring þegar eignarhaldsfélag hans, Samson, hafi selt hlut í KEA til Burðaráss daginn eftir að félagið hafði keypt sama hlut af Kaldbaki. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Magnús sagðist hann ekki ætla að tjá sig meira um þetta mál á opinberum vettvangi. Svipað var uppi á teningnum hjá Björgólfi, en samkvæmt talsmanni hans sér hann ekki ástæðu til að svara því sem fram kemur í grein Magnúsar. Innlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við Sjá meira
Magnús Kristinsson, sem átt hefur í deilum við Björgólf Thor Björnsson í stjórn Straums-Burðaráss, gerir upp við Björgólf í blaðagrein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann meðal annars að grunnurinn að illdeilum þeirra hafi verið þegar Björgólfur vildi nota Straum-Burðarás til að leggja tugi milljarða í eigin fjárfestingarverkefni. Hann þvertekur fyrir fullyrðingar Björgólfs um að Magnús, Kristinn Björnsson og Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri, hafi tekið skammtímahagsmuni fram yfir langtímahag bankans. Í greininni, sem ber yfirskriftina „Um grjótflug úr glerhúsi“, lýsir Magnús einnig hvernig Björgólfur hafi grætt milljarð á einum sólarhring þegar eignarhaldsfélag hans, Samson, hafi selt hlut í KEA til Burðaráss daginn eftir að félagið hafði keypt sama hlut af Kaldbaki. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Magnús sagðist hann ekki ætla að tjá sig meira um þetta mál á opinberum vettvangi. Svipað var uppi á teningnum hjá Björgólfi, en samkvæmt talsmanni hans sér hann ekki ástæðu til að svara því sem fram kemur í grein Magnúsar.
Innlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við Sjá meira