Á móti sól með byr í seglin 13. september 2006 00:01 Á móti Sól bassaleikarinn Þórir Gunnarsson hefur orðið var við aukin áhuga á hljómsveitinni en hann var staddur í Los Angeles til að styðja við félaga sinn á síðustu metrunum. Hljómsveitin Á móti Sól nýtur greinilega góðs af velgengni söngvarans, Magna Ásgeirssonar, sem hefur gert góða hluti í Rock Star: Supernova. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur sala á plötum hljómsveitarinnar aukist meðfram sigurgöngu Magna og þá mun Sena vera íhuga að setja tvær plötur sem fyrirtækið gaf út árin 2001 og 2003 aftur í framleiðslu. Þórir Gunnarsson, bassaleikarinn knái, var staddur í Los Angeles þegar Fréttablaðið náði tali af honum og spurði hann útí nýja sigurgöngu hljómsveitarinnar. „Já, við höfum eitthvað frétt af þessu,“ sagði hann, augljóslega spenntur enda verða úrslitin í þættinum tilkynnt annað kvöld og þá kemur í ljós hvort meðlimir sveitarinnar þurfi að leita að nýjum söngvara. „Við þurfum ef til vill að fara panta fleiri eintök,“ bætir hann við og hlær.Þórir var „ættleiddur“ af fjölskyldu Magna í nokkra daga en henni var sem kunnugt er boðið til Los Angeles af Icelandair til að veita Magna stuðning á síðustu metrunum. „Við erum vonast til að hitta hann bráðum,“ bætir Þórir við en sagðist ekki vera farinn að örvænta ef Magna skyldi vera boðið gull og grænir skógar eftir að þátttöku hans lýkur. „Magni kemur bara til liðs við okkur þegar hann er laus.“ Heimir Eyvindarson, umboðsmaður og hljómborðsleikari Á móti sól, sagðist kannast við að sala á plötunni hefði aukist en ekki fjórfaldast eins og sumir fréttavefir hefðu haldið fram. „Ef síðasta plata okkar hefði farið í 36 þúsund eintök væri ég búinn að frétta af því,“ sagði hann og hló, bætti því við að útlendingar væru hins vegar farnir að sýna sveitinni áhuga og hefðu jafnvel reynt að prjóna sig í gegnum íslenska heimasíðu sveitarinnar. „Við höfum fengið mann til að þýða hana og hann ætti að vera búinn að klára verkefnið,“ bætti hann við. Rock Star Supernova Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Hljómsveitin Á móti Sól nýtur greinilega góðs af velgengni söngvarans, Magna Ásgeirssonar, sem hefur gert góða hluti í Rock Star: Supernova. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur sala á plötum hljómsveitarinnar aukist meðfram sigurgöngu Magna og þá mun Sena vera íhuga að setja tvær plötur sem fyrirtækið gaf út árin 2001 og 2003 aftur í framleiðslu. Þórir Gunnarsson, bassaleikarinn knái, var staddur í Los Angeles þegar Fréttablaðið náði tali af honum og spurði hann útí nýja sigurgöngu hljómsveitarinnar. „Já, við höfum eitthvað frétt af þessu,“ sagði hann, augljóslega spenntur enda verða úrslitin í þættinum tilkynnt annað kvöld og þá kemur í ljós hvort meðlimir sveitarinnar þurfi að leita að nýjum söngvara. „Við þurfum ef til vill að fara panta fleiri eintök,“ bætir hann við og hlær.Þórir var „ættleiddur“ af fjölskyldu Magna í nokkra daga en henni var sem kunnugt er boðið til Los Angeles af Icelandair til að veita Magna stuðning á síðustu metrunum. „Við erum vonast til að hitta hann bráðum,“ bætir Þórir við en sagðist ekki vera farinn að örvænta ef Magna skyldi vera boðið gull og grænir skógar eftir að þátttöku hans lýkur. „Magni kemur bara til liðs við okkur þegar hann er laus.“ Heimir Eyvindarson, umboðsmaður og hljómborðsleikari Á móti sól, sagðist kannast við að sala á plötunni hefði aukist en ekki fjórfaldast eins og sumir fréttavefir hefðu haldið fram. „Ef síðasta plata okkar hefði farið í 36 þúsund eintök væri ég búinn að frétta af því,“ sagði hann og hló, bætti því við að útlendingar væru hins vegar farnir að sýna sveitinni áhuga og hefðu jafnvel reynt að prjóna sig í gegnum íslenska heimasíðu sveitarinnar. „Við höfum fengið mann til að þýða hana og hann ætti að vera búinn að klára verkefnið,“ bætti hann við.
Rock Star Supernova Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira