Fær lyf þrátt fyrir skuldir 9. september 2006 04:30 Magnús Pétursson, forstjóri landspítalans Skammtímaskuldir Landspítalans nema 1.889 milljónum króna og hafa aukist sem nemur 351 milljón króna frá áramótum. Í stjórnunarupplýsingum spítalans janúar-júní 2006 segir: "Greiðslustaða spítalans er því erfið og leiðir það af sér dráttarvaxtakröfur á hendur LSH ásamt því að öll samskipti við birgja spítalans verða þyngri." Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að þarna sé ekki átt við að óvild sé á milli spítalans og birgja, þvert á móti segir hann sambandið gott. "Það sem þarna er verið að segja er að ef spítalinn er í þeirri fjárhagsstöðu að hann á erfitt með að standa í skilum þá er eðlilegt að viðskiptasamskiptin verða þyngri," segir Magnús og minnir á að spítalinn eigi viðskipti við mikinn fjölda birgja í landinu. "Viðskiptin við suma þeirra hlaupa ekki á hundruðum heldur þúsundum milljóna. Það er skiljanlegt af þeirra hálfu, þegar dráttur verður á greiðslum, að þá þyngist viðskipti og samskipti." Frá Landspítalanum. Þrátt fyrir erfiða greiðslustöðu hefur aldrei komið til þess að spítalinn sé ekki afgreiddur með lyf og rekstrarvörur. Samskipti spítalans við birgja eru að sögn stjórnenda góð.Pjetur Aðspurður hvort sú staða hafi komið upp að spítalinn fái ekki afgreidd lyf eða rekstrarvörur vegna greiðslustöðu hjá einstökum birgjum svarar Magnús neitandi. "Birgjarnir sýna því mjög mikinn skilning að veita spítalanum þjónustu, vegna eðlis málsins. Og oft er kannski gengið langt á þeirra velvilja og krít, en ég hef aldrei heyrt um það að birgjar hafi neitað að afgreiða vörur þótt spítalinn sé í skuld við þá." Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsinga og fjárreiðna, segir að í raun sé bara um tvennt að velja. "Við höfum bara tvo liði og það er annað hvort launin eða greiðslur til birgja. Það hefur ekki verið gert að draga launagreiðslur heldur haft samband við birgja og grein gerð fyrir hvenær verður greitt. Fréttablaðið hafði samband við nokkra af stærstu birgjum Landspítalans og fékk staðfest að skuldir spítalans væru töluverðar og skiptu jafnvel tugum milljóna hjá einstaka fyrirtækjum. Það sjónarmið kom fram að það skyti skökku við að heilbrigðisyfirvöld íhuguðu að setja á fót lyfjaheildverslun og hvettu lyfjafyrirtæki til að standa sig betur á markaði á sama tíma og ríkið safnaði skuldum. Einnig að erfitt væri að skilja af hverju ríkið borgaði dráttarvexti af hundraða milljóna króna skuldum Landspítalans á meðan ríkissjóður skilaði milljarða króna afgangi ár eftir ár. Innlent Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Skammtímaskuldir Landspítalans nema 1.889 milljónum króna og hafa aukist sem nemur 351 milljón króna frá áramótum. Í stjórnunarupplýsingum spítalans janúar-júní 2006 segir: "Greiðslustaða spítalans er því erfið og leiðir það af sér dráttarvaxtakröfur á hendur LSH ásamt því að öll samskipti við birgja spítalans verða þyngri." Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að þarna sé ekki átt við að óvild sé á milli spítalans og birgja, þvert á móti segir hann sambandið gott. "Það sem þarna er verið að segja er að ef spítalinn er í þeirri fjárhagsstöðu að hann á erfitt með að standa í skilum þá er eðlilegt að viðskiptasamskiptin verða þyngri," segir Magnús og minnir á að spítalinn eigi viðskipti við mikinn fjölda birgja í landinu. "Viðskiptin við suma þeirra hlaupa ekki á hundruðum heldur þúsundum milljóna. Það er skiljanlegt af þeirra hálfu, þegar dráttur verður á greiðslum, að þá þyngist viðskipti og samskipti." Frá Landspítalanum. Þrátt fyrir erfiða greiðslustöðu hefur aldrei komið til þess að spítalinn sé ekki afgreiddur með lyf og rekstrarvörur. Samskipti spítalans við birgja eru að sögn stjórnenda góð.Pjetur Aðspurður hvort sú staða hafi komið upp að spítalinn fái ekki afgreidd lyf eða rekstrarvörur vegna greiðslustöðu hjá einstökum birgjum svarar Magnús neitandi. "Birgjarnir sýna því mjög mikinn skilning að veita spítalanum þjónustu, vegna eðlis málsins. Og oft er kannski gengið langt á þeirra velvilja og krít, en ég hef aldrei heyrt um það að birgjar hafi neitað að afgreiða vörur þótt spítalinn sé í skuld við þá." Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsinga og fjárreiðna, segir að í raun sé bara um tvennt að velja. "Við höfum bara tvo liði og það er annað hvort launin eða greiðslur til birgja. Það hefur ekki verið gert að draga launagreiðslur heldur haft samband við birgja og grein gerð fyrir hvenær verður greitt. Fréttablaðið hafði samband við nokkra af stærstu birgjum Landspítalans og fékk staðfest að skuldir spítalans væru töluverðar og skiptu jafnvel tugum milljóna hjá einstaka fyrirtækjum. Það sjónarmið kom fram að það skyti skökku við að heilbrigðisyfirvöld íhuguðu að setja á fót lyfjaheildverslun og hvettu lyfjafyrirtæki til að standa sig betur á markaði á sama tíma og ríkið safnaði skuldum. Einnig að erfitt væri að skilja af hverju ríkið borgaði dráttarvexti af hundraða milljóna króna skuldum Landspítalans á meðan ríkissjóður skilaði milljarða króna afgangi ár eftir ár.
Innlent Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?