Heimilisofbeldismál enda sjaldnast í ákærumeðferð 5. september 2006 07:30 heimilisofbeldi Konur, sem í langflestum tilfellum eru fórnarlömb heimilisofbeldis, eiga oftar en ekki í erfiðleikum með að komast út úr vítahring ofbeldis. MYND/getty Tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála, sem komið hafa inn á borð lögreglu það sem af er ári, hafa verið tekin til ákærumeðferðar. Samtals hefur lögreglan verið 272 sinnum kölluð til vegna heimilisofbeldis á þessu ári. Bjarnþór Aðalsteinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir lögregluna oftar en ekki standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum þegar hún þarf að taka á heimilisofbeldi. „Við reynum yfirleitt að leysa úr ágreiningnum eins fljótt og auðið er. Viðbrögð okkar eru mismunandi eftir eðli og alvarleika brotsins sem upp kemur í hvert skipti. Það er mikilvægt að álagi sé létt af fórnarlömbum heimilisofbeldis, sem í langflestum tilfellum eru konur, og reyna að hjálpa þeim að komast í jafnvægi á skynsamlegan hátt,“ segir Bjarnþór og leggur áherslu á að nálgunarbannslöggjöfin, sem stundum þarf að grípa til, sé óskilvirk og gölluð. „Ég held að það sé almennt viðhorf innan lögreglunnar að það sé alltof erfitt að fá nálgunarbann á ofbeldismenn, þegar það er nauðsynlegt. Ég tel að það sé orðið brýnt að breyta löggjöfinni þannig, að lögreglan geti sett á nálgunarbann með skömmum fyrirvara, því það getur verið afar brýnt að bregðast við heimilisofbeldi með skilvirkum hætti sem kemur í veg fyrir að ofbeldismenn geti haldið áfram að beita konur sínar ofbeldi.“ Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir nauðsynlegt að starfsumhverfi lögreglu verði breytt í þá veru að hægt sé að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum. „Hin svokallaða austurríska leið, sem kynnt var innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001, gerir ráð fyrir því að hægt sé að vísa þeim sem veldur ofbeldi á heimili skilyrðislaust af heimilinu í tvo til þrjá daga, en innan þess frests þarf málið að fara fyrir dómara sem staðfestir eða hafnar þessu úrræði. Í framhaldinu er hægt að fara fram á nálgunarbann fyrir þolendur, auk þess sem upplýsingar um málið fara til samtaka sem hjálpa þolendum að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Þetta er leið sem hefur verið tekin upp í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en ekki hér á landi.“ Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála, sem komið hafa inn á borð lögreglu það sem af er ári, hafa verið tekin til ákærumeðferðar. Samtals hefur lögreglan verið 272 sinnum kölluð til vegna heimilisofbeldis á þessu ári. Bjarnþór Aðalsteinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir lögregluna oftar en ekki standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum þegar hún þarf að taka á heimilisofbeldi. „Við reynum yfirleitt að leysa úr ágreiningnum eins fljótt og auðið er. Viðbrögð okkar eru mismunandi eftir eðli og alvarleika brotsins sem upp kemur í hvert skipti. Það er mikilvægt að álagi sé létt af fórnarlömbum heimilisofbeldis, sem í langflestum tilfellum eru konur, og reyna að hjálpa þeim að komast í jafnvægi á skynsamlegan hátt,“ segir Bjarnþór og leggur áherslu á að nálgunarbannslöggjöfin, sem stundum þarf að grípa til, sé óskilvirk og gölluð. „Ég held að það sé almennt viðhorf innan lögreglunnar að það sé alltof erfitt að fá nálgunarbann á ofbeldismenn, þegar það er nauðsynlegt. Ég tel að það sé orðið brýnt að breyta löggjöfinni þannig, að lögreglan geti sett á nálgunarbann með skömmum fyrirvara, því það getur verið afar brýnt að bregðast við heimilisofbeldi með skilvirkum hætti sem kemur í veg fyrir að ofbeldismenn geti haldið áfram að beita konur sínar ofbeldi.“ Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir nauðsynlegt að starfsumhverfi lögreglu verði breytt í þá veru að hægt sé að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum. „Hin svokallaða austurríska leið, sem kynnt var innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001, gerir ráð fyrir því að hægt sé að vísa þeim sem veldur ofbeldi á heimili skilyrðislaust af heimilinu í tvo til þrjá daga, en innan þess frests þarf málið að fara fyrir dómara sem staðfestir eða hafnar þessu úrræði. Í framhaldinu er hægt að fara fram á nálgunarbann fyrir þolendur, auk þess sem upplýsingar um málið fara til samtaka sem hjálpa þolendum að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Þetta er leið sem hefur verið tekin upp í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en ekki hér á landi.“
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira