Dramatík í Rock Star 29. ágúst 2006 00:01 Magni Segist ekki bera neinn kala til Dilönu eftir að hún blóðgaði hann í brjálæðiskasti. Magni stígur á svið í kvöld og syngur Live - slagarann I Alone og verður annar í röðinni. Magni Ásgeirsson er í úlfakreppu. Í síðustu tveimur þáttum hefur hann verið meðal þriggja neðstu í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova og hafa aðdáendur hans sent út fjöldapósta og hvatt almenning til að sýna honum stuðning sinn í verki og greiða söngvaranum atkvæði. Meira að segja Liverpool - klúbburinn á Íslandi hefur beint því til fylgismanna sinna að leggja sitt á vogarskálarnar enda Magni dyggur stuðningsmaður enska liðsins. Ganga Magna uppá topp hefur ekki verið sársaukalaus og margir supu hveljur yfir atviki sem átti sér stað eftir síðasta atkvæðagreiðslu - þátt þegar Dilana mölvar glas með þeim afleiðingum að glerbrot skýst í haus Magna og úr verður blóðugt sár. Ég hef meitt mig meira á því að opna kókdos, lýsir Magni yfir þegar hann er inntur eftir þessu slysi en mikið hefur verið gert úr því á netinu. Ég veit það manna best að það kemur mikið blóð þegar það kemur sár á höfuðið enda raka ég mig sjálfur á hausnum, heldur Magni áfram og vill sem minnst úr þessu gera. Það sem sést ekki í sjónvarpinu er að þegar ég sýnist mjög reiður og skelli baðherbergishurðinni á sjónvarpsvélarnar sitja Dilana og Storm inni með mér og við Storm tökum okkur góðan tíma í að hugga hana, segir Magni og tekur skýrt fram að ekki sjái á honum eftir þetta atvik. Við sex erum mjög góðir vinir og styðjum hvort við annað, segir Magni. Ég hef sjálfur brotnað niður og verið óstarfhæfur í sex tíma en þá komu hinir til að standa þétt við bakið á mér, viðurkennir söngvarinn sem ber engan kala til Dilönu eftir þetta atvik enda veit hann sem er að dramatíkin selur í sjónvarpi. Magni tekur í kvöld rokkslagarann I Alone með hljómsveitinni Live en að þessu sinni voru það áhorfendurnir sem völdu lögin fyrir keppendurna. Magni sagðist vera ánægður með sitt hlutskipti enda hefði þetta getað verið mun verra. Mér hefur líka gengið ágætlega með Live - lögin, segir söngvarinn en flutningur Magna á Dolphins Cry með sömu hljómsveit var sem kunnugt er valið uppklappslag fyrir ekki margt löngu. Æfingarnar hafa gengið vel og ég er bara nokkuð bjartsýnn, bætir hann við. Magni segist að sjálfsögðu sakna heimalandsins og þá ekki síst Eyrúnar, konunnar sinnar og sonar síns Marínó en ekki gefist tími til að velta sér upp úr slíku. Það er Eyrún sem er að gera eitthvað af viti, ég sit bara á sundlaugarbakkanum, segir Magni og hlær en vill að endingu skila góðri kveðju til allra heima á Íslandi. Rock Star Supernova Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Magni Ásgeirsson er í úlfakreppu. Í síðustu tveimur þáttum hefur hann verið meðal þriggja neðstu í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova og hafa aðdáendur hans sent út fjöldapósta og hvatt almenning til að sýna honum stuðning sinn í verki og greiða söngvaranum atkvæði. Meira að segja Liverpool - klúbburinn á Íslandi hefur beint því til fylgismanna sinna að leggja sitt á vogarskálarnar enda Magni dyggur stuðningsmaður enska liðsins. Ganga Magna uppá topp hefur ekki verið sársaukalaus og margir supu hveljur yfir atviki sem átti sér stað eftir síðasta atkvæðagreiðslu - þátt þegar Dilana mölvar glas með þeim afleiðingum að glerbrot skýst í haus Magna og úr verður blóðugt sár. Ég hef meitt mig meira á því að opna kókdos, lýsir Magni yfir þegar hann er inntur eftir þessu slysi en mikið hefur verið gert úr því á netinu. Ég veit það manna best að það kemur mikið blóð þegar það kemur sár á höfuðið enda raka ég mig sjálfur á hausnum, heldur Magni áfram og vill sem minnst úr þessu gera. Það sem sést ekki í sjónvarpinu er að þegar ég sýnist mjög reiður og skelli baðherbergishurðinni á sjónvarpsvélarnar sitja Dilana og Storm inni með mér og við Storm tökum okkur góðan tíma í að hugga hana, segir Magni og tekur skýrt fram að ekki sjái á honum eftir þetta atvik. Við sex erum mjög góðir vinir og styðjum hvort við annað, segir Magni. Ég hef sjálfur brotnað niður og verið óstarfhæfur í sex tíma en þá komu hinir til að standa þétt við bakið á mér, viðurkennir söngvarinn sem ber engan kala til Dilönu eftir þetta atvik enda veit hann sem er að dramatíkin selur í sjónvarpi. Magni tekur í kvöld rokkslagarann I Alone með hljómsveitinni Live en að þessu sinni voru það áhorfendurnir sem völdu lögin fyrir keppendurna. Magni sagðist vera ánægður með sitt hlutskipti enda hefði þetta getað verið mun verra. Mér hefur líka gengið ágætlega með Live - lögin, segir söngvarinn en flutningur Magna á Dolphins Cry með sömu hljómsveit var sem kunnugt er valið uppklappslag fyrir ekki margt löngu. Æfingarnar hafa gengið vel og ég er bara nokkuð bjartsýnn, bætir hann við. Magni segist að sjálfsögðu sakna heimalandsins og þá ekki síst Eyrúnar, konunnar sinnar og sonar síns Marínó en ekki gefist tími til að velta sér upp úr slíku. Það er Eyrún sem er að gera eitthvað af viti, ég sit bara á sundlaugarbakkanum, segir Magni og hlær en vill að endingu skila góðri kveðju til allra heima á Íslandi.
Rock Star Supernova Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira