Dramatík í Rock Star 29. ágúst 2006 00:01 Magni Segist ekki bera neinn kala til Dilönu eftir að hún blóðgaði hann í brjálæðiskasti. Magni stígur á svið í kvöld og syngur Live - slagarann I Alone og verður annar í röðinni. Magni Ásgeirsson er í úlfakreppu. Í síðustu tveimur þáttum hefur hann verið meðal þriggja neðstu í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova og hafa aðdáendur hans sent út fjöldapósta og hvatt almenning til að sýna honum stuðning sinn í verki og greiða söngvaranum atkvæði. Meira að segja Liverpool - klúbburinn á Íslandi hefur beint því til fylgismanna sinna að leggja sitt á vogarskálarnar enda Magni dyggur stuðningsmaður enska liðsins. Ganga Magna uppá topp hefur ekki verið sársaukalaus og margir supu hveljur yfir atviki sem átti sér stað eftir síðasta atkvæðagreiðslu - þátt þegar Dilana mölvar glas með þeim afleiðingum að glerbrot skýst í haus Magna og úr verður blóðugt sár. Ég hef meitt mig meira á því að opna kókdos, lýsir Magni yfir þegar hann er inntur eftir þessu slysi en mikið hefur verið gert úr því á netinu. Ég veit það manna best að það kemur mikið blóð þegar það kemur sár á höfuðið enda raka ég mig sjálfur á hausnum, heldur Magni áfram og vill sem minnst úr þessu gera. Það sem sést ekki í sjónvarpinu er að þegar ég sýnist mjög reiður og skelli baðherbergishurðinni á sjónvarpsvélarnar sitja Dilana og Storm inni með mér og við Storm tökum okkur góðan tíma í að hugga hana, segir Magni og tekur skýrt fram að ekki sjái á honum eftir þetta atvik. Við sex erum mjög góðir vinir og styðjum hvort við annað, segir Magni. Ég hef sjálfur brotnað niður og verið óstarfhæfur í sex tíma en þá komu hinir til að standa þétt við bakið á mér, viðurkennir söngvarinn sem ber engan kala til Dilönu eftir þetta atvik enda veit hann sem er að dramatíkin selur í sjónvarpi. Magni tekur í kvöld rokkslagarann I Alone með hljómsveitinni Live en að þessu sinni voru það áhorfendurnir sem völdu lögin fyrir keppendurna. Magni sagðist vera ánægður með sitt hlutskipti enda hefði þetta getað verið mun verra. Mér hefur líka gengið ágætlega með Live - lögin, segir söngvarinn en flutningur Magna á Dolphins Cry með sömu hljómsveit var sem kunnugt er valið uppklappslag fyrir ekki margt löngu. Æfingarnar hafa gengið vel og ég er bara nokkuð bjartsýnn, bætir hann við. Magni segist að sjálfsögðu sakna heimalandsins og þá ekki síst Eyrúnar, konunnar sinnar og sonar síns Marínó en ekki gefist tími til að velta sér upp úr slíku. Það er Eyrún sem er að gera eitthvað af viti, ég sit bara á sundlaugarbakkanum, segir Magni og hlær en vill að endingu skila góðri kveðju til allra heima á Íslandi. Rock Star Supernova Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Magni Ásgeirsson er í úlfakreppu. Í síðustu tveimur þáttum hefur hann verið meðal þriggja neðstu í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova og hafa aðdáendur hans sent út fjöldapósta og hvatt almenning til að sýna honum stuðning sinn í verki og greiða söngvaranum atkvæði. Meira að segja Liverpool - klúbburinn á Íslandi hefur beint því til fylgismanna sinna að leggja sitt á vogarskálarnar enda Magni dyggur stuðningsmaður enska liðsins. Ganga Magna uppá topp hefur ekki verið sársaukalaus og margir supu hveljur yfir atviki sem átti sér stað eftir síðasta atkvæðagreiðslu - þátt þegar Dilana mölvar glas með þeim afleiðingum að glerbrot skýst í haus Magna og úr verður blóðugt sár. Ég hef meitt mig meira á því að opna kókdos, lýsir Magni yfir þegar hann er inntur eftir þessu slysi en mikið hefur verið gert úr því á netinu. Ég veit það manna best að það kemur mikið blóð þegar það kemur sár á höfuðið enda raka ég mig sjálfur á hausnum, heldur Magni áfram og vill sem minnst úr þessu gera. Það sem sést ekki í sjónvarpinu er að þegar ég sýnist mjög reiður og skelli baðherbergishurðinni á sjónvarpsvélarnar sitja Dilana og Storm inni með mér og við Storm tökum okkur góðan tíma í að hugga hana, segir Magni og tekur skýrt fram að ekki sjái á honum eftir þetta atvik. Við sex erum mjög góðir vinir og styðjum hvort við annað, segir Magni. Ég hef sjálfur brotnað niður og verið óstarfhæfur í sex tíma en þá komu hinir til að standa þétt við bakið á mér, viðurkennir söngvarinn sem ber engan kala til Dilönu eftir þetta atvik enda veit hann sem er að dramatíkin selur í sjónvarpi. Magni tekur í kvöld rokkslagarann I Alone með hljómsveitinni Live en að þessu sinni voru það áhorfendurnir sem völdu lögin fyrir keppendurna. Magni sagðist vera ánægður með sitt hlutskipti enda hefði þetta getað verið mun verra. Mér hefur líka gengið ágætlega með Live - lögin, segir söngvarinn en flutningur Magna á Dolphins Cry með sömu hljómsveit var sem kunnugt er valið uppklappslag fyrir ekki margt löngu. Æfingarnar hafa gengið vel og ég er bara nokkuð bjartsýnn, bætir hann við. Magni segist að sjálfsögðu sakna heimalandsins og þá ekki síst Eyrúnar, konunnar sinnar og sonar síns Marínó en ekki gefist tími til að velta sér upp úr slíku. Það er Eyrún sem er að gera eitthvað af viti, ég sit bara á sundlaugarbakkanum, segir Magni og hlær en vill að endingu skila góðri kveðju til allra heima á Íslandi.
Rock Star Supernova Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira