Íslendingar of ríkir fyrir styrki 28. ágúst 2006 06:30 Árdís Sigurðardóttir Allt lítur út fyrir að Chevening námsstyrkir, sem breska sendiráðið hefur umsjón með og veitir árlega fyrir hönd breska utanríkisráðuneytisins, muni ekki bjóðast Íslendingum frá og með næsta ári. "Við erum ekki búin að fá endanlega staðfestingu en það bendir allt til þess að við fáum ekki lengur styrki, því miður. Rökin eru þau að Íslendingar séu of efnuð þjóð," segir Árdís Sigurðardóttir, blaðafulltrúi breska sendiráðsins. "Alp Mehmet sendiherra og við í sendiráðinu erum að reyna allt til að finna nýjar leiðir til að halda styrkjunum, því það er mjög mikilvægt að Íslendingar haldi áfram að sækja háskólanám í Bretlandi og hafi tök á því að fá einhverja styrki til þess. Það sjá það allir að það er gott fyrir Ísland og Bretland að styrkja tengslin á milli landanna," segir Árdís. Chevening styrkir, sem hétu áður British Council skólastyrkir og seinna FCOSAS, hafa verið veittir Íslendingum frá stríðslokum, en íbúar um 160 landa geta sótt um styrkina. Á vefsíðu Chevening styrkjanna segir að hætt sé að veita þá í flestum löndum Vestur Evrópu. "Það er aðallega verið að hugsa um mikið af Afríkulöndum og Asíulöndum þar sem slíkir styrkir eru lífsspursmál. Núna fá engin lönd innan Evrópusambandsins styrkina lengur, enda borga þau lægri skólagjöld í Bretlandi. En við höfum fengið styrkina undanfarin ár, eins og til dæmis Noregur, því við erum utan ESB og erum þar af leiðandi að borga full skólagjöld," segir Árdís. Árdís segir að ákvörðun Foreign and Commonwealth Office í Bretlandi hafi ekki komið á óvart, en stofnunin hefur verið að draga úr námsstyrkjum til handa Íslendingum undanfarin ár. Um fimm til átta Íslendingar hafa fengið Chevening styrki árlega og í seinni tíð hefur ekki verið um fulla styrki að ræða. Innlent Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Allt lítur út fyrir að Chevening námsstyrkir, sem breska sendiráðið hefur umsjón með og veitir árlega fyrir hönd breska utanríkisráðuneytisins, muni ekki bjóðast Íslendingum frá og með næsta ári. "Við erum ekki búin að fá endanlega staðfestingu en það bendir allt til þess að við fáum ekki lengur styrki, því miður. Rökin eru þau að Íslendingar séu of efnuð þjóð," segir Árdís Sigurðardóttir, blaðafulltrúi breska sendiráðsins. "Alp Mehmet sendiherra og við í sendiráðinu erum að reyna allt til að finna nýjar leiðir til að halda styrkjunum, því það er mjög mikilvægt að Íslendingar haldi áfram að sækja háskólanám í Bretlandi og hafi tök á því að fá einhverja styrki til þess. Það sjá það allir að það er gott fyrir Ísland og Bretland að styrkja tengslin á milli landanna," segir Árdís. Chevening styrkir, sem hétu áður British Council skólastyrkir og seinna FCOSAS, hafa verið veittir Íslendingum frá stríðslokum, en íbúar um 160 landa geta sótt um styrkina. Á vefsíðu Chevening styrkjanna segir að hætt sé að veita þá í flestum löndum Vestur Evrópu. "Það er aðallega verið að hugsa um mikið af Afríkulöndum og Asíulöndum þar sem slíkir styrkir eru lífsspursmál. Núna fá engin lönd innan Evrópusambandsins styrkina lengur, enda borga þau lægri skólagjöld í Bretlandi. En við höfum fengið styrkina undanfarin ár, eins og til dæmis Noregur, því við erum utan ESB og erum þar af leiðandi að borga full skólagjöld," segir Árdís. Árdís segir að ákvörðun Foreign and Commonwealth Office í Bretlandi hafi ekki komið á óvart, en stofnunin hefur verið að draga úr námsstyrkjum til handa Íslendingum undanfarin ár. Um fimm til átta Íslendingar hafa fengið Chevening styrki árlega og í seinni tíð hefur ekki verið um fulla styrki að ræða.
Innlent Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira