Gæðum ábótavant 23. ágúst 2006 07:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir „Það er alltaf mikill fengur fyrir okkur sem stuðlum að stefnumótun og eflingu menntakerfisins að fá úttekt utanaðkomandi því glöggt er gests augað,“ segir Þorgerður, en ekki hefur verið gerð slík könnun áður hér á landi. MYND/Pjetur Það er margt mjög jákvætt í skýrslunni og það er greinilegt að við höfum náð þeim markmiðum að fjölga nemendum, sem er afar mikilvægt, og fjölga tækifærunum á háskólastigi. Hins vegar eru alvarlegar ábendingar varðandi gæðamálin sem styðja það sem við höfum verið að segja í ráðuneytinu, að við verðum að taka markvissari og ákveðnari skref í stefnumótum og betri nýtingu fjármagns, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Í skýrslunni kemur fram að lög um háskóla frá 1997 hafi stuðlað að samkeppni og fjölbreytni á háskólastigi sem hafi leitt til öflugrar starfsemi háskólanna. Hins vegar er það tekið fram að of mikið frjálsræði geti komið niður á gæðum námsbrauta, en Ísland er sagt vera í hópi landa sem þurfi að gera átak í gæðamálum. Við höfum nú þegar svarað gagnrýni með nýrri löggjöf sem hefur tekið gildi og skólarnir hafa tvö ár til að laga sig að. Um leið brýnir þetta okkur í ráðuneytinu að fylgja þessu betur eftir, til dæmis að halda uppi gæðaeftirliti í þágu nemenda þannig að þekking skili sér í atvinnulífinu, segir Þorgerður. Skýrsluhöfundar benda jafnframt á að aðsókn í háskólamenntun aukist sífellt og bregðast verði við því með nýjum fjármögnunarleiðum. Þeir segja að það sé ljóst að ríkisvaldið getur ekki annað þessu og við þurfum að hafa fjármögnunina fjölbreyttari. Þá erum við ekki bara að tala um skólagjöld heldur líka aðkomu annarra aðila í kostnaði og þátt atvinnulífsins, segir Þorgerður. Í skýrslunni kemur fram að jafnrétti til náms á Íslandi er einstakt, bæði jafnrétti kynjanna og félagslegt jafnrétti. Í því samhengi fær Lánasjóður íslenskra námsmanna lofsamlega umsögn. Einnig segir í skýrslunni að Ísland sé framarlega í alþjóðavæðingu, enda geti námsmenn fengið lán fyrir námi í erlendum háskólum og virkt alþjóðlegt rannsóknarsamstarf styðji við háskólamenntun á Íslandi. Skýrla OECD, sem út kom í gær, er hluti af úttekt sem nær til 24 landa en þrettán lönd voru tekin sérstaklega fyrir, þar á meðal Ísland. Sérfræðingar OECD heimsóttu allar stofnanir á háskólastigi á landinu síðastliðið haust og ræddu við hagsmunaaðila, þar á meðal fulltrúa atvinnulífsins. Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Það er margt mjög jákvætt í skýrslunni og það er greinilegt að við höfum náð þeim markmiðum að fjölga nemendum, sem er afar mikilvægt, og fjölga tækifærunum á háskólastigi. Hins vegar eru alvarlegar ábendingar varðandi gæðamálin sem styðja það sem við höfum verið að segja í ráðuneytinu, að við verðum að taka markvissari og ákveðnari skref í stefnumótum og betri nýtingu fjármagns, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Í skýrslunni kemur fram að lög um háskóla frá 1997 hafi stuðlað að samkeppni og fjölbreytni á háskólastigi sem hafi leitt til öflugrar starfsemi háskólanna. Hins vegar er það tekið fram að of mikið frjálsræði geti komið niður á gæðum námsbrauta, en Ísland er sagt vera í hópi landa sem þurfi að gera átak í gæðamálum. Við höfum nú þegar svarað gagnrýni með nýrri löggjöf sem hefur tekið gildi og skólarnir hafa tvö ár til að laga sig að. Um leið brýnir þetta okkur í ráðuneytinu að fylgja þessu betur eftir, til dæmis að halda uppi gæðaeftirliti í þágu nemenda þannig að þekking skili sér í atvinnulífinu, segir Þorgerður. Skýrsluhöfundar benda jafnframt á að aðsókn í háskólamenntun aukist sífellt og bregðast verði við því með nýjum fjármögnunarleiðum. Þeir segja að það sé ljóst að ríkisvaldið getur ekki annað þessu og við þurfum að hafa fjármögnunina fjölbreyttari. Þá erum við ekki bara að tala um skólagjöld heldur líka aðkomu annarra aðila í kostnaði og þátt atvinnulífsins, segir Þorgerður. Í skýrslunni kemur fram að jafnrétti til náms á Íslandi er einstakt, bæði jafnrétti kynjanna og félagslegt jafnrétti. Í því samhengi fær Lánasjóður íslenskra námsmanna lofsamlega umsögn. Einnig segir í skýrslunni að Ísland sé framarlega í alþjóðavæðingu, enda geti námsmenn fengið lán fyrir námi í erlendum háskólum og virkt alþjóðlegt rannsóknarsamstarf styðji við háskólamenntun á Íslandi. Skýrla OECD, sem út kom í gær, er hluti af úttekt sem nær til 24 landa en þrettán lönd voru tekin sérstaklega fyrir, þar á meðal Ísland. Sérfræðingar OECD heimsóttu allar stofnanir á háskólastigi á landinu síðastliðið haust og ræddu við hagsmunaaðila, þar á meðal fulltrúa atvinnulífsins.
Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira