Gæðum ábótavant 23. ágúst 2006 07:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir „Það er alltaf mikill fengur fyrir okkur sem stuðlum að stefnumótun og eflingu menntakerfisins að fá úttekt utanaðkomandi því glöggt er gests augað,“ segir Þorgerður, en ekki hefur verið gerð slík könnun áður hér á landi. MYND/Pjetur Það er margt mjög jákvætt í skýrslunni og það er greinilegt að við höfum náð þeim markmiðum að fjölga nemendum, sem er afar mikilvægt, og fjölga tækifærunum á háskólastigi. Hins vegar eru alvarlegar ábendingar varðandi gæðamálin sem styðja það sem við höfum verið að segja í ráðuneytinu, að við verðum að taka markvissari og ákveðnari skref í stefnumótum og betri nýtingu fjármagns, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Í skýrslunni kemur fram að lög um háskóla frá 1997 hafi stuðlað að samkeppni og fjölbreytni á háskólastigi sem hafi leitt til öflugrar starfsemi háskólanna. Hins vegar er það tekið fram að of mikið frjálsræði geti komið niður á gæðum námsbrauta, en Ísland er sagt vera í hópi landa sem þurfi að gera átak í gæðamálum. Við höfum nú þegar svarað gagnrýni með nýrri löggjöf sem hefur tekið gildi og skólarnir hafa tvö ár til að laga sig að. Um leið brýnir þetta okkur í ráðuneytinu að fylgja þessu betur eftir, til dæmis að halda uppi gæðaeftirliti í þágu nemenda þannig að þekking skili sér í atvinnulífinu, segir Þorgerður. Skýrsluhöfundar benda jafnframt á að aðsókn í háskólamenntun aukist sífellt og bregðast verði við því með nýjum fjármögnunarleiðum. Þeir segja að það sé ljóst að ríkisvaldið getur ekki annað þessu og við þurfum að hafa fjármögnunina fjölbreyttari. Þá erum við ekki bara að tala um skólagjöld heldur líka aðkomu annarra aðila í kostnaði og þátt atvinnulífsins, segir Þorgerður. Í skýrslunni kemur fram að jafnrétti til náms á Íslandi er einstakt, bæði jafnrétti kynjanna og félagslegt jafnrétti. Í því samhengi fær Lánasjóður íslenskra námsmanna lofsamlega umsögn. Einnig segir í skýrslunni að Ísland sé framarlega í alþjóðavæðingu, enda geti námsmenn fengið lán fyrir námi í erlendum háskólum og virkt alþjóðlegt rannsóknarsamstarf styðji við háskólamenntun á Íslandi. Skýrla OECD, sem út kom í gær, er hluti af úttekt sem nær til 24 landa en þrettán lönd voru tekin sérstaklega fyrir, þar á meðal Ísland. Sérfræðingar OECD heimsóttu allar stofnanir á háskólastigi á landinu síðastliðið haust og ræddu við hagsmunaaðila, þar á meðal fulltrúa atvinnulífsins. Innlent Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Það er margt mjög jákvætt í skýrslunni og það er greinilegt að við höfum náð þeim markmiðum að fjölga nemendum, sem er afar mikilvægt, og fjölga tækifærunum á háskólastigi. Hins vegar eru alvarlegar ábendingar varðandi gæðamálin sem styðja það sem við höfum verið að segja í ráðuneytinu, að við verðum að taka markvissari og ákveðnari skref í stefnumótum og betri nýtingu fjármagns, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Í skýrslunni kemur fram að lög um háskóla frá 1997 hafi stuðlað að samkeppni og fjölbreytni á háskólastigi sem hafi leitt til öflugrar starfsemi háskólanna. Hins vegar er það tekið fram að of mikið frjálsræði geti komið niður á gæðum námsbrauta, en Ísland er sagt vera í hópi landa sem þurfi að gera átak í gæðamálum. Við höfum nú þegar svarað gagnrýni með nýrri löggjöf sem hefur tekið gildi og skólarnir hafa tvö ár til að laga sig að. Um leið brýnir þetta okkur í ráðuneytinu að fylgja þessu betur eftir, til dæmis að halda uppi gæðaeftirliti í þágu nemenda þannig að þekking skili sér í atvinnulífinu, segir Þorgerður. Skýrsluhöfundar benda jafnframt á að aðsókn í háskólamenntun aukist sífellt og bregðast verði við því með nýjum fjármögnunarleiðum. Þeir segja að það sé ljóst að ríkisvaldið getur ekki annað þessu og við þurfum að hafa fjármögnunina fjölbreyttari. Þá erum við ekki bara að tala um skólagjöld heldur líka aðkomu annarra aðila í kostnaði og þátt atvinnulífsins, segir Þorgerður. Í skýrslunni kemur fram að jafnrétti til náms á Íslandi er einstakt, bæði jafnrétti kynjanna og félagslegt jafnrétti. Í því samhengi fær Lánasjóður íslenskra námsmanna lofsamlega umsögn. Einnig segir í skýrslunni að Ísland sé framarlega í alþjóðavæðingu, enda geti námsmenn fengið lán fyrir námi í erlendum háskólum og virkt alþjóðlegt rannsóknarsamstarf styðji við háskólamenntun á Íslandi. Skýrla OECD, sem út kom í gær, er hluti af úttekt sem nær til 24 landa en þrettán lönd voru tekin sérstaklega fyrir, þar á meðal Ísland. Sérfræðingar OECD heimsóttu allar stofnanir á háskólastigi á landinu síðastliðið haust og ræddu við hagsmunaaðila, þar á meðal fulltrúa atvinnulífsins.
Innlent Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent