Supernova í slæmum málum 21. ágúst 2006 00:01 Nafnið gæti verið stolið frá hljómsveit sem þegar hefur gefið út þrjár breiðskífur og átti lagið Chewbacca í kvikmyndinni Clerks. Rokkbandið Supernova hefur ákveðið að fara í mál við nafna sína í sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernova sem sýndur er á Skjá einum en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi enda Magni „okkar" Ásgeirsson að gera góða hluti þar vestra. Fyrrnefnda hljómsveitin er ef til vill ekki mörgum kunn en hún átti þó lagið Chewbacca í kvikmyndinni Clerks. Langar og strangar samningaviðræður hafa staðið yfir bak við tjöldin en í júní slitnaði upp úr þeim og því ákvað Supernova að fara með málið fyrir dómstóla í San Diego. Hljómsveitin vill koma í veg fyrir að Supernova-sjónvarpsbandið noti nafnið í markaðsskyni enda myndi það skaða leið hennar á toppinn, en frá þessu greinir fréttavefur CNN. Lögfræðingur sveitarinnar, John Mizhir Jr., sagði að sveitin sæi enga aðra leið en að fara með málið í þennan farveg þar sem hún vildi tryggja að nafnið yrði hennar því hljómsveitarmeðlimir hefðu unnið að því hörðum höndum að festa það í sessi. „Við reyndum að fara mjúku leiðina með samningum en töluðum fyrir daufum eyrum," sagði Mizhir. Upprunalega Supernova-hljómsveitin var stofnuð árið 1989 af þeim Jodey Lawrence, Art Mitchell og David Collins en sveitin hefur þegar gefið út þrjár breiðskífur. Sveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Kaliforníu, Arizona og Nevada en samkvæmt talsmanni hennar er ný plata í undirbúningi. Rock Star Supernova Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Rokkbandið Supernova hefur ákveðið að fara í mál við nafna sína í sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernova sem sýndur er á Skjá einum en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi enda Magni „okkar" Ásgeirsson að gera góða hluti þar vestra. Fyrrnefnda hljómsveitin er ef til vill ekki mörgum kunn en hún átti þó lagið Chewbacca í kvikmyndinni Clerks. Langar og strangar samningaviðræður hafa staðið yfir bak við tjöldin en í júní slitnaði upp úr þeim og því ákvað Supernova að fara með málið fyrir dómstóla í San Diego. Hljómsveitin vill koma í veg fyrir að Supernova-sjónvarpsbandið noti nafnið í markaðsskyni enda myndi það skaða leið hennar á toppinn, en frá þessu greinir fréttavefur CNN. Lögfræðingur sveitarinnar, John Mizhir Jr., sagði að sveitin sæi enga aðra leið en að fara með málið í þennan farveg þar sem hún vildi tryggja að nafnið yrði hennar því hljómsveitarmeðlimir hefðu unnið að því hörðum höndum að festa það í sessi. „Við reyndum að fara mjúku leiðina með samningum en töluðum fyrir daufum eyrum," sagði Mizhir. Upprunalega Supernova-hljómsveitin var stofnuð árið 1989 af þeim Jodey Lawrence, Art Mitchell og David Collins en sveitin hefur þegar gefið út þrjár breiðskífur. Sveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Kaliforníu, Arizona og Nevada en samkvæmt talsmanni hennar er ný plata í undirbúningi.
Rock Star Supernova Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira