Ráðherra segir stefna í sameiningu háskóla 14. ágúst 2006 08:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra segir allt stefna í að Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinist. Rektor Kennaraháskólans segir að sameiningin verði hugsanlega 1. júlí 2008. Fundur vegna sameiningarinnar verður haldinn í menntamálaráðuneytinu í dag. Engin ákvörðun hefur verið tekin en skýrsla á vegum ráðuneytisins var unnin í byrjun sumars. Bæði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, litu þar jákvæðum augum á sameiningu skólanna. "Það stefnir allt í það að þessi sameining verði á meðan tónninn er svona jákvæður úr báðum háskólum. Við sjáum fram á að þetta verði til þess að styðja háskólakerfið," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. "Þetta er mjög viðamikið verkefni, tveir stórir og öflugir háskólar. Þetta verður ekkert gert í einum hvelli en við erum að stefna að þessu." Sameininguna bar fyrst á góma í skýrslu sem Páll Skúlason, þá rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé létu gera árið 2002 um mögulegar leiðir til að samhæfa betur kennslu og rannsóknir skólanna. Þar kom fram að sameining skólanna væri líklegri til að skila betri árangri þegar á heildina sé litið en samstarf þeirra. Ólafur segir tilganginn með sameiningu ekki vera að spara peninga heldur að efla þjónustu. "Sameining getur haft ýmis konar hagræðingu í för með sér og að áliti okkar þá er það möguleiki að nýta betur sérfræðiþekkingu í báðum skólunum. Við viljum bæta kennaramenntun og efla háskólastigið." Kristín Ingólfsdóttir segir hugmyndina að sameiningu ekki nýja sem slíka, hún hafi komið fram í skýrslunni sem gerð var árið 2002. "Skýrslan sem var unnin núna var aðallega til að draga fram kosti sameiningar og draga saman þá þætti sem þyrfti að huga sérstaklega að ef til sameiningar kæmi. Viðbrögð beggja skólanna við sameiningu voru jákvæð. Við teljum að þetta geti styrkt mjög kennaramenntun og rannsóknir á sviði uppeldis- og kennslufræði." Innlent Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Menntamálaráðherra segir allt stefna í að Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinist. Rektor Kennaraháskólans segir að sameiningin verði hugsanlega 1. júlí 2008. Fundur vegna sameiningarinnar verður haldinn í menntamálaráðuneytinu í dag. Engin ákvörðun hefur verið tekin en skýrsla á vegum ráðuneytisins var unnin í byrjun sumars. Bæði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, litu þar jákvæðum augum á sameiningu skólanna. "Það stefnir allt í það að þessi sameining verði á meðan tónninn er svona jákvæður úr báðum háskólum. Við sjáum fram á að þetta verði til þess að styðja háskólakerfið," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. "Þetta er mjög viðamikið verkefni, tveir stórir og öflugir háskólar. Þetta verður ekkert gert í einum hvelli en við erum að stefna að þessu." Sameininguna bar fyrst á góma í skýrslu sem Páll Skúlason, þá rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé létu gera árið 2002 um mögulegar leiðir til að samhæfa betur kennslu og rannsóknir skólanna. Þar kom fram að sameining skólanna væri líklegri til að skila betri árangri þegar á heildina sé litið en samstarf þeirra. Ólafur segir tilganginn með sameiningu ekki vera að spara peninga heldur að efla þjónustu. "Sameining getur haft ýmis konar hagræðingu í för með sér og að áliti okkar þá er það möguleiki að nýta betur sérfræðiþekkingu í báðum skólunum. Við viljum bæta kennaramenntun og efla háskólastigið." Kristín Ingólfsdóttir segir hugmyndina að sameiningu ekki nýja sem slíka, hún hafi komið fram í skýrslunni sem gerð var árið 2002. "Skýrslan sem var unnin núna var aðallega til að draga fram kosti sameiningar og draga saman þá þætti sem þyrfti að huga sérstaklega að ef til sameiningar kæmi. Viðbrögð beggja skólanna við sameiningu voru jákvæð. Við teljum að þetta geti styrkt mjög kennaramenntun og rannsóknir á sviði uppeldis- og kennslufræði."
Innlent Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira