Í draumaheimi í LA 10. ágúst 2006 12:45 Feðgarnir saman Eyrún hélt ekki að Marinó hefði þekkt pabba sinn á sviðinu, enda var það langt í burtu. Fjölskyldan átti þó góðar stundir á meðan Eyrún og Marinó voru úti hjá Magna. MYND/Heiða Eyrún Huld Haraldsdóttir og Marinó Bjarni Magnason, unnusta og sonur Magna Ásgeirssonar, vöktu mikla athygli áhorfenda sjónvarpsþáttanna Rock Star: Supernova í fyrrakvöld. Eins og frægt er orðið flugu þau til Los Angeles til að vera með Magna, íslenska keppenda þáttanna, og fylgjast með honum keppa. „Kvöldið var auðvitað dálítið súrrealískt en ótrúlega skemmtilegt,“ segir Eyrún Huld og Marinó tekur undir það í bakgrunninum með ánægjulegu hjali. Hún segir að mestur tími hennar hafi þó farið í að halda Marinó góðum enda hafi hann verið orðinn dálítið þreyttur undir lokinn. „Ég þurfti auðvitað að labba með hann inn og út enda voru svo mikil læti þarna inni að það var ekki hægt að hafa hann þar allan tímann.“ Þau voru þó að sjálfsögðu í salnum á meðan Magni flutti Dolphin‘s Cry með hljómsveitinni Live með eftirminnilegum hætti. „Þetta var auðvitað alveg geggjað flott og hann var alveg á meðal þeirra þriggja bestu,“ segir Eyrún, greinilega ánægð með sinn mann. Myndatökumenn sjónvarpsþáttanna sýndu myndir af Eyrúnu Huld og Marinó og er mál manna að þau hafi tekið sig vel út á skjánum. „Ég þurfti aðeins að leika við Marinó til að reyna að láta hann brosa í myndavélarnar,“ segir Eyrún Huld og hlær. Hún er ekki viss um að Marinó hafi þekkt pabba sinn á meðan hann var á sviðinu, enda var það langt í burtu frá þeim. „Marinó fylgdist samt vel með öllum hljóðunum og ljósunum og var eiginlega bara heillaður af þessu.“ Á meðan á dvöl Eyrúnar Huldar og Marinó stóð fengu þau að heimsækja setur keppendanna í tvær klukkustundir og færðu þeim hálsmen með íslenskum rúnum. „Maður labbar eiginlega inn í einhvern draumaheim, með myndavélar og mæka í kringum okkur allan tímann.“ Eyrún segist ekki hafa kynnst dómnefnd raunveruleikaþáttanna að ráði heldur bara séð þeim bregða fyrir. „Ég hitti bara Tommy Lee aðeins og hann bauð mig velkomna.“ Aðspurð segist Eyrún Huld ekki búast við að fara aftur út til að fylgjast með Magna keppa. „Þetta er auðvitað mjög langt ferðalag og ég held ég treysti mér ekki aftur með hann með mér. Ekki nema það sé úrslitaþátturinn, þá veit maður aldrei.“ Rock Star Supernova Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Eyrún Huld Haraldsdóttir og Marinó Bjarni Magnason, unnusta og sonur Magna Ásgeirssonar, vöktu mikla athygli áhorfenda sjónvarpsþáttanna Rock Star: Supernova í fyrrakvöld. Eins og frægt er orðið flugu þau til Los Angeles til að vera með Magna, íslenska keppenda þáttanna, og fylgjast með honum keppa. „Kvöldið var auðvitað dálítið súrrealískt en ótrúlega skemmtilegt,“ segir Eyrún Huld og Marinó tekur undir það í bakgrunninum með ánægjulegu hjali. Hún segir að mestur tími hennar hafi þó farið í að halda Marinó góðum enda hafi hann verið orðinn dálítið þreyttur undir lokinn. „Ég þurfti auðvitað að labba með hann inn og út enda voru svo mikil læti þarna inni að það var ekki hægt að hafa hann þar allan tímann.“ Þau voru þó að sjálfsögðu í salnum á meðan Magni flutti Dolphin‘s Cry með hljómsveitinni Live með eftirminnilegum hætti. „Þetta var auðvitað alveg geggjað flott og hann var alveg á meðal þeirra þriggja bestu,“ segir Eyrún, greinilega ánægð með sinn mann. Myndatökumenn sjónvarpsþáttanna sýndu myndir af Eyrúnu Huld og Marinó og er mál manna að þau hafi tekið sig vel út á skjánum. „Ég þurfti aðeins að leika við Marinó til að reyna að láta hann brosa í myndavélarnar,“ segir Eyrún Huld og hlær. Hún er ekki viss um að Marinó hafi þekkt pabba sinn á meðan hann var á sviðinu, enda var það langt í burtu frá þeim. „Marinó fylgdist samt vel með öllum hljóðunum og ljósunum og var eiginlega bara heillaður af þessu.“ Á meðan á dvöl Eyrúnar Huldar og Marinó stóð fengu þau að heimsækja setur keppendanna í tvær klukkustundir og færðu þeim hálsmen með íslenskum rúnum. „Maður labbar eiginlega inn í einhvern draumaheim, með myndavélar og mæka í kringum okkur allan tímann.“ Eyrún segist ekki hafa kynnst dómnefnd raunveruleikaþáttanna að ráði heldur bara séð þeim bregða fyrir. „Ég hitti bara Tommy Lee aðeins og hann bauð mig velkomna.“ Aðspurð segist Eyrún Huld ekki búast við að fara aftur út til að fylgjast með Magna keppa. „Þetta er auðvitað mjög langt ferðalag og ég held ég treysti mér ekki aftur með hann með mér. Ekki nema það sé úrslitaþátturinn, þá veit maður aldrei.“
Rock Star Supernova Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira