Fréttir af fólki 21. júlí 2006 08:00 Margir bíða eflaust spenntir eftir heimildarmyndinni um Ísmanninn ógurlega, Sigurð Pétursson, sem Lýður Árnason og Reynir Traustason eru með í burðarliðnum. Ísmaðurinn lifir ansi spennandi lífi sem er sveipað einhverjum ævintýraljóma en á mannlif.is er hins vegar greint frá lífsháska sem Sigurður kom sér í fyrir skömmu. Heljarmennið hélt til dúntekja og veiða í eyðibyggðinni Skjöldungen og ætlaði að hreiðra um sig þar í viku og snúa síðan aftur til heimabyggðar. Mikið var um hafís á svæðinu og festist bátur Sigurðar á ísnum um áttatíu sjómílur frá strönd Grænlands. Þar þurfti Ísmaðurinn að hafast við í tæpan mánuð og hafði ekkert annað að borða en það sem var veitt í Skjöldungen. Ísmaðurinn er hins vegar núna tæpar tuttugu mílur frá næsta byggða bóli og segir á heimasíðunni að hann vonist til að rekast á sel áður en matarforðinn klárist. Magni Ásgeirsson hefur heldur betur slegið í gegn í sjónvarpsþættinum RockStar: Supernova þar sem nokkrir rokkarar keppast um að verða næsti söngvari ofursveitarinnar Supernova. Svo vel tókst til hjá Magna að þeir Tommy Lee, Gilby Clarke og Jason Newsted báðu hann um að syngja lagið sitt aftur. Á aðdáendasvæðinu er Magni kominn í annað sætið yfir þá sem líklegastir eru taldir til hreppa hnossið. Á heimasvæði Magna er hins vegar ljóst að söngvarinn saknar konunnar sinnar Eyrúnar og hefur samið til hennar lag sem heitir 7.júlí. Þetta er til þess að halda geðheilsunni og eyða tímanum, skrifar Magni á heimasíðunni sinni. Nokkuð skemmtilegt í ljósi þess að í þættinum á miðvikudagskvöldinu notaði Magni orðið bitch ótt og títt en það er sem kunnugt enskt heiti yfir tík. Gárungarnir hafa velt vöngum yfir því hvort að með þessari orðanotkun vilji söngvarinn sýna fram á að hann sé engu síðri rokkari en hinir þátttakendurnir. Rock Star Supernova Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Margir bíða eflaust spenntir eftir heimildarmyndinni um Ísmanninn ógurlega, Sigurð Pétursson, sem Lýður Árnason og Reynir Traustason eru með í burðarliðnum. Ísmaðurinn lifir ansi spennandi lífi sem er sveipað einhverjum ævintýraljóma en á mannlif.is er hins vegar greint frá lífsháska sem Sigurður kom sér í fyrir skömmu. Heljarmennið hélt til dúntekja og veiða í eyðibyggðinni Skjöldungen og ætlaði að hreiðra um sig þar í viku og snúa síðan aftur til heimabyggðar. Mikið var um hafís á svæðinu og festist bátur Sigurðar á ísnum um áttatíu sjómílur frá strönd Grænlands. Þar þurfti Ísmaðurinn að hafast við í tæpan mánuð og hafði ekkert annað að borða en það sem var veitt í Skjöldungen. Ísmaðurinn er hins vegar núna tæpar tuttugu mílur frá næsta byggða bóli og segir á heimasíðunni að hann vonist til að rekast á sel áður en matarforðinn klárist. Magni Ásgeirsson hefur heldur betur slegið í gegn í sjónvarpsþættinum RockStar: Supernova þar sem nokkrir rokkarar keppast um að verða næsti söngvari ofursveitarinnar Supernova. Svo vel tókst til hjá Magna að þeir Tommy Lee, Gilby Clarke og Jason Newsted báðu hann um að syngja lagið sitt aftur. Á aðdáendasvæðinu er Magni kominn í annað sætið yfir þá sem líklegastir eru taldir til hreppa hnossið. Á heimasvæði Magna er hins vegar ljóst að söngvarinn saknar konunnar sinnar Eyrúnar og hefur samið til hennar lag sem heitir 7.júlí. Þetta er til þess að halda geðheilsunni og eyða tímanum, skrifar Magni á heimasíðunni sinni. Nokkuð skemmtilegt í ljósi þess að í þættinum á miðvikudagskvöldinu notaði Magni orðið bitch ótt og títt en það er sem kunnugt enskt heiti yfir tík. Gárungarnir hafa velt vöngum yfir því hvort að með þessari orðanotkun vilji söngvarinn sýna fram á að hann sé engu síðri rokkari en hinir þátttakendurnir.
Rock Star Supernova Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira