Erfitt að kveðja fjölskylduna 24. júní 2006 00:01 Magni kveður fjölskylduna. Magni Ásgeirsson flaug af landi í brott í dag. Hér er hann með Eyrúnu konu sinni og Aroni syni þeirra. Vísir/Vilhelm Það reyndist ekki alls kostar auðveld ákvörðun fyrir Magna Ásgeirsson að taka þátt í Rockstar: Supernova. Magni er sem kunnugt er kominn í hóp fimmtán söngvara sem keppa um hylli aldinna rokkara í raunveruleikaþættinum. Þó að þarna hafi draumur Magna ræst þarf hann nú að horfa fram á viðskilnað við fjölskyldu sína, konu og níu mánaða gamlan son. „Ég er orðinn nógu gamall til að vita hvað skiptir máli í lífinu,“ segir Magni sem flaug af landi brott í morgun. „Fjölskyldan er mér það mikilvæg að ég var ekki alveg hoppandi af gleði þegar ég heyrði að ég væri kominn inn.“ Kona Magna heitir Eyrún Huld Haraldsdóttir og saman eiga þau soninn Marinó Bjarna sem er níu mánaða. Þegar Fréttablaðið ræddi við söngvarann var hann staddur á heimili þeirra í Skerjafirðinum en gærdeginum eyddu þau saman úti á landi. Meðan á upptökum á Rockstar stendur verður Magni næstum algjörlega lokaður frá umheiminum. Hann fær ekki að vera með farsíma en fær þó að hringja heim tvisvar í viku eða svo. „Það heldur manni á jörðinni,“ segir Magni bæði fullur kvíða og tilhlökkunar. Fari svo að Magni nái langt í Rockstar-þáttunum lengist aðskilnaðurinn frá fjölskyldunni. Hann er þó með báða fætur á jörðinni hvað það varðar: „Ef maður sigrar þá er ég fastur í eitt og hálft ár. En þá þurfum við auðvitað að setjast niður og ræða tölur,“ segir Magni og hlær. „Ég held þó að minnsta kosti að fjölskyldan mætti koma út til manns þá. Ég á reyndar eftir að ræða það allt saman við konuna.“ Rock Star Supernova Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Það reyndist ekki alls kostar auðveld ákvörðun fyrir Magna Ásgeirsson að taka þátt í Rockstar: Supernova. Magni er sem kunnugt er kominn í hóp fimmtán söngvara sem keppa um hylli aldinna rokkara í raunveruleikaþættinum. Þó að þarna hafi draumur Magna ræst þarf hann nú að horfa fram á viðskilnað við fjölskyldu sína, konu og níu mánaða gamlan son. „Ég er orðinn nógu gamall til að vita hvað skiptir máli í lífinu,“ segir Magni sem flaug af landi brott í morgun. „Fjölskyldan er mér það mikilvæg að ég var ekki alveg hoppandi af gleði þegar ég heyrði að ég væri kominn inn.“ Kona Magna heitir Eyrún Huld Haraldsdóttir og saman eiga þau soninn Marinó Bjarna sem er níu mánaða. Þegar Fréttablaðið ræddi við söngvarann var hann staddur á heimili þeirra í Skerjafirðinum en gærdeginum eyddu þau saman úti á landi. Meðan á upptökum á Rockstar stendur verður Magni næstum algjörlega lokaður frá umheiminum. Hann fær ekki að vera með farsíma en fær þó að hringja heim tvisvar í viku eða svo. „Það heldur manni á jörðinni,“ segir Magni bæði fullur kvíða og tilhlökkunar. Fari svo að Magni nái langt í Rockstar-þáttunum lengist aðskilnaðurinn frá fjölskyldunni. Hann er þó með báða fætur á jörðinni hvað það varðar: „Ef maður sigrar þá er ég fastur í eitt og hálft ár. En þá þurfum við auðvitað að setjast niður og ræða tölur,“ segir Magni og hlær. „Ég held þó að minnsta kosti að fjölskyldan mætti koma út til manns þá. Ég á reyndar eftir að ræða það allt saman við konuna.“
Rock Star Supernova Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira