Erfitt að kveðja fjölskylduna 24. júní 2006 00:01 Magni kveður fjölskylduna. Magni Ásgeirsson flaug af landi í brott í dag. Hér er hann með Eyrúnu konu sinni og Aroni syni þeirra. Vísir/Vilhelm Það reyndist ekki alls kostar auðveld ákvörðun fyrir Magna Ásgeirsson að taka þátt í Rockstar: Supernova. Magni er sem kunnugt er kominn í hóp fimmtán söngvara sem keppa um hylli aldinna rokkara í raunveruleikaþættinum. Þó að þarna hafi draumur Magna ræst þarf hann nú að horfa fram á viðskilnað við fjölskyldu sína, konu og níu mánaða gamlan son. „Ég er orðinn nógu gamall til að vita hvað skiptir máli í lífinu,“ segir Magni sem flaug af landi brott í morgun. „Fjölskyldan er mér það mikilvæg að ég var ekki alveg hoppandi af gleði þegar ég heyrði að ég væri kominn inn.“ Kona Magna heitir Eyrún Huld Haraldsdóttir og saman eiga þau soninn Marinó Bjarna sem er níu mánaða. Þegar Fréttablaðið ræddi við söngvarann var hann staddur á heimili þeirra í Skerjafirðinum en gærdeginum eyddu þau saman úti á landi. Meðan á upptökum á Rockstar stendur verður Magni næstum algjörlega lokaður frá umheiminum. Hann fær ekki að vera með farsíma en fær þó að hringja heim tvisvar í viku eða svo. „Það heldur manni á jörðinni,“ segir Magni bæði fullur kvíða og tilhlökkunar. Fari svo að Magni nái langt í Rockstar-þáttunum lengist aðskilnaðurinn frá fjölskyldunni. Hann er þó með báða fætur á jörðinni hvað það varðar: „Ef maður sigrar þá er ég fastur í eitt og hálft ár. En þá þurfum við auðvitað að setjast niður og ræða tölur,“ segir Magni og hlær. „Ég held þó að minnsta kosti að fjölskyldan mætti koma út til manns þá. Ég á reyndar eftir að ræða það allt saman við konuna.“ Rock Star Supernova Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Það reyndist ekki alls kostar auðveld ákvörðun fyrir Magna Ásgeirsson að taka þátt í Rockstar: Supernova. Magni er sem kunnugt er kominn í hóp fimmtán söngvara sem keppa um hylli aldinna rokkara í raunveruleikaþættinum. Þó að þarna hafi draumur Magna ræst þarf hann nú að horfa fram á viðskilnað við fjölskyldu sína, konu og níu mánaða gamlan son. „Ég er orðinn nógu gamall til að vita hvað skiptir máli í lífinu,“ segir Magni sem flaug af landi brott í morgun. „Fjölskyldan er mér það mikilvæg að ég var ekki alveg hoppandi af gleði þegar ég heyrði að ég væri kominn inn.“ Kona Magna heitir Eyrún Huld Haraldsdóttir og saman eiga þau soninn Marinó Bjarna sem er níu mánaða. Þegar Fréttablaðið ræddi við söngvarann var hann staddur á heimili þeirra í Skerjafirðinum en gærdeginum eyddu þau saman úti á landi. Meðan á upptökum á Rockstar stendur verður Magni næstum algjörlega lokaður frá umheiminum. Hann fær ekki að vera með farsíma en fær þó að hringja heim tvisvar í viku eða svo. „Það heldur manni á jörðinni,“ segir Magni bæði fullur kvíða og tilhlökkunar. Fari svo að Magni nái langt í Rockstar-þáttunum lengist aðskilnaðurinn frá fjölskyldunni. Hann er þó með báða fætur á jörðinni hvað það varðar: „Ef maður sigrar þá er ég fastur í eitt og hálft ár. En þá þurfum við auðvitað að setjast niður og ræða tölur,“ segir Magni og hlær. „Ég held þó að minnsta kosti að fjölskyldan mætti koma út til manns þá. Ég á reyndar eftir að ræða það allt saman við konuna.“
Rock Star Supernova Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira