Íslandsmeistarabragur á Keflavík 31. mars 2006 10:05 Það var lítið gefið eftir í gær Fréttablaðið/Stefán Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1. Fyrsti leikhluti gaf frábær fyrirheit fyrir leikinn sem var jafn og spennandi framan af. Bæði lið sýndu frábæra vörn í byrjun áður en sóknarloturnar tóku við þar sem þriggja stiga hittni liðanna var til fyrirmyndar. Mjótt var á mununum og staðan var 30-26 fyrir Keflavík í upphafi annars leikhluta. Þá umbreyttist leikur Keflvíkinga með A. J. Moye fremstan í flokki og þeir völtuðu yfir gestina sem áttu engin svör við stórleik heimamanna sem röðuðu niður körfunum. Keflvíkingar spiluðu frábæra vörn og í bland við kæruleysi Skallagrímsmanna náðu heimamenn upp 63-43 forystu í hálfleik og heillum horfnir Borgnesingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Yfirburðir Keflvíkinga héldu áfram í þriðja leikhluta og Borgnesingar áttu engin svör. Það bætti gráu ofan á svart hjá gestunum að Jovan Zdravevski var útilokaður frá leiknum með sína fimmtu villu um miðbik þriðja leikhluta en þá var hann stigahæstur Skallagrímsmanna með 19 stig. Heimamenn kláruðu leikinn án þess að gestirnir væru nálægt því að gera atlögu að sigrinum. Keflvíkingar gátu meira að segja leyft sér að hvíla lykilmenn fyrir næstu rimmu liðanna sem verður í Borgarnesi á mánudaginn. Íslandsmeistararnir sýndu og sönnuðu af hverju þeir eru handhafar titilsins og hreinlega slátruðu Borgnesingum og unnu að lokum 129-79. A. J. Moey fór á kostum í kvöld og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann lék sér að gestunum og skoraði alls 37 stig en fjórir menn skoruðu 14 stig, Guðjón Skúlason, Vlad Boer, Mgnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson. Hinn feykisterki George Byrd fann sig ekki í leiknum og ef Skallagrímsmenn ætla sér að komast í úrslitaeinvígið er ljóst að hann þarf að spila mun betur. Hann skoraði 13 stig, Zdravevski 19 og Pétur Sigurðsson 16. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sjá meira
Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1. Fyrsti leikhluti gaf frábær fyrirheit fyrir leikinn sem var jafn og spennandi framan af. Bæði lið sýndu frábæra vörn í byrjun áður en sóknarloturnar tóku við þar sem þriggja stiga hittni liðanna var til fyrirmyndar. Mjótt var á mununum og staðan var 30-26 fyrir Keflavík í upphafi annars leikhluta. Þá umbreyttist leikur Keflvíkinga með A. J. Moye fremstan í flokki og þeir völtuðu yfir gestina sem áttu engin svör við stórleik heimamanna sem röðuðu niður körfunum. Keflvíkingar spiluðu frábæra vörn og í bland við kæruleysi Skallagrímsmanna náðu heimamenn upp 63-43 forystu í hálfleik og heillum horfnir Borgnesingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Yfirburðir Keflvíkinga héldu áfram í þriðja leikhluta og Borgnesingar áttu engin svör. Það bætti gráu ofan á svart hjá gestunum að Jovan Zdravevski var útilokaður frá leiknum með sína fimmtu villu um miðbik þriðja leikhluta en þá var hann stigahæstur Skallagrímsmanna með 19 stig. Heimamenn kláruðu leikinn án þess að gestirnir væru nálægt því að gera atlögu að sigrinum. Keflvíkingar gátu meira að segja leyft sér að hvíla lykilmenn fyrir næstu rimmu liðanna sem verður í Borgarnesi á mánudaginn. Íslandsmeistararnir sýndu og sönnuðu af hverju þeir eru handhafar titilsins og hreinlega slátruðu Borgnesingum og unnu að lokum 129-79. A. J. Moey fór á kostum í kvöld og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann lék sér að gestunum og skoraði alls 37 stig en fjórir menn skoruðu 14 stig, Guðjón Skúlason, Vlad Boer, Mgnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson. Hinn feykisterki George Byrd fann sig ekki í leiknum og ef Skallagrímsmenn ætla sér að komast í úrslitaeinvígið er ljóst að hann þarf að spila mun betur. Hann skoraði 13 stig, Zdravevski 19 og Pétur Sigurðsson 16.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sjá meira