Fólk vill alltaf sjá fólk 22. mars 2006 07:00 Friðrik Örn. Ljósmyndasýning hans hefur heldur betur slegið í gegn og er nánast slegist um myndirnar hans. Ljósmyndasýning Friðriks Arnar Hjaltested 10.000 hefur heldur betur slegið í gegn hjá höfuðborgarbúum en fullt hefur verið út úr húsi síðustu helgar. Myndirnar hafa nánast verið rifnar út og hafði ljósmyndarinn ekki tölu hversu margar hefðu verið seldar. Þetta eru í kringum hundrað verk og ég held að sjötíu hafi verið seldar, útskýrir Friðrik en hann var nýkominn heim úr vikuferð af Snæfellsnesi þar sem hann er að undirbúa ævintýralega listasýningu í tilefni af hundrað ára afmæli viðveru Jules Verne. Friðrik var að sjálfsögðu í skýjunum yfir viðtökunum en opnunin sló aðsóknarmet og annað met var slegið á Safnarnótt. Hann þakkaði öflugu kynningarstarfi að einhverju leyti vinsældirnar en bætti við að efnistökin væru frekar víð. Þetta er ferðalag í tíma og rými og það er alltaf gott að hafa sinn persónulega blæ, segir hann og bætir við að fólk hafi líka alltaf gaman af því að skoða annað fólk. Verðið á myndunum hefur einnig vakið athygli en hver mynd kostar tíu þúsund krónur með ramma og öllu. Ég vildi bara að fólk eignaðist myndirnar mínar, útskýrir hann. Aðstaða ljósmyndara hefur stórbatnað eftir að þeir fengu sitt eigið aðsetur í sal fyrir ofan Borgarbókasafnið. Ljósmyndin hefur aldrei verið jafn vinsæl því fólk er með myndavélarnar út um allt og mér fannst því tilvalið að kynna enn frekar þessar tækifærismyndir, segir hann. Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ljósmyndasýning Friðriks Arnar Hjaltested 10.000 hefur heldur betur slegið í gegn hjá höfuðborgarbúum en fullt hefur verið út úr húsi síðustu helgar. Myndirnar hafa nánast verið rifnar út og hafði ljósmyndarinn ekki tölu hversu margar hefðu verið seldar. Þetta eru í kringum hundrað verk og ég held að sjötíu hafi verið seldar, útskýrir Friðrik en hann var nýkominn heim úr vikuferð af Snæfellsnesi þar sem hann er að undirbúa ævintýralega listasýningu í tilefni af hundrað ára afmæli viðveru Jules Verne. Friðrik var að sjálfsögðu í skýjunum yfir viðtökunum en opnunin sló aðsóknarmet og annað met var slegið á Safnarnótt. Hann þakkaði öflugu kynningarstarfi að einhverju leyti vinsældirnar en bætti við að efnistökin væru frekar víð. Þetta er ferðalag í tíma og rými og það er alltaf gott að hafa sinn persónulega blæ, segir hann og bætir við að fólk hafi líka alltaf gaman af því að skoða annað fólk. Verðið á myndunum hefur einnig vakið athygli en hver mynd kostar tíu þúsund krónur með ramma og öllu. Ég vildi bara að fólk eignaðist myndirnar mínar, útskýrir hann. Aðstaða ljósmyndara hefur stórbatnað eftir að þeir fengu sitt eigið aðsetur í sal fyrir ofan Borgarbókasafnið. Ljósmyndin hefur aldrei verið jafn vinsæl því fólk er með myndavélarnar út um allt og mér fannst því tilvalið að kynna enn frekar þessar tækifærismyndir, segir hann.
Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira