Leikskólakennarar í Kraganum krefjast launaleiðréttingar 29. desember 2005 22:13 MYND/GVA Óánægja leikskólakennara í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík fer vaxandi og þeir krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt hið fyrsta. Þegar hafa ellefu kennarar á leikskóla á Seltjarnarnesi sagt upp störfum og frekari uppsagnir eru yfirvofandi bæði í þessum sveitarfélögum og í Reykjavík um áramótin verði ekki orðið við kröfum leikskólakennara um kjaraleiðréttingu. Mikil óánægja hefur verið meðal leikskólakennara í Reykjavík með launakjör sín eftir að ófaglærðir starfsmenn innan Eflingar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar leikskóla sömdu við Reykjavíkurborg fyrir skömmu. Þessi óánægja nær út fyrir borgarmörkin því í dag funduðu trúnaðarmenn leikskólakennara í sveitarfélögum í kringum Reykjavík, í Kraganum svokallaða, og samþykktu harðorða ályktun. Þar er skorað á sveitarfélög að sjá til þess að laun leikskólakennara verði leiðrétt hið fyrsta. Björk Óttarsdóttir, formaður svæðadeildar Félags leikskólakennara í Kraganum, segir tilfinningarnar blendnar til hinna nýju samningar. Leikskólakennarar séu ánægðir með að loks sé viðurkennt að borga þurfi góð laun fyrir störf á leikskólum en Björk segir leikskólakennara óánægða með að sveitarfélögin vilji ekki ræða við þá og sinni málinu ekki eins mikið og leikskólakennarar vildu. Ellefu kennarar á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi skiluðu í dag inn uppsagnarbréfum til bæjarins og má það rekja til ánægju þeirra með kjör sín. Hrafnhildur Sigurðardóttur, leikskólafulltrúi hjá Seltjarnarnesbæ, segir staðið hafi yfir viðræður milli bæjaryfirvalda og leikskólakennarana um að þeim verði umbunað sérstaklega vegna þess mikla álags sem verið hefur á leikskólum bæjarins í haust vegna manneklu. Bæjaryfirvöld hyggist finna lausn á málinu skjótt og vonast Hrafnhildur til að uppsagnirnar verði dregnar til baka, en leikskólakennararnir sem sögðu upp hyggjast funda á morgun vegna málsins. Þá fer einnig fram annar fundur, á milli borgarstjóra og forsvarsmanna Félags leikskólakennara, en Björk reiknar með að niðurstaða þess fundar hafi mikil áhrif á framhaldið. Leikskólakennarar í Reykjavík horfi til fundarins en einnig kennarar í sveitarfélögunum í kring því þetta sé eitt vinnusvæði. Hún vonist til þess að það fari að gerast eitthvað í málunum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Óánægja leikskólakennara í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík fer vaxandi og þeir krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt hið fyrsta. Þegar hafa ellefu kennarar á leikskóla á Seltjarnarnesi sagt upp störfum og frekari uppsagnir eru yfirvofandi bæði í þessum sveitarfélögum og í Reykjavík um áramótin verði ekki orðið við kröfum leikskólakennara um kjaraleiðréttingu. Mikil óánægja hefur verið meðal leikskólakennara í Reykjavík með launakjör sín eftir að ófaglærðir starfsmenn innan Eflingar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar leikskóla sömdu við Reykjavíkurborg fyrir skömmu. Þessi óánægja nær út fyrir borgarmörkin því í dag funduðu trúnaðarmenn leikskólakennara í sveitarfélögum í kringum Reykjavík, í Kraganum svokallaða, og samþykktu harðorða ályktun. Þar er skorað á sveitarfélög að sjá til þess að laun leikskólakennara verði leiðrétt hið fyrsta. Björk Óttarsdóttir, formaður svæðadeildar Félags leikskólakennara í Kraganum, segir tilfinningarnar blendnar til hinna nýju samningar. Leikskólakennarar séu ánægðir með að loks sé viðurkennt að borga þurfi góð laun fyrir störf á leikskólum en Björk segir leikskólakennara óánægða með að sveitarfélögin vilji ekki ræða við þá og sinni málinu ekki eins mikið og leikskólakennarar vildu. Ellefu kennarar á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi skiluðu í dag inn uppsagnarbréfum til bæjarins og má það rekja til ánægju þeirra með kjör sín. Hrafnhildur Sigurðardóttur, leikskólafulltrúi hjá Seltjarnarnesbæ, segir staðið hafi yfir viðræður milli bæjaryfirvalda og leikskólakennarana um að þeim verði umbunað sérstaklega vegna þess mikla álags sem verið hefur á leikskólum bæjarins í haust vegna manneklu. Bæjaryfirvöld hyggist finna lausn á málinu skjótt og vonast Hrafnhildur til að uppsagnirnar verði dregnar til baka, en leikskólakennararnir sem sögðu upp hyggjast funda á morgun vegna málsins. Þá fer einnig fram annar fundur, á milli borgarstjóra og forsvarsmanna Félags leikskólakennara, en Björk reiknar með að niðurstaða þess fundar hafi mikil áhrif á framhaldið. Leikskólakennarar í Reykjavík horfi til fundarins en einnig kennarar í sveitarfélögunum í kring því þetta sé eitt vinnusvæði. Hún vonist til þess að það fari að gerast eitthvað í málunum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira