Heilbrigð skynsemi fyrir farsímanotendur 21. nóvember 2005 19:41 Og Vodafone ætlar á næstu dögum að hefja sölu á Simply farsímum frá Vodafone Global Plc. Simply símtæki eru sérstaklega hönnuð með þarfir viðskiptavina í huga, þeirra sem vilja einföld símtæki sem einskorðast að mestu leyti við tal og SMS. Jafnframt er í boði sérstök gjaldskrá fyrir Simply notendur. Slík þjónustuleið býr yfir einu verði hvort sem hringt er í GSM eða fastlínu innan og utan kerfis. Vodafone Simply er með íslenskri valmynd en Og Vodafone lét þýða símtækið sérstaklega fyrir íslenska notendur. Simply er einungis í boði fyrir viðskiptavini Og Vodafone. Komið til móts við viðskiptavini "Fjölmargir viðskiptavinir okkar hafa áhuga á nýjustu símtækjunum sem búa yfir ýmiss konar aukabúnaði. Hins vegar er stór hópur viðskiptavina sem kýs einfaldari símtæki og hefur aðeins áhuga á því að hringja, taka á móti símtölum og sýsla með SMS. Nú hefur Og Vodafone komið með svarið fyrir slíkan hóp sem gerir þeim kleift að vera í góðu sambandi við fjölskyldu og vini með einföldum hætti," segir Gísli Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi hjá Og Vodafone. Með þarfir notanda í huga Simply hefur vakið mikla athygli þar sem Vodafone hefur kynnt símtækið til sögunnar, svo sem í Bretlandi, enda býr það yfir sérstæðri hönnun og hefur einfalt leiðakerfi. Vodafone hefur lagt mikla áherslu á þróun og hönnun símtækja sem hafa einfaldleika að leiðarljósi. Fyrirtækið hefur ennfremur haft viðskiptavini sína með í ráðum. Þeir voru meðal annars inntir eftir því hver væri inn fullkomni sími að þeirra mati. Þrír lykilhnappar Þegar búið var að greina þarfir notanda var ákveðið að hanna farsíma í samvinnu við franska farsímaframleiðandann Sagem. Tvenns konar símtæki voru framleidd í upphafi: Simply Sagem VS1 og Simply Sagem VS2. Bæði símtækin eru með stóra og læsilega skjái. Þá eru þeir með þrjá hnappa fyrir neðan skjáinn sem vísa notanda á upphafsskjá, í tengiliðalista eða í símtöl og SMS. Á hlið símtækjanna eru hnappar til þess að stilla hringistyrk, velja hringingu og til þess að opna og læsa. Sagem VS3, svonefndur samlokusími, er smærri í laginu og því einungis einn hnapp á hliðinni sem notaður er til að velja hringingu. Öll Simply símtækin eiga það hins vegar sameiginlegt að ljós kviknar um leið og notandi missir af símtali eða þegar þeim berst SMS. Með þessum hætti er hægt að láta notanda vita og leiðbeina honum í gegnum þær aðgerðir sem eru fyrir hendi. Leiðbeiningar í símtækinu Ítarlegar leiðbeiningar og ráð eru í Simply sem eiga að auðvelda notendum að læra á símtækin. Notandi getur ýtt á ráð frá upphafsskjámyndinni til þess að fá hvers kyns ráðleggingar. Hann getur einnig fundið leiðbeiningar í öðrum valmyndum hvarvetna í Símply símtækinu. Simply þjónustuleið - Eitt verð Gjaldskrá fyrir Simply er jafnframt með einföldu sniði, einungis eitt verð hvort sem hringt er í GSM eða fastlínu innan og utan kerfis. Það sama er að segja um SMS sendingar. Viðskiptavinir geta ráðið því hvort þeir velja Simply þjónustuleið eða hefðbundna gjaldskrá Og Vodafone. Þá hefur Og Vodafone sérþjálfað starfsfólk í verslunum sínum til þess að leiðbeina notendum um notkunarmöguleika símtækisins. Jafnframt geta viðskiptavinir hringt í þjónustuver Og Vodafone í síma 1414 til þess að fá frekari upplýsingar. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Og Vodafone ætlar á næstu dögum að hefja sölu á Simply farsímum frá Vodafone Global Plc. Simply símtæki eru sérstaklega hönnuð með þarfir viðskiptavina í huga, þeirra sem vilja einföld símtæki sem einskorðast að mestu leyti við tal og SMS. Jafnframt er í boði sérstök gjaldskrá fyrir Simply notendur. Slík þjónustuleið býr yfir einu verði hvort sem hringt er í GSM eða fastlínu innan og utan kerfis. Vodafone Simply er með íslenskri valmynd en Og Vodafone lét þýða símtækið sérstaklega fyrir íslenska notendur. Simply er einungis í boði fyrir viðskiptavini Og Vodafone. Komið til móts við viðskiptavini "Fjölmargir viðskiptavinir okkar hafa áhuga á nýjustu símtækjunum sem búa yfir ýmiss konar aukabúnaði. Hins vegar er stór hópur viðskiptavina sem kýs einfaldari símtæki og hefur aðeins áhuga á því að hringja, taka á móti símtölum og sýsla með SMS. Nú hefur Og Vodafone komið með svarið fyrir slíkan hóp sem gerir þeim kleift að vera í góðu sambandi við fjölskyldu og vini með einföldum hætti," segir Gísli Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi hjá Og Vodafone. Með þarfir notanda í huga Simply hefur vakið mikla athygli þar sem Vodafone hefur kynnt símtækið til sögunnar, svo sem í Bretlandi, enda býr það yfir sérstæðri hönnun og hefur einfalt leiðakerfi. Vodafone hefur lagt mikla áherslu á þróun og hönnun símtækja sem hafa einfaldleika að leiðarljósi. Fyrirtækið hefur ennfremur haft viðskiptavini sína með í ráðum. Þeir voru meðal annars inntir eftir því hver væri inn fullkomni sími að þeirra mati. Þrír lykilhnappar Þegar búið var að greina þarfir notanda var ákveðið að hanna farsíma í samvinnu við franska farsímaframleiðandann Sagem. Tvenns konar símtæki voru framleidd í upphafi: Simply Sagem VS1 og Simply Sagem VS2. Bæði símtækin eru með stóra og læsilega skjái. Þá eru þeir með þrjá hnappa fyrir neðan skjáinn sem vísa notanda á upphafsskjá, í tengiliðalista eða í símtöl og SMS. Á hlið símtækjanna eru hnappar til þess að stilla hringistyrk, velja hringingu og til þess að opna og læsa. Sagem VS3, svonefndur samlokusími, er smærri í laginu og því einungis einn hnapp á hliðinni sem notaður er til að velja hringingu. Öll Simply símtækin eiga það hins vegar sameiginlegt að ljós kviknar um leið og notandi missir af símtali eða þegar þeim berst SMS. Með þessum hætti er hægt að láta notanda vita og leiðbeina honum í gegnum þær aðgerðir sem eru fyrir hendi. Leiðbeiningar í símtækinu Ítarlegar leiðbeiningar og ráð eru í Simply sem eiga að auðvelda notendum að læra á símtækin. Notandi getur ýtt á ráð frá upphafsskjámyndinni til þess að fá hvers kyns ráðleggingar. Hann getur einnig fundið leiðbeiningar í öðrum valmyndum hvarvetna í Símply símtækinu. Simply þjónustuleið - Eitt verð Gjaldskrá fyrir Simply er jafnframt með einföldu sniði, einungis eitt verð hvort sem hringt er í GSM eða fastlínu innan og utan kerfis. Það sama er að segja um SMS sendingar. Viðskiptavinir geta ráðið því hvort þeir velja Simply þjónustuleið eða hefðbundna gjaldskrá Og Vodafone. Þá hefur Og Vodafone sérþjálfað starfsfólk í verslunum sínum til þess að leiðbeina notendum um notkunarmöguleika símtækisins. Jafnframt geta viðskiptavinir hringt í þjónustuver Og Vodafone í síma 1414 til þess að fá frekari upplýsingar.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira