Lýsir eftir baráttuanda 15. október 2005 00:01 Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem einnig býður sig fram, sagði íslenskt samfélag einkennast af bjartsýni, og áræðni væri afrakstur pólitískra ákvarðana sem margar hverjar hefðu verið umdeildar. Kristján Þór sagði, þegar hann ávarpaði Landsfund Sjálfstæðisflokksins í dag, að í mörgum æðstu embættum flokksins væri fólk með bein eða óbein tengsl inn á Alþingi. Hann teldi það til bóta ef þar kæmu einnig við sögu einstaklingar með annan bakgrunn, til dæmis áralanga reynslu af sveitastjórnun eða atvinnulífi. Vissulega væri gott fólk í framboði en hann furðaði sig á því að einungis þrjár manneskjur skildu bjóða sig fram til embættis formanns og varaformanns. „Þarf þessi flokkur ekki á nýju blóði í forystusveitina að halda?“ spurði Kristján. Líkt og verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins skaut Þorgerður Katrín einnig föstum skotum að Baugi og fjölmiðlum í eigu fyrirtækisins. Hún sagði það ekki mega gerast að þau öfl komist hér til valda sem gætu kippt Íslendingum aftur inn í fortíðina á örskömmum tíma. Inn í fortíð sem einkenndist af ríkisforsjá, efnahagsstjórn sem byggði á handafli og hömlulausri trú á boð og bönn sem heftu framtak einstaklinganna. „En við sjálfstæðismenn verðum að hafa hugfast að auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð. Ábyrgð sem verður að ná til fyrirtækja og fjölmiðla. Sagan sýnir okkur að án almennra leikreglna er hætta á að markaðsráðandi aðilar misbeiti valdi sínu, hvort sem er í viðskiptum eða á fjölmiðlum. Rétt eins og frelsi er afl framfara, er einokun það mein sem forðast verður,“ sagði Þorgerður Katrín. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem einnig býður sig fram, sagði íslenskt samfélag einkennast af bjartsýni, og áræðni væri afrakstur pólitískra ákvarðana sem margar hverjar hefðu verið umdeildar. Kristján Þór sagði, þegar hann ávarpaði Landsfund Sjálfstæðisflokksins í dag, að í mörgum æðstu embættum flokksins væri fólk með bein eða óbein tengsl inn á Alþingi. Hann teldi það til bóta ef þar kæmu einnig við sögu einstaklingar með annan bakgrunn, til dæmis áralanga reynslu af sveitastjórnun eða atvinnulífi. Vissulega væri gott fólk í framboði en hann furðaði sig á því að einungis þrjár manneskjur skildu bjóða sig fram til embættis formanns og varaformanns. „Þarf þessi flokkur ekki á nýju blóði í forystusveitina að halda?“ spurði Kristján. Líkt og verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins skaut Þorgerður Katrín einnig föstum skotum að Baugi og fjölmiðlum í eigu fyrirtækisins. Hún sagði það ekki mega gerast að þau öfl komist hér til valda sem gætu kippt Íslendingum aftur inn í fortíðina á örskömmum tíma. Inn í fortíð sem einkenndist af ríkisforsjá, efnahagsstjórn sem byggði á handafli og hömlulausri trú á boð og bönn sem heftu framtak einstaklinganna. „En við sjálfstæðismenn verðum að hafa hugfast að auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð. Ábyrgð sem verður að ná til fyrirtækja og fjölmiðla. Sagan sýnir okkur að án almennra leikreglna er hætta á að markaðsráðandi aðilar misbeiti valdi sínu, hvort sem er í viðskiptum eða á fjölmiðlum. Rétt eins og frelsi er afl framfara, er einokun það mein sem forðast verður,“ sagði Þorgerður Katrín.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira