Haukar lögðu HK 6. október 2005 00:01 Íslandsmeistarar Hauka urðu fyrstir til að vinna nýliða HK í vetur en Haukakonur unnu ellefu marka sigur í leik liðanna í DHL-deild kvenna á Ásvöllum í gær, 43-32. HK-liðið hafði í fullu tré við Hauka í sóknarleiknum en gekk illa að eiga við þær í vörninni auk þess sem Haukar skoruðu 17 marka sinna úr hraðaupphlaupum. Haukar höfðu sex mörk yfir í hálfleik, 22-16, og höfðu nokkuð góð tök á leiknum allan tímann þó svo að HK-liðið hafi aldrei gefist upp. Arna Sif Pálsdóttir vakti mikla athygli hjá hinu unga HK--liðið en þessi 17 ára stóri og sterki línumaður skoraði 13 mörk í gær. Hún var þó ekki alveg nóg ánægð með leik sinn í leikslok. "Auðvitað var þetta erfitt því þær eru náttúrulega miklu reynslumeiri en við. Við vorum búnar að æfa vörnina mikið fyrir leikinn en við verðum bara gera betur þar næst. Sóknin var kannski allt í lagi hjá mér og vítin góð en varnarleikurinn minn var ekki nægilega góður. Þetta var flott að fá að spila við svona sterkt lið, við vissum að þær væru fljótar fram en við gátum bara ekki stoppað þær meira. Við verðum einhvern á toppnum," sagði Arna Sif ákveðin á svip og greinilegt að hún sem og aðrar stelpur í HK-liðinu ætla sér langt. Auksé Vysniauskaité er samt burðarrásinn í HK-liðinu en þessi snjalli leikstjórnandi var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í gær. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var búinn að skora 10 mörk í hálfleik en endaði með 13 mörk eins og Arna Sif. Hanna Guðrún er ánægð með byrjun Hauka í vetur. "Við byrjuðum aldrei að spila vörn í þessum leik og áttum í miklum erfiðleikum með miðjumanninn sem er mjög góður líkt og allt þetta HK-lið. Við náðum samt að fá nokkur hraðaupphlaup og það bjargaði deginum í dag," sagði Hanna sem skoraði 6 af 13 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og gerði fleiri slík mörk en allt HK-liðið til samans. "Við ætlum okkur að vera á toppnum eins og hvert annað lið í deildinni. Við erum að bæta okkur með hverjum leiknum og mér finnst við vera betri í dag en við vorum í fyrra. Þetta er hörkulið sem HK er með, það er gaman að horfa á þær, þær eru mjög sprækar og snöggar og verða örugglega með mjög gott lið í framtíðinni," sagði Hanna. Íslenski handboltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka urðu fyrstir til að vinna nýliða HK í vetur en Haukakonur unnu ellefu marka sigur í leik liðanna í DHL-deild kvenna á Ásvöllum í gær, 43-32. HK-liðið hafði í fullu tré við Hauka í sóknarleiknum en gekk illa að eiga við þær í vörninni auk þess sem Haukar skoruðu 17 marka sinna úr hraðaupphlaupum. Haukar höfðu sex mörk yfir í hálfleik, 22-16, og höfðu nokkuð góð tök á leiknum allan tímann þó svo að HK-liðið hafi aldrei gefist upp. Arna Sif Pálsdóttir vakti mikla athygli hjá hinu unga HK--liðið en þessi 17 ára stóri og sterki línumaður skoraði 13 mörk í gær. Hún var þó ekki alveg nóg ánægð með leik sinn í leikslok. "Auðvitað var þetta erfitt því þær eru náttúrulega miklu reynslumeiri en við. Við vorum búnar að æfa vörnina mikið fyrir leikinn en við verðum bara gera betur þar næst. Sóknin var kannski allt í lagi hjá mér og vítin góð en varnarleikurinn minn var ekki nægilega góður. Þetta var flott að fá að spila við svona sterkt lið, við vissum að þær væru fljótar fram en við gátum bara ekki stoppað þær meira. Við verðum einhvern á toppnum," sagði Arna Sif ákveðin á svip og greinilegt að hún sem og aðrar stelpur í HK-liðinu ætla sér langt. Auksé Vysniauskaité er samt burðarrásinn í HK-liðinu en þessi snjalli leikstjórnandi var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í gær. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var búinn að skora 10 mörk í hálfleik en endaði með 13 mörk eins og Arna Sif. Hanna Guðrún er ánægð með byrjun Hauka í vetur. "Við byrjuðum aldrei að spila vörn í þessum leik og áttum í miklum erfiðleikum með miðjumanninn sem er mjög góður líkt og allt þetta HK-lið. Við náðum samt að fá nokkur hraðaupphlaup og það bjargaði deginum í dag," sagði Hanna sem skoraði 6 af 13 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og gerði fleiri slík mörk en allt HK-liðið til samans. "Við ætlum okkur að vera á toppnum eins og hvert annað lið í deildinni. Við erum að bæta okkur með hverjum leiknum og mér finnst við vera betri í dag en við vorum í fyrra. Þetta er hörkulið sem HK er með, það er gaman að horfa á þær, þær eru mjög sprækar og snöggar og verða örugglega með mjög gott lið í framtíðinni," sagði Hanna.
Íslenski handboltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sjá meira