Tíminn og efnið 2. október 2005 00:01 Þremenningarnir sem undirbjuggu kæruna á hendur Baugi – Jón Steinar Gunnlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Styrmir Gunnarsson – hafa undanfarna daga reynt að skýra sinn hlut í málinu. Í þeim “útskýringum” stendur ekki steinn yfir steini þegar grannt er skoðað. Kjartans þáttur Kjartan Gunnarsson segist hafa átt fund með Styrmi og Jón Steinari “um mánaðamótin júní/júlí” 2002, til að ræða “hæfi og hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns Sullenbergers. Þetta stenzt ekki lágmarksskoðun, hvorki fundarefnið né tímasetningin. Við vitum að það er ósatt að þeir hafi þurft að ræða “hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns. Styrmir staðfesti það sjálfur. En þurfti að ræða “hæfi” hans? Og hvað merkir það þá? Hvernig gat hann hugsanlega verið vanhæfur? Eini vafinn um “hæfi” í þessu tilviki hlýtur að vakna vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn og forsætisráðherra. En bíðum við – hvernig tengjast forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn kæru einstaklings á hendur fyrrum viðskiptafélögum? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt það? Og ekki hjálpar tímasetningin. Hvers vegna í ósköpunum ættu mennirnir að vera að ræða þetta um mánaðamótin júní/júlí, þegar búið var að bjóða Jón Steinar fram sem lögmann Sullenbergers strax í maí? Og beðið þá þegar með óþreyju eftir því að hann “taki tilboði Jóns Steinars” og “þiggi aðstoð” hans? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt þetta? Og ætlast Kjartan Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Styrmis þáttur Helzta skýring Stymis á afskiptum hans og greiðasemi við Sullenberger er sú, að hann og Morgunblaðið hafi alltaf hjálpað lítilmagnanum. Undir þetta tekur stjórnarformaður Árvakurs. Þetta stenzt heldur ekki skoðun, hvorki efni né tímasetningar. Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður hefur upplýst hvaða skjöl það voru, sem hann þýddi að beiðni Styrmis. Það voru tvær fréttir úr Morgunblaðinu, önnur um innrásina í Baug í ágúst 2002, hin um afsagnir úr stjórn Baugs í marz 2003. Skoðum þessar tímasetningar. Þetta gerðist ekki á meðan Sullenberger var enn að undirbúa kærur og þurfti á aðstoð að halda, eins og Styrmir sagði. Hálfu ári eftir að Sullenberger kærir er Styrmir ennþá að hjálpa honum (og raunar líka mánuði eftir að hann skrifaði yfirlætisfullan leiðara um “dylgjur” Ingibjargar Sólrúnar um óeðlileg afskipti stjórnmálamanna af einkafyrirtækjum). Þetta er líka hálfu ári eftir að Sullenberger og Baugur semja í einkamálinu, sem færði Sullenberger 120 milljónir, aftur að sögn Styrmis. Var það sá lítilmagni sem þurfti á aðstoð Morgunblaðsins að halda vegna fjárskorts? Ætlast Styrmir Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Jóns þáttur Steinars Hæstaréttardómarinn lýsti því yfir að Sullenberger hefði haft samband við hann óforvarendis, eins og hver annar borgari, “sumarið 2002” og Jón Steinar hefði tekið að sér “venjuleg lögmannsstörf” fyrir hann. Enn þvælast bæði efni og tímasetningar fyrir sannleikanum. Í tölvubréfum kemur fram að aðstoð Jóns Steinars hafi verið boðin fram – ekki falazt eftir henni – snemma í maí 2002. Var það gert að honum forspurðum? Hafði hann ekkert heyrt af málinu? Hafði hann ekki samþykkt að taka það sér? Getur Jón Steinar útskýrt þetta? Og ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju þurfti hann að funda með framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins um þau? Ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju skipti þá máli ófrávíkjanlegur og innmúraður trúnaður Jóns Steinars við “ónefndan”? Hvernig tengdust Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson þessum “venjulegu lögmannsstörfum”? Ætlast Jón Steinar Gunnlaugsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Karl Th. Birgisson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Þremenningarnir sem undirbjuggu kæruna á hendur Baugi – Jón Steinar Gunnlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Styrmir Gunnarsson – hafa undanfarna daga reynt að skýra sinn hlut í málinu. Í þeim “útskýringum” stendur ekki steinn yfir steini þegar grannt er skoðað. Kjartans þáttur Kjartan Gunnarsson segist hafa átt fund með Styrmi og Jón Steinari “um mánaðamótin júní/júlí” 2002, til að ræða “hæfi og hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns Sullenbergers. Þetta stenzt ekki lágmarksskoðun, hvorki fundarefnið né tímasetningin. Við vitum að það er ósatt að þeir hafi þurft að ræða “hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns. Styrmir staðfesti það sjálfur. En þurfti að ræða “hæfi” hans? Og hvað merkir það þá? Hvernig gat hann hugsanlega verið vanhæfur? Eini vafinn um “hæfi” í þessu tilviki hlýtur að vakna vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn og forsætisráðherra. En bíðum við – hvernig tengjast forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn kæru einstaklings á hendur fyrrum viðskiptafélögum? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt það? Og ekki hjálpar tímasetningin. Hvers vegna í ósköpunum ættu mennirnir að vera að ræða þetta um mánaðamótin júní/júlí, þegar búið var að bjóða Jón Steinar fram sem lögmann Sullenbergers strax í maí? Og beðið þá þegar með óþreyju eftir því að hann “taki tilboði Jóns Steinars” og “þiggi aðstoð” hans? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt þetta? Og ætlast Kjartan Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Styrmis þáttur Helzta skýring Stymis á afskiptum hans og greiðasemi við Sullenberger er sú, að hann og Morgunblaðið hafi alltaf hjálpað lítilmagnanum. Undir þetta tekur stjórnarformaður Árvakurs. Þetta stenzt heldur ekki skoðun, hvorki efni né tímasetningar. Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður hefur upplýst hvaða skjöl það voru, sem hann þýddi að beiðni Styrmis. Það voru tvær fréttir úr Morgunblaðinu, önnur um innrásina í Baug í ágúst 2002, hin um afsagnir úr stjórn Baugs í marz 2003. Skoðum þessar tímasetningar. Þetta gerðist ekki á meðan Sullenberger var enn að undirbúa kærur og þurfti á aðstoð að halda, eins og Styrmir sagði. Hálfu ári eftir að Sullenberger kærir er Styrmir ennþá að hjálpa honum (og raunar líka mánuði eftir að hann skrifaði yfirlætisfullan leiðara um “dylgjur” Ingibjargar Sólrúnar um óeðlileg afskipti stjórnmálamanna af einkafyrirtækjum). Þetta er líka hálfu ári eftir að Sullenberger og Baugur semja í einkamálinu, sem færði Sullenberger 120 milljónir, aftur að sögn Styrmis. Var það sá lítilmagni sem þurfti á aðstoð Morgunblaðsins að halda vegna fjárskorts? Ætlast Styrmir Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Jóns þáttur Steinars Hæstaréttardómarinn lýsti því yfir að Sullenberger hefði haft samband við hann óforvarendis, eins og hver annar borgari, “sumarið 2002” og Jón Steinar hefði tekið að sér “venjuleg lögmannsstörf” fyrir hann. Enn þvælast bæði efni og tímasetningar fyrir sannleikanum. Í tölvubréfum kemur fram að aðstoð Jóns Steinars hafi verið boðin fram – ekki falazt eftir henni – snemma í maí 2002. Var það gert að honum forspurðum? Hafði hann ekkert heyrt af málinu? Hafði hann ekki samþykkt að taka það sér? Getur Jón Steinar útskýrt þetta? Og ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju þurfti hann að funda með framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins um þau? Ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju skipti þá máli ófrávíkjanlegur og innmúraður trúnaður Jóns Steinars við “ónefndan”? Hvernig tengdust Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson þessum “venjulegu lögmannsstörfum”? Ætlast Jón Steinar Gunnlaugsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Karl Th. Birgisson
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun