Vodafone býður nú Mobile Connect 29. september 2005 00:01 Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Kortið notar GPRS/EDGE til þess að tengjast Netinu en Og Vodafone ætlar að ljúka innleiðingu á EDGE á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok. Erlendis notar Mobile Connect annað hvort GPRS eða EDGE og velur sjálfkrafa EDGE ef það býst. Flutningshraði í GSM kerfi Og Vodafone margfaldast með EDGE (Enhanced Data Rates for Global Evolution), en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s. Til samanburðar er flutningshraði með GPRS (General Packet Radio Service) allt að því 52 kb/s í GSM kerfinu. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnd kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með Vodafone Mobile Connect er auðvelt að skoða tölvupóst, tengjast VPN vinnuhliði eða vafra á Netinu. Vodafone Mobile Connect nýtist einkum þeim sem eru á ferðalagi eða í viðskiptaferðum og vilja eiga þess kost að tengjast óháð stað og stund. "Enginn kostnaður er vegna notkunar á kortinu í formi mínútugjalda heldur einungis þegar póstur eða gögn eru sótt. Kortið er því lítill kostnaðarauki fyrir notendur," segir Kolbeinn Einarsson, deildarstjóri Vörumótunar hjá Og Vodafone. Hann segir að tæknin komi mörgum að góðum notum, svo sem fólki á ferðalögum. Kolbeinn segir ennfremur að sambandið náist víða og lítil fyrirstaða fyrir notendur að fara á Netið. Vodafone Mobile Connect er afurð Vodafone Group í Bretlandi en flest önnur Vodafone félög erlendis hafa tekið eða eru að taka kortið í notkun. Gert er ráð fyrir að kortið verði staðalbúnaður í fartölvum þegar fram líða stundir. Kolbeinn segir að kortið hafi slegið í gegn hjá viðskiptavinum Vodafone erlendis og hann sé sannfærður um að það eigi eftir að verða mikið notað hjá viðskiptavinum Og Vodafone hér á landi. Vodafone Mobile Connect virkar fyrir Mac-fartölvur sem aðrar tegundir fartölva sem keyra á Windows stýrikerfi. Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Kortið notar GPRS/EDGE til þess að tengjast Netinu en Og Vodafone ætlar að ljúka innleiðingu á EDGE á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok. Erlendis notar Mobile Connect annað hvort GPRS eða EDGE og velur sjálfkrafa EDGE ef það býst. Flutningshraði í GSM kerfi Og Vodafone margfaldast með EDGE (Enhanced Data Rates for Global Evolution), en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s. Til samanburðar er flutningshraði með GPRS (General Packet Radio Service) allt að því 52 kb/s í GSM kerfinu. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnd kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með Vodafone Mobile Connect er auðvelt að skoða tölvupóst, tengjast VPN vinnuhliði eða vafra á Netinu. Vodafone Mobile Connect nýtist einkum þeim sem eru á ferðalagi eða í viðskiptaferðum og vilja eiga þess kost að tengjast óháð stað og stund. "Enginn kostnaður er vegna notkunar á kortinu í formi mínútugjalda heldur einungis þegar póstur eða gögn eru sótt. Kortið er því lítill kostnaðarauki fyrir notendur," segir Kolbeinn Einarsson, deildarstjóri Vörumótunar hjá Og Vodafone. Hann segir að tæknin komi mörgum að góðum notum, svo sem fólki á ferðalögum. Kolbeinn segir ennfremur að sambandið náist víða og lítil fyrirstaða fyrir notendur að fara á Netið. Vodafone Mobile Connect er afurð Vodafone Group í Bretlandi en flest önnur Vodafone félög erlendis hafa tekið eða eru að taka kortið í notkun. Gert er ráð fyrir að kortið verði staðalbúnaður í fartölvum þegar fram líða stundir. Kolbeinn segir að kortið hafi slegið í gegn hjá viðskiptavinum Vodafone erlendis og hann sé sannfærður um að það eigi eftir að verða mikið notað hjá viðskiptavinum Og Vodafone hér á landi. Vodafone Mobile Connect virkar fyrir Mac-fartölvur sem aðrar tegundir fartölva sem keyra á Windows stýrikerfi.
Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira