Ungu stelpurnar standa sig vel 28. september 2005 00:01 Kvennalið HK í handboltanum er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki en hefur komið flestum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leiki sína í DHL-deild kvenna. HK vann Gróttu 30-26 á laugardaginn og fylgdi því síðan eftir með tíu marka sigri á Fram, 30-20, á þriðjudagskvöldið. "Við bjuggum okkur vel undir þessa tvo leiki og lögðum mikla áherslu á þessa tvo heimaleiki. Allar götur síðan ég sá leikjaniðuröðina ætlaði ég að vinna þessu tvo fyrstu leiki. Okkur var spáð neðar en þessi lið en vissum að við gætum betur," sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari kvennaliðs HK. "Það var tekin ákvörðun síðasta vor um að taka þátt í vetur og við tókum þessa ákvörðun í samráði við stelpurnar. Það hjálpar líka að vera með tvo útlendinga og ég er ótrúlega heppin með þær og þá sérstaklega félagslega. Þær eru duglegar að leiðbeina stelpunum og það skiptir rosalega miklu máli að vera ekki með einhverja útlendinga sem eru erfiðir í umgengni." Hinn 17 ára gamli markvörður liðsins hefur varið frábærlega í fyrstu tveimur leikjunum, samtals 48 skot eða 24 skot að meðaltali. Kolbrún varði 60% skota Framliðsins á þriðjudaginn. "Það voru einhverjir hissa á því að ég ætlaði ekki að kaupa markmann en ég er með tvo mjög góða markmenn," segir Díana aðspurð um Kolbrúnu."Það er annars alltaf einhver stelpa sem kemur fram og klárar fyrir okkur þessa leiki og það er aldrei sami leikmaðurinn. Þær hafa traust okkar á bekknum. Þær vita það að leikurinn gengur út á að það eru gerð mistök og við verðum leyfa þeim að gera mistök og læra af þeim og þroskast sem leikmenn. Þess vegna eru þær líka óhræddar að taka af skarið," segir Díana. HK-liðið teflir fram tveimur útlendingum, Auksé Vysniauskaité og Tatjönu Zukovsku, og bera þær vissulega aðalábyrgðina í leik liðsins en það var skemmtilegt að sjá hvernig ungu stelpurnar leystu það vel þegar Framliðið tók þessar tvær úr umferð. Þar fór fremst örvhenti hornamaðurinn Rut Jónsdóttir sem á enn eftir að fagna 15. afmælisdegi sínum. Rut skoraði 7 mörk úr 8 skotum í seinni hálfleiknum og sýndi að þar er landsliðskona framtíðarinnar á ferðinni. Systir hennar Auður, sem er tveimur árum eldri, sýndi einnig góð tilþrif og þá sérstaklega á lokakafla fyrsta leiksins þar sem hún skoraði flest af sínum sex mörkum í þeim leik. "Við vorum búin að setja okkur ákveðin markmið og við höldum okkur við þau. Nú verður maður bara að vera þolinmóður því nú reynir á okkur í næsta leik sem er gegn Íslandsmeisturum Hauka," sagði Díana að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira
Kvennalið HK í handboltanum er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki en hefur komið flestum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leiki sína í DHL-deild kvenna. HK vann Gróttu 30-26 á laugardaginn og fylgdi því síðan eftir með tíu marka sigri á Fram, 30-20, á þriðjudagskvöldið. "Við bjuggum okkur vel undir þessa tvo leiki og lögðum mikla áherslu á þessa tvo heimaleiki. Allar götur síðan ég sá leikjaniðuröðina ætlaði ég að vinna þessu tvo fyrstu leiki. Okkur var spáð neðar en þessi lið en vissum að við gætum betur," sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari kvennaliðs HK. "Það var tekin ákvörðun síðasta vor um að taka þátt í vetur og við tókum þessa ákvörðun í samráði við stelpurnar. Það hjálpar líka að vera með tvo útlendinga og ég er ótrúlega heppin með þær og þá sérstaklega félagslega. Þær eru duglegar að leiðbeina stelpunum og það skiptir rosalega miklu máli að vera ekki með einhverja útlendinga sem eru erfiðir í umgengni." Hinn 17 ára gamli markvörður liðsins hefur varið frábærlega í fyrstu tveimur leikjunum, samtals 48 skot eða 24 skot að meðaltali. Kolbrún varði 60% skota Framliðsins á þriðjudaginn. "Það voru einhverjir hissa á því að ég ætlaði ekki að kaupa markmann en ég er með tvo mjög góða markmenn," segir Díana aðspurð um Kolbrúnu."Það er annars alltaf einhver stelpa sem kemur fram og klárar fyrir okkur þessa leiki og það er aldrei sami leikmaðurinn. Þær hafa traust okkar á bekknum. Þær vita það að leikurinn gengur út á að það eru gerð mistök og við verðum leyfa þeim að gera mistök og læra af þeim og þroskast sem leikmenn. Þess vegna eru þær líka óhræddar að taka af skarið," segir Díana. HK-liðið teflir fram tveimur útlendingum, Auksé Vysniauskaité og Tatjönu Zukovsku, og bera þær vissulega aðalábyrgðina í leik liðsins en það var skemmtilegt að sjá hvernig ungu stelpurnar leystu það vel þegar Framliðið tók þessar tvær úr umferð. Þar fór fremst örvhenti hornamaðurinn Rut Jónsdóttir sem á enn eftir að fagna 15. afmælisdegi sínum. Rut skoraði 7 mörk úr 8 skotum í seinni hálfleiknum og sýndi að þar er landsliðskona framtíðarinnar á ferðinni. Systir hennar Auður, sem er tveimur árum eldri, sýndi einnig góð tilþrif og þá sérstaklega á lokakafla fyrsta leiksins þar sem hún skoraði flest af sínum sex mörkum í þeim leik. "Við vorum búin að setja okkur ákveðin markmið og við höldum okkur við þau. Nú verður maður bara að vera þolinmóður því nú reynir á okkur í næsta leik sem er gegn Íslandsmeisturum Hauka," sagði Díana að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira