Fagmennska hjá RLS? 22. september 2005 00:01 Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (RLS), hefur verið sendur út af örkinni af yfirmönnum sínum, þeim Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, saksóknara embættisins, til að verja rannsóknaraðferðir og vinnubrögð embættisins við rannsókn og ákæru í svokölluðu "Baugsmáli". Arnar hefur í viðtölum við RÚV, Stöð 2 og fleiri fjölmiðla í dag og í gær einkum lagt áherslu á tvennt, heiðarleika og fagmennsku embættisins. Varðandi fagmennskuna liggur fyrir lögfræðileg álitsgerð Jónatans Þórmundssonar, prófessors í refsirétti, um rannsóknaraðferðirnar, dags. 7. apríl 2005. Í sem skemmstu máli er niðurstaða hans sú að fyrirtækið Baugur Group hf. "sé fremur fórnarlamb lögregluaðgerða en lögbrota af hálfu stjórnenda sinna". Bendir hann m.a. á hve harkalegar og óvægnar fyrstu rannsóknaraðgerðir voru, "allt byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings, sem bersýnilega bar keim af hefndaraðgerð." Hér hafi ekki verið gætt hins gullna meðalvegar, sem gilda skuli um lögregluaðgerðir, að þær séu hófsamlegar og gangi ekki lengra en þörf krefur. Þær skuli einkennast af fyllstu hlutlægni og réttsýni, bæði gagnvart sakborningum og vitnum. Jónatan bendir á hæpinn sakfellingargrundvöll í sinni álitsgerð og að sönnun hljóti að vera óhugsandi í veigamiklum atriðum gegn rökstuddum skýringum sakborninga og skjalfestum sönnunargögnum. Jónatan dregur fram margháttaða annmarka á rannsóknarferlinu og rýra eftirtekju rannsóknarinnar að því er sakarefni varðar. Þrátt fyrir að Jónatan telji í álitsgerð sinni mjög litlar líkur á sakfellingu telji hann miklar líkur til þess, að blásið verði til umfangsmikillar málssóknar við birtingu ákæru af hálfu RLS. Því valdi einkum þrennt: A) Samkrull lögreglu og ákæruvalds. Sami einstaklingur taki ákvarðanir um rannsóknaraðgerðir og málshöfðun. Ákæruvaldið sé því gegnsýrt af einhliða rannsóknarsjónarmiðum en nauðsynlegt endurmat sakarefna fari ekki fram. B) Langt rannsóknarferli muni leiða til þess að ákæran mótist af tímaþáttum og sýndarárangri. C) Allt rannsóknarferlið bendir til óvenjumikils ákafa og hörku RLS að ná "árangri" í málinu og talsvert hafi vottað fyrir öfugsnúinni afstöðu RLS til grundvallarreglnanna um sönnunarbyrði ákæruvalds og um sakleysi grunaðs manns uns sekt hans er sönnuð. Aðrir, og þar á meðal undirritaður, hafa tilgreint eftirtalda misbresti á framkvæmd rannsóknarinnar: A) Tafir og hægagang sem valdið hefur öllum hlutaðeigandi ómældu tjóni og óþægindum. B) Óvissu um hvað undirrituðum og öðrum sé raunverulega gefið að sök eða hvernig ákveðnar athafnir geta fallið undir alvarlegar ásakanir RLS. Þetta atriði hefur nú m.a. leitt til frávísunar málsins frá Héraðsdómi Reykjavíkur. C) Sífellt ný og ný sakarefni voru tínd upp úr gögnum félagsins og engar upplýsingar gefnar á rannsóknartímanum um það hvaða ásakanir yrðu bornar fram á hendur sakborningum. Mánuðum og árum saman mátti ég þola að frétta útí bæ af yfirheyrslum yfir einstaklingum um sakarefni, sem ekki voru kynnt mér fyrr en örfáum dögum fyrir útgáfu ákærunnar. Nú kemur Arnar Jensson fram og lýsir því yfir að fyllstu fagmennsku hafi verið gætt og lýsir sjálfum sér og öðrum starfsmönnum embættisins sem "heiðarlegum" fagmönnum. Í ljósi reynslu minnar verð ég að mótmæla slíkum ummælum Arnars. Auk framangreindra atriða má í þessu sambandi benda á eftirfarandi: -RLS ákvað að gera innrás í höfuðstöðvar Baugs á grundvelli þriggja daga yfirheyrslu yfir einu vitni og skjala, en strax í upphafi kom í ljós að RLS hafði ekki áttað sig á grundvallaratriðum um eðli þessara gagna. Þeir virtust þannig ekki þekkja muninn á debet og kredit. Er þetta fagmennska? -RLS horfði aldrei til gagna sem sakborningar, Baugur Group, lögmenn eða endurskoðendur lögðu fram, tóku ekki ekki mark á skýringum þeirra, jafnvel þótt þær væru trúverðugar og studdar skjalfestum gögnum. Ber þetta vott um fagmennsku? -Dæmi eru um að rannsóknarmenn RLS báru villandi upplýsingar milli vitna og sakborninga og reyndu þannig að hafa áhrif á framburð þeirra. Ber það vott um heiðarleika? -Ítrekað kom fram að rannsóknarmenn kunnu lítil skil á bókhaldi og viðskiptum, t.d. vaxtaútreikningi. Einnig er ljóst að endurskoðendur RLS höfðu ekki undir höndum öll skjöl sem Baugur Group hafði lagt fram hjá RLS. Svo virðist sem RLS hafi aðeins tínt til þau gögn sem studdu fyrirframgefna niðurstöðu. Ber þetta vott um heiðarleika eða fagmennsku? -Rannsóknin lá niðri um margra vikna skeið á meðan líkfundarmálið svokallaða í Neskaupstað var til rannsóknar, en Arnar Jensson stjórnaði þeirri rannsókn sem kunngt er. Í framhaldi af því má spyrja í hverju hans sérþekking felist? -Loks liggur fyrir að Héraðsdómur Reykjavíkur treystir sér ekki til að dæma á grundvelli ákæru RLS sem hvílir á þriggja ára rannsókn, sem kostað hefur ómælda fjármuni fyrir skattborgarana svo ekki sé minnst á þá raun og fjárhagslegt tjón sem sakborningar og Baugur Group hf. og eigendur þess hafa orðið fyrir. Ég óska engum þess að þola slíka meðferð. Ég tel að það beri vott um fífldirfsku af Arnari Jenssyni að koma fram með þeim hætti sem hann hefur gert, berja sér á brjóst og lýsa eigin ágæti og yfirmanna sinna. Hvar eru Haraldur og Jón H. B.? Leggja þeir ekki á foraðið? Þetta gerir Arnar þrátt fyrir að fyrir liggi framangreind álitsgerð Jónatans Þórmundssonar sem nú hefur aldeilis komið í ljós að átti svo sannarlega við rök að styðjast með vísan í niðurstöðu þriggja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Sama hver niðurstaða Hæstaréttar verður, það liggur fyrir að hjá RLS eru stunduð óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð sem nú hitta þessa heiðursmenn fyrir og þeir kveinka sér undan. Það haushögg almenningsálitsins er miklu harðara og verra en það haushögg sem þeir hafa óttast frá þeim yfirvöldum í landinu sem raunverulega bera ábyrgð á rannsókninni. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (RLS), hefur verið sendur út af örkinni af yfirmönnum sínum, þeim Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, saksóknara embættisins, til að verja rannsóknaraðferðir og vinnubrögð embættisins við rannsókn og ákæru í svokölluðu "Baugsmáli". Arnar hefur í viðtölum við RÚV, Stöð 2 og fleiri fjölmiðla í dag og í gær einkum lagt áherslu á tvennt, heiðarleika og fagmennsku embættisins. Varðandi fagmennskuna liggur fyrir lögfræðileg álitsgerð Jónatans Þórmundssonar, prófessors í refsirétti, um rannsóknaraðferðirnar, dags. 7. apríl 2005. Í sem skemmstu máli er niðurstaða hans sú að fyrirtækið Baugur Group hf. "sé fremur fórnarlamb lögregluaðgerða en lögbrota af hálfu stjórnenda sinna". Bendir hann m.a. á hve harkalegar og óvægnar fyrstu rannsóknaraðgerðir voru, "allt byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings, sem bersýnilega bar keim af hefndaraðgerð." Hér hafi ekki verið gætt hins gullna meðalvegar, sem gilda skuli um lögregluaðgerðir, að þær séu hófsamlegar og gangi ekki lengra en þörf krefur. Þær skuli einkennast af fyllstu hlutlægni og réttsýni, bæði gagnvart sakborningum og vitnum. Jónatan bendir á hæpinn sakfellingargrundvöll í sinni álitsgerð og að sönnun hljóti að vera óhugsandi í veigamiklum atriðum gegn rökstuddum skýringum sakborninga og skjalfestum sönnunargögnum. Jónatan dregur fram margháttaða annmarka á rannsóknarferlinu og rýra eftirtekju rannsóknarinnar að því er sakarefni varðar. Þrátt fyrir að Jónatan telji í álitsgerð sinni mjög litlar líkur á sakfellingu telji hann miklar líkur til þess, að blásið verði til umfangsmikillar málssóknar við birtingu ákæru af hálfu RLS. Því valdi einkum þrennt: A) Samkrull lögreglu og ákæruvalds. Sami einstaklingur taki ákvarðanir um rannsóknaraðgerðir og málshöfðun. Ákæruvaldið sé því gegnsýrt af einhliða rannsóknarsjónarmiðum en nauðsynlegt endurmat sakarefna fari ekki fram. B) Langt rannsóknarferli muni leiða til þess að ákæran mótist af tímaþáttum og sýndarárangri. C) Allt rannsóknarferlið bendir til óvenjumikils ákafa og hörku RLS að ná "árangri" í málinu og talsvert hafi vottað fyrir öfugsnúinni afstöðu RLS til grundvallarreglnanna um sönnunarbyrði ákæruvalds og um sakleysi grunaðs manns uns sekt hans er sönnuð. Aðrir, og þar á meðal undirritaður, hafa tilgreint eftirtalda misbresti á framkvæmd rannsóknarinnar: A) Tafir og hægagang sem valdið hefur öllum hlutaðeigandi ómældu tjóni og óþægindum. B) Óvissu um hvað undirrituðum og öðrum sé raunverulega gefið að sök eða hvernig ákveðnar athafnir geta fallið undir alvarlegar ásakanir RLS. Þetta atriði hefur nú m.a. leitt til frávísunar málsins frá Héraðsdómi Reykjavíkur. C) Sífellt ný og ný sakarefni voru tínd upp úr gögnum félagsins og engar upplýsingar gefnar á rannsóknartímanum um það hvaða ásakanir yrðu bornar fram á hendur sakborningum. Mánuðum og árum saman mátti ég þola að frétta útí bæ af yfirheyrslum yfir einstaklingum um sakarefni, sem ekki voru kynnt mér fyrr en örfáum dögum fyrir útgáfu ákærunnar. Nú kemur Arnar Jensson fram og lýsir því yfir að fyllstu fagmennsku hafi verið gætt og lýsir sjálfum sér og öðrum starfsmönnum embættisins sem "heiðarlegum" fagmönnum. Í ljósi reynslu minnar verð ég að mótmæla slíkum ummælum Arnars. Auk framangreindra atriða má í þessu sambandi benda á eftirfarandi: -RLS ákvað að gera innrás í höfuðstöðvar Baugs á grundvelli þriggja daga yfirheyrslu yfir einu vitni og skjala, en strax í upphafi kom í ljós að RLS hafði ekki áttað sig á grundvallaratriðum um eðli þessara gagna. Þeir virtust þannig ekki þekkja muninn á debet og kredit. Er þetta fagmennska? -RLS horfði aldrei til gagna sem sakborningar, Baugur Group, lögmenn eða endurskoðendur lögðu fram, tóku ekki ekki mark á skýringum þeirra, jafnvel þótt þær væru trúverðugar og studdar skjalfestum gögnum. Ber þetta vott um fagmennsku? -Dæmi eru um að rannsóknarmenn RLS báru villandi upplýsingar milli vitna og sakborninga og reyndu þannig að hafa áhrif á framburð þeirra. Ber það vott um heiðarleika? -Ítrekað kom fram að rannsóknarmenn kunnu lítil skil á bókhaldi og viðskiptum, t.d. vaxtaútreikningi. Einnig er ljóst að endurskoðendur RLS höfðu ekki undir höndum öll skjöl sem Baugur Group hafði lagt fram hjá RLS. Svo virðist sem RLS hafi aðeins tínt til þau gögn sem studdu fyrirframgefna niðurstöðu. Ber þetta vott um heiðarleika eða fagmennsku? -Rannsóknin lá niðri um margra vikna skeið á meðan líkfundarmálið svokallaða í Neskaupstað var til rannsóknar, en Arnar Jensson stjórnaði þeirri rannsókn sem kunngt er. Í framhaldi af því má spyrja í hverju hans sérþekking felist? -Loks liggur fyrir að Héraðsdómur Reykjavíkur treystir sér ekki til að dæma á grundvelli ákæru RLS sem hvílir á þriggja ára rannsókn, sem kostað hefur ómælda fjármuni fyrir skattborgarana svo ekki sé minnst á þá raun og fjárhagslegt tjón sem sakborningar og Baugur Group hf. og eigendur þess hafa orðið fyrir. Ég óska engum þess að þola slíka meðferð. Ég tel að það beri vott um fífldirfsku af Arnari Jenssyni að koma fram með þeim hætti sem hann hefur gert, berja sér á brjóst og lýsa eigin ágæti og yfirmanna sinna. Hvar eru Haraldur og Jón H. B.? Leggja þeir ekki á foraðið? Þetta gerir Arnar þrátt fyrir að fyrir liggi framangreind álitsgerð Jónatans Þórmundssonar sem nú hefur aldeilis komið í ljós að átti svo sannarlega við rök að styðjast með vísan í niðurstöðu þriggja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Sama hver niðurstaða Hæstaréttar verður, það liggur fyrir að hjá RLS eru stunduð óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð sem nú hitta þessa heiðursmenn fyrir og þeir kveinka sér undan. Það haushögg almenningsálitsins er miklu harðara og verra en það haushögg sem þeir hafa óttast frá þeim yfirvöldum í landinu sem raunverulega bera ábyrgð á rannsókninni.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira