Taumhald á skepnum! 14. september 2005 00:01 Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, benti á það á morgunverðafundi Viðskiptaráðs Íslands að Seðlabankinn sæti einn að þvi að kæla Íslandsvélina meðan aðrir mokuðu kolum í ofnin. Svo virðist sem verðbólguskotið nú í september hafi vakið marga til umhugsnunar. Það er allavega ljóst að meiri þungi er í umræðunni um hætturnar í efnahagslífinu nú en það var fyrir hálfu ári þegar Viðskiptaráð eða Verslunarráð eins og það hét þá hélt sambærilegan fund. Sömu frummælendur voru á báðum þessum fundum: Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Skýrast mátti greina breytinguna milli þessara sex mánaða á máli Vilhjálms fyrir sex mánuðum var hann fremur gagnrýninn á Seðlabankann fyrir að hækka vextina og styrkja með því krónuna. Nú var tónninn annar, enda ljóst að þenslueinkennin eru skýrari nú og kjarasamningar í uppnámi. Sigurjón viðurkenndi að bankarnir eigi sinn þátt í þenslunni með íbúðalánum sínum. Þegar Íbúðalánasjóður hækkaði hámarkslán sín og hækkaði lánshlutfall sitt var ljóst að sjóðurinn myndi taka til sín umframfjármögnun frá bönkunum. Öllum hlaut að vera ljóst að bankarnir myndu leytast við að svara með einhverjum hætti. Niðurstaðan er auðvitað jákvæð fyrir almenning. Vextir af íbúðalánum hafa lækkað. Tímasetningin var hins vegar afleit og jók enn á þensluna í samfélaginu. Bankarnir kynda því einn ofninn í efnhagsvélinni. Almenningur leggur líka sitt að mörkum. Fyrst var endurfjármagnað og yfirdrátturinn greiddur. Síðan tók við sú tilhugsun að fáránlegt væri að vera með ónýttan yfirdrátt, þegar bílar voru á lágu verði og ódýrt að ferðast til útlanda. Eyðslan var því sett í botn á ný og yfirdrátturinn er nú jafn hár og hann var áður en nýju íbúðalánin komu á markaðinn. Ríkið var líka búið að senda mannskapnum greiðsluloforð í formi skattalækkana. Þá kjarabót ætlar fólk að nota til að lækka yfirdráttinn. Þegar þar að kemur. Maður á reyndar eftir að sjá það gerast. Sveitarfélög hafa svo einnig lagt sitt að mörkum til þenslunnar, enda erfitt að segja nei þegar meiri peningar streyma í kassann. Seðlabankinn stendur því einn í að draga niður í tónlistinni og hægja á partíinu. Hinir eru í miklu stuði, en einhverjir fara kannski að hægja á sér eftir síðasta skot. Kjarasamningar eru í hættu og verðbólguhræðslan gerir vart við sig. Hættulegasti tíminn er hins vegar ekki næstu mánuðir . Árið 2007 verður líklega mesti hættutíminn, en ef að mönnum tekst að hægja á nú og kjarasamningarnir reddast, þá verða sennilega allir búnir að gleyma því fyrir jól. Kyndararnir taka til starfa á ný og Seðlabankinn situr eftir einn á ný og talar út í tómið... Þangað til einhver ketillinn springur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, benti á það á morgunverðafundi Viðskiptaráðs Íslands að Seðlabankinn sæti einn að þvi að kæla Íslandsvélina meðan aðrir mokuðu kolum í ofnin. Svo virðist sem verðbólguskotið nú í september hafi vakið marga til umhugsnunar. Það er allavega ljóst að meiri þungi er í umræðunni um hætturnar í efnahagslífinu nú en það var fyrir hálfu ári þegar Viðskiptaráð eða Verslunarráð eins og það hét þá hélt sambærilegan fund. Sömu frummælendur voru á báðum þessum fundum: Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Skýrast mátti greina breytinguna milli þessara sex mánaða á máli Vilhjálms fyrir sex mánuðum var hann fremur gagnrýninn á Seðlabankann fyrir að hækka vextina og styrkja með því krónuna. Nú var tónninn annar, enda ljóst að þenslueinkennin eru skýrari nú og kjarasamningar í uppnámi. Sigurjón viðurkenndi að bankarnir eigi sinn þátt í þenslunni með íbúðalánum sínum. Þegar Íbúðalánasjóður hækkaði hámarkslán sín og hækkaði lánshlutfall sitt var ljóst að sjóðurinn myndi taka til sín umframfjármögnun frá bönkunum. Öllum hlaut að vera ljóst að bankarnir myndu leytast við að svara með einhverjum hætti. Niðurstaðan er auðvitað jákvæð fyrir almenning. Vextir af íbúðalánum hafa lækkað. Tímasetningin var hins vegar afleit og jók enn á þensluna í samfélaginu. Bankarnir kynda því einn ofninn í efnhagsvélinni. Almenningur leggur líka sitt að mörkum. Fyrst var endurfjármagnað og yfirdrátturinn greiddur. Síðan tók við sú tilhugsun að fáránlegt væri að vera með ónýttan yfirdrátt, þegar bílar voru á lágu verði og ódýrt að ferðast til útlanda. Eyðslan var því sett í botn á ný og yfirdrátturinn er nú jafn hár og hann var áður en nýju íbúðalánin komu á markaðinn. Ríkið var líka búið að senda mannskapnum greiðsluloforð í formi skattalækkana. Þá kjarabót ætlar fólk að nota til að lækka yfirdráttinn. Þegar þar að kemur. Maður á reyndar eftir að sjá það gerast. Sveitarfélög hafa svo einnig lagt sitt að mörkum til þenslunnar, enda erfitt að segja nei þegar meiri peningar streyma í kassann. Seðlabankinn stendur því einn í að draga niður í tónlistinni og hægja á partíinu. Hinir eru í miklu stuði, en einhverjir fara kannski að hægja á sér eftir síðasta skot. Kjarasamningar eru í hættu og verðbólguhræðslan gerir vart við sig. Hættulegasti tíminn er hins vegar ekki næstu mánuðir . Árið 2007 verður líklega mesti hættutíminn, en ef að mönnum tekst að hægja á nú og kjarasamningarnir reddast, þá verða sennilega allir búnir að gleyma því fyrir jól. Kyndararnir taka til starfa á ný og Seðlabankinn situr eftir einn á ný og talar út í tómið... Þangað til einhver ketillinn springur.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun