Leikjum lokið í ensku 10. september 2005 00:01 Leikjunum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Meistarar Chelsea unnu Sunderland nokkuð auðveldlega 2-0 og Manchester liðin skildu jöfn 1-1,í æsilegum grannaslag, eins og reyndar Tottenham og Liverpool í London. Jose Mourinho gerði þrjár skiptingar á liði sínu í kring um hálfleikinn og var greinilega afar ósáttur við spilamennsku sinna manna. Eiður Smári fór útaf fyrir Damien Duff í hálfleiknum, en það voru þeir Geremi og Drogba sem skoruðu mörk Chelsea, sem heldur sínu í toppbaráttunni. Manchester United og Manchester City skildu jöfn 1-1 á Old Trafford. Ruud van Nistelrooy skoraði mark heimamanna í uppbótartíma í fyrri hálfleiknum, en Joey Barton jafnaði fyrir gestina á 75. mínútu og þar við sat. Tottenham og Liverpool skildu jöfn 0-0, þar sem heimamenn réðu ferðinni lengst af, en náðu ekki að nýta sér það og þurftu að sætta sig við jafntefli, gegn hálf döpru liði Liverpool. Bæði lið skoruðu mark í leiknum, en bæði voru þau dæmd réttilega af. Nýliðar Wigan unnu afar mikilvægan útisigur á WBA, 1-2, þar sem Jimmy Bullard var hetja gestanna og skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. Áður hafði David Connolly jafnað leikinn fyrir Wigan, en það var Jonathan Greening sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Newcastle marði stig á heimavelli sínum gegn Fulham, en það var Charles N´Zogbia sem jafnaði leikinn fyrir Newcastle á 78. mínútu, eftir að liðið hafði verið undir bróðurpart leiksins eftir mark Brian McBride á 13. mínútu. Þetta var fyrsta mark norðanmanna á leiktíðinni og ekki hægt að segja að Michael Owen og félagar byrji tímabilið með neinum glæsibrag. Spútniklið síðasta vetrar, Everton, er í bullandi vandræðum það sem af er þessari leiktíð, en í dag lá liðið á heimavelli fyrir Portsmouth 0-1. Það var Duncan Ferguson sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja gestunum sigur, þegar hann skallaði hornspyrnu Portsmouth liðsins í eigið net eftir klukkutíma leik. Charlton hélt áfram góðri sigurgöngu sinni með 0-1 sigri á Birmingham og markið skoraði ungstirnið og leikmaður mánaðarins, Darren Bent á 15. mínútu. Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag, en það er leikur Middlesbrough og Arsenal, sem nú stendur yfir. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Leikjunum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Meistarar Chelsea unnu Sunderland nokkuð auðveldlega 2-0 og Manchester liðin skildu jöfn 1-1,í æsilegum grannaslag, eins og reyndar Tottenham og Liverpool í London. Jose Mourinho gerði þrjár skiptingar á liði sínu í kring um hálfleikinn og var greinilega afar ósáttur við spilamennsku sinna manna. Eiður Smári fór útaf fyrir Damien Duff í hálfleiknum, en það voru þeir Geremi og Drogba sem skoruðu mörk Chelsea, sem heldur sínu í toppbaráttunni. Manchester United og Manchester City skildu jöfn 1-1 á Old Trafford. Ruud van Nistelrooy skoraði mark heimamanna í uppbótartíma í fyrri hálfleiknum, en Joey Barton jafnaði fyrir gestina á 75. mínútu og þar við sat. Tottenham og Liverpool skildu jöfn 0-0, þar sem heimamenn réðu ferðinni lengst af, en náðu ekki að nýta sér það og þurftu að sætta sig við jafntefli, gegn hálf döpru liði Liverpool. Bæði lið skoruðu mark í leiknum, en bæði voru þau dæmd réttilega af. Nýliðar Wigan unnu afar mikilvægan útisigur á WBA, 1-2, þar sem Jimmy Bullard var hetja gestanna og skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. Áður hafði David Connolly jafnað leikinn fyrir Wigan, en það var Jonathan Greening sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Newcastle marði stig á heimavelli sínum gegn Fulham, en það var Charles N´Zogbia sem jafnaði leikinn fyrir Newcastle á 78. mínútu, eftir að liðið hafði verið undir bróðurpart leiksins eftir mark Brian McBride á 13. mínútu. Þetta var fyrsta mark norðanmanna á leiktíðinni og ekki hægt að segja að Michael Owen og félagar byrji tímabilið með neinum glæsibrag. Spútniklið síðasta vetrar, Everton, er í bullandi vandræðum það sem af er þessari leiktíð, en í dag lá liðið á heimavelli fyrir Portsmouth 0-1. Það var Duncan Ferguson sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja gestunum sigur, þegar hann skallaði hornspyrnu Portsmouth liðsins í eigið net eftir klukkutíma leik. Charlton hélt áfram góðri sigurgöngu sinni með 0-1 sigri á Birmingham og markið skoraði ungstirnið og leikmaður mánaðarins, Darren Bent á 15. mínútu. Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag, en það er leikur Middlesbrough og Arsenal, sem nú stendur yfir.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira