Ólgan undir niðri 3. september 2005 00:01 Einhverjar mestu hörmungar sem um getur í Bandaríkjunum dynja nú á ríkjunum við Mexíkóflóa. Verst er ástandið í New Orleans en þar má segja að innviðir samfélagsins hafi brostið undan ofurafli fellibylsins Katrínar. Skipulagið er brostið og við tekur örvænting, öryggisleysi, óöld og stjórnleysi. New Orleans er milljónaborg með sterkum menningareinkennum fólks af kynþætti blökkumanna. Eftir að fellibylurinn hafði valdið óbætanlegu tjóni á borginni og samfélagi hennar kom á daginn, að stéttskipting, fátækt, örbirgð og kynþáttamisrétti er ekki einasta dragbítur í daglegu lífi blökkumanna og annarra sem minna mega sín heldur var það einnig fótakefli þeirra þegar flýja þurfti borgina. Meira að segja þá var ekki um að ræða jöfn tækifæri í guðseiginlandi tækifæranna. Haft hefur verið á orði að fellibylurinn hafi þurrkað út þrotlausa sextíu ára baráttu gegn kynþáttamisrétti á hamfarasvæðunum. Í öllum þessum hörmungum stöldrum við áhorfendurnir hér í norðrinu við þær ráðstafanir bandarískra stjórnvalda að grípa til herlaga og stemma með þeim hætti stigu við ránum og gripdeildum, nauðgunum, morðum og skemmdarverkum. Her, lögreglu og heimavarnarliði er gefin heimild til að skjóta og drepa. Hvernig má það vera að til slíkra aðgerða þurfi að koma innan vébanda voldugasta ríkis veraldar? Ríkisins sem sagði hryðjuverkin í World Trade Center fyrir fjórum árum vera árás á sjálfa siðmenninguna, rétt eins og það væri sjálfur handhafi siðmenningarinnar? Bandaríkin eru margbrotið og samsett samfélag þar sem fólk af ólíkum uppruna með ólíka siði og trúarbrögð leitast við að byggja í sameiningu samfélag sem veitt getur fullnægjandi lífsskilyrði fyrir sem flesta. Það er ótvírætt veikleikamerki bandarískrar siðmenningar ef stjórnvöld neyðast til þess að halda samfélaginu í þeim farvegi sem að er stefnt með sterku lögreglu- eða hervaldi eins og nú er raunin. Af hverju skapaðist ekki svipað ástand, svipuð óöld með glæpum, nauðgunum og ránum í Suðaustur Asíu í fyrra þegar að minnsta kosti 180 þúsund manns fórust í hamfaraflóðum á jóladag? Ástæður óaldarinnar, stjórnleysisins, örvæntingarinnar og ofbeldisins á sér sjálfsagt margar skýringar. Margar þeirra eru sömu skýringarnar og gilda um upptök og ástæður borgarastyrjalda. Stéttskipting, kúgun, kynþáttamisrétti, ólíkt siða- og trúarkerfi og fleira mætti telja. Minnumst átakana á Norður Írlandi. Við vöndumst því lengst af í fréttum að stríðsástandið og hryðjuverkin þar ættu rætur að rekja til átaka milli kaþólikka og mótmælenda. Slíkt var og er einföldun. Saman fór að kaþólikkar voru fjölmennastir meðal þeirra sem lökust höfðu kjörin og þeir sem lökust höfðu kjörin kenndu stjórnvöldum í Englandi um ástandið.Fátækur kaþólikki, andvígur breskum stjórnvöldum gerðist fjandsamlegur gagnvart betur megandi mótmælanda sem hlynntur var breskum stjórnvöldum. Og öfugt. Fátækur og valdalaus blökkumaður í jaðarsamfélagi New Orleans, með takmarkaða möguleika til heilbrigðisþjónustu og menntunar stillir sér upp gegn hvítum, vel menntuðum, vel tryggðum og vel megandi valdsmanni úr betri hverfum borgarinnar. Þegar skipulagið hrynur og innviðir samfélagsins bresta koma langvinn vonbrigði og dulinn fjandskapur upp á yfirborðið. Er þá nokkuð annað að gera en að beita lögreglunni og hernum? Kalla þá heimavarnarmenn á vettvang sem ekki eru í Írak eða annars staðar í heiminum að verja siðmenninguna. Og fjölga blökkumönnum enn í þéttsetnum fangelsum. Jóhann Hauksson -johannh@frettabaldid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Jóhann Hauksson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Einhverjar mestu hörmungar sem um getur í Bandaríkjunum dynja nú á ríkjunum við Mexíkóflóa. Verst er ástandið í New Orleans en þar má segja að innviðir samfélagsins hafi brostið undan ofurafli fellibylsins Katrínar. Skipulagið er brostið og við tekur örvænting, öryggisleysi, óöld og stjórnleysi. New Orleans er milljónaborg með sterkum menningareinkennum fólks af kynþætti blökkumanna. Eftir að fellibylurinn hafði valdið óbætanlegu tjóni á borginni og samfélagi hennar kom á daginn, að stéttskipting, fátækt, örbirgð og kynþáttamisrétti er ekki einasta dragbítur í daglegu lífi blökkumanna og annarra sem minna mega sín heldur var það einnig fótakefli þeirra þegar flýja þurfti borgina. Meira að segja þá var ekki um að ræða jöfn tækifæri í guðseiginlandi tækifæranna. Haft hefur verið á orði að fellibylurinn hafi þurrkað út þrotlausa sextíu ára baráttu gegn kynþáttamisrétti á hamfarasvæðunum. Í öllum þessum hörmungum stöldrum við áhorfendurnir hér í norðrinu við þær ráðstafanir bandarískra stjórnvalda að grípa til herlaga og stemma með þeim hætti stigu við ránum og gripdeildum, nauðgunum, morðum og skemmdarverkum. Her, lögreglu og heimavarnarliði er gefin heimild til að skjóta og drepa. Hvernig má það vera að til slíkra aðgerða þurfi að koma innan vébanda voldugasta ríkis veraldar? Ríkisins sem sagði hryðjuverkin í World Trade Center fyrir fjórum árum vera árás á sjálfa siðmenninguna, rétt eins og það væri sjálfur handhafi siðmenningarinnar? Bandaríkin eru margbrotið og samsett samfélag þar sem fólk af ólíkum uppruna með ólíka siði og trúarbrögð leitast við að byggja í sameiningu samfélag sem veitt getur fullnægjandi lífsskilyrði fyrir sem flesta. Það er ótvírætt veikleikamerki bandarískrar siðmenningar ef stjórnvöld neyðast til þess að halda samfélaginu í þeim farvegi sem að er stefnt með sterku lögreglu- eða hervaldi eins og nú er raunin. Af hverju skapaðist ekki svipað ástand, svipuð óöld með glæpum, nauðgunum og ránum í Suðaustur Asíu í fyrra þegar að minnsta kosti 180 þúsund manns fórust í hamfaraflóðum á jóladag? Ástæður óaldarinnar, stjórnleysisins, örvæntingarinnar og ofbeldisins á sér sjálfsagt margar skýringar. Margar þeirra eru sömu skýringarnar og gilda um upptök og ástæður borgarastyrjalda. Stéttskipting, kúgun, kynþáttamisrétti, ólíkt siða- og trúarkerfi og fleira mætti telja. Minnumst átakana á Norður Írlandi. Við vöndumst því lengst af í fréttum að stríðsástandið og hryðjuverkin þar ættu rætur að rekja til átaka milli kaþólikka og mótmælenda. Slíkt var og er einföldun. Saman fór að kaþólikkar voru fjölmennastir meðal þeirra sem lökust höfðu kjörin og þeir sem lökust höfðu kjörin kenndu stjórnvöldum í Englandi um ástandið.Fátækur kaþólikki, andvígur breskum stjórnvöldum gerðist fjandsamlegur gagnvart betur megandi mótmælanda sem hlynntur var breskum stjórnvöldum. Og öfugt. Fátækur og valdalaus blökkumaður í jaðarsamfélagi New Orleans, með takmarkaða möguleika til heilbrigðisþjónustu og menntunar stillir sér upp gegn hvítum, vel menntuðum, vel tryggðum og vel megandi valdsmanni úr betri hverfum borgarinnar. Þegar skipulagið hrynur og innviðir samfélagsins bresta koma langvinn vonbrigði og dulinn fjandskapur upp á yfirborðið. Er þá nokkuð annað að gera en að beita lögreglunni og hernum? Kalla þá heimavarnarmenn á vettvang sem ekki eru í Írak eða annars staðar í heiminum að verja siðmenninguna. Og fjölga blökkumönnum enn í þéttsetnum fangelsum. Jóhann Hauksson -johannh@frettabaldid.is
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun