Hafa safnað 10 þús. undirskriftum 20. ágúst 2005 00:01 Rúmlega 10 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á stjórnvöld um að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Undirskriftirnar verða afhentar stjórnvöldum í næstu viku og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda er bjartsýnn á að stjórnvöld taki mark á bifreiðaeigendum. Fjármálaráðherra gerði grein fyrir því í löngu máli í vikunni af hverju hann synjaði beiðni Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að lækka álögur á eldsneyti. Á meðal raka hans var að raunverð á bensíni miðað við launavísitölu væri lægra nú en oft áður. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gefur lítið fyrir þessi rök. Hann segir furðulegt að menn noti þá vísitölu sem henti þeim á hverji tíma. Ljóst sé að miðað við verðlagsvísitölu sé bensín í hæstu hæðum og hafi nánast aldrei verið hærra. Fyrir því finni neytendur. Þá vísar fjármálaráðherra í greinargerð sinni því á bug að ríkissjóður fái 500 milljóna króna tekjuauka á þessu ári vegna virðisaukaskatta af hærra bensínverði þar sem fólk muni keyra minna og eins draga úr annarri virðisaukaskattsskyldri neyslu. Runólfur bendir á að bíllinn sé eitt það síðasta sem fólk skeri niður við sig og ljóst sé að skattar sem leggist með svo miklum þunga á einkabílinn komi það verst niður á þeim sem minnst hafi. Þar sé ekkert um að ræða að gera eitthvað annað, koma þurfi barni á leikskóla, komast í vinnu o.s.frv. FÍB stendur nú fyrir undirskriftasöfnun á heimasíðu félagsin á Netinu þar sem skorað er á stjórnvöld að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Runólfur segir að nú þegar hafi 10 þúsund manns skráð nafn sitt á listann og að hann verði afhentur stjórnvöldum í næstu viku. Hann bendir á að þetta sé fólkið í landinu að láta skoðun sína í ljós. Hann hafi trú á því að þegar menn skoði málið ofan í grunninn geti undirskriftasöfnunin haft áhrif. Runólfur segir enn fremur að í erindinu komi fram að árið 1999 hafi verið farið með vörugjald á bensíni úr prósentu í fast gjald. Það hafi tekist eftir langa baráttu FÍB fyrir breytingu á þeirri skattagningu. Fyrstu svörin þá hafi verið neikvæð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rúmlega 10 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á stjórnvöld um að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Undirskriftirnar verða afhentar stjórnvöldum í næstu viku og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda er bjartsýnn á að stjórnvöld taki mark á bifreiðaeigendum. Fjármálaráðherra gerði grein fyrir því í löngu máli í vikunni af hverju hann synjaði beiðni Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að lækka álögur á eldsneyti. Á meðal raka hans var að raunverð á bensíni miðað við launavísitölu væri lægra nú en oft áður. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gefur lítið fyrir þessi rök. Hann segir furðulegt að menn noti þá vísitölu sem henti þeim á hverji tíma. Ljóst sé að miðað við verðlagsvísitölu sé bensín í hæstu hæðum og hafi nánast aldrei verið hærra. Fyrir því finni neytendur. Þá vísar fjármálaráðherra í greinargerð sinni því á bug að ríkissjóður fái 500 milljóna króna tekjuauka á þessu ári vegna virðisaukaskatta af hærra bensínverði þar sem fólk muni keyra minna og eins draga úr annarri virðisaukaskattsskyldri neyslu. Runólfur bendir á að bíllinn sé eitt það síðasta sem fólk skeri niður við sig og ljóst sé að skattar sem leggist með svo miklum þunga á einkabílinn komi það verst niður á þeim sem minnst hafi. Þar sé ekkert um að ræða að gera eitthvað annað, koma þurfi barni á leikskóla, komast í vinnu o.s.frv. FÍB stendur nú fyrir undirskriftasöfnun á heimasíðu félagsin á Netinu þar sem skorað er á stjórnvöld að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Runólfur segir að nú þegar hafi 10 þúsund manns skráð nafn sitt á listann og að hann verði afhentur stjórnvöldum í næstu viku. Hann bendir á að þetta sé fólkið í landinu að láta skoðun sína í ljós. Hann hafi trú á því að þegar menn skoði málið ofan í grunninn geti undirskriftasöfnunin haft áhrif. Runólfur segir enn fremur að í erindinu komi fram að árið 1999 hafi verið farið með vörugjald á bensíni úr prósentu í fast gjald. Það hafi tekist eftir langa baráttu FÍB fyrir breytingu á þeirri skattagningu. Fyrstu svörin þá hafi verið neikvæð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira