Sakborningar ítrekuðu sakleysi 17. ágúst 2005 00:01 Mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs, Jóhannesi Jónssyni í Bónus og fjórum öðrum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari setti réttinn en að því búnu rakti Jón H. Snorrason saksóknari ákærurnar í fjörutíu liðum. Sakborningar voru allir viðstaddir og hlýddu á þegar ákæran var lesin upp. Dómari spurði sakborninga hvort ákærurnar væru réttar og svöruðu þeir allir sem einn að þær væru rangar og lýstu sakleysi sínu. "Þetta tekur fimm ár úr ævi okkar en það er í lagi að lifa með því. Við erum sannfærð um sakleysi okkar," sagði Jóhannes Jónsson í Bónus að lokinni þingfestingu málsins. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði að fyrir dóminn kæmu margvísleg gögn sem sönnuðu sakleysi ákærðra. Jón H. Snorrason saksóknari vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann gekk úr dómsal og kvaðst láta nægja að fjalla um málið þar. Dómurinn í Baugsmálinu verður fjölskipaður. Meðdómendur Péturs Guðgeirssonar verða Arngrímur Ísberg héraðsdómari og Garðar Valdimarsson hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Svonefnt milliþinghald verður 20. október næstkomandi, þar verður ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir og meðferð þess hefst. Ekki er búist við því að það verði fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir að sakborningar leggi ekki fram gögn til varnar sakborningum fyrr en við upphaf meðferðar málsins. "Við eigum von á því að aðalmeðferð hefjist annað hvort í nóvember eða að öðrum kosti í janúar. Ef takast má að ljúka aðalmeðferð málsins fyrir áramót má hún varla hefjast síðar en 15. nóvember." Gestur telur að málið geti tekið allt að fjórar vikur í flutningi enda séu málsgögn gríðarleg að vöxtum. Fjöldi innlendra og erlendra myndatöku-, blaða- og fréttamanna fylgdist með þingfestingu Baugsmálsins í gær og var dómsalurinn þéttskipaður. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs, Jóhannesi Jónssyni í Bónus og fjórum öðrum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari setti réttinn en að því búnu rakti Jón H. Snorrason saksóknari ákærurnar í fjörutíu liðum. Sakborningar voru allir viðstaddir og hlýddu á þegar ákæran var lesin upp. Dómari spurði sakborninga hvort ákærurnar væru réttar og svöruðu þeir allir sem einn að þær væru rangar og lýstu sakleysi sínu. "Þetta tekur fimm ár úr ævi okkar en það er í lagi að lifa með því. Við erum sannfærð um sakleysi okkar," sagði Jóhannes Jónsson í Bónus að lokinni þingfestingu málsins. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði að fyrir dóminn kæmu margvísleg gögn sem sönnuðu sakleysi ákærðra. Jón H. Snorrason saksóknari vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann gekk úr dómsal og kvaðst láta nægja að fjalla um málið þar. Dómurinn í Baugsmálinu verður fjölskipaður. Meðdómendur Péturs Guðgeirssonar verða Arngrímur Ísberg héraðsdómari og Garðar Valdimarsson hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Svonefnt milliþinghald verður 20. október næstkomandi, þar verður ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir og meðferð þess hefst. Ekki er búist við því að það verði fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir að sakborningar leggi ekki fram gögn til varnar sakborningum fyrr en við upphaf meðferðar málsins. "Við eigum von á því að aðalmeðferð hefjist annað hvort í nóvember eða að öðrum kosti í janúar. Ef takast má að ljúka aðalmeðferð málsins fyrir áramót má hún varla hefjast síðar en 15. nóvember." Gestur telur að málið geti tekið allt að fjórar vikur í flutningi enda séu málsgögn gríðarleg að vöxtum. Fjöldi innlendra og erlendra myndatöku-, blaða- og fréttamanna fylgdist með þingfestingu Baugsmálsins í gær og var dómsalurinn þéttskipaður.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira