Eigum við að vita þetta? 2. ágúst 2005 00:01 Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, er með 20 milljónir í laun á mánuði, Jón Ásgeir Jóhannesson níu milljónir, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson með 4,3 milljónir og Páll Magnússon 1,3 milljónir svo nokkur dæmi séu tekin úr nýútkomu tekjublaði Frjálsrar verslunar. Sömu menn virðast reyndar mun betri matvinnungar sé litið til DV þar sem tekjur þeirra eru sagðir 31 milljón á mánuði fyrir Róbert Wessmann, 14 milljónir á Jón Ásgeir, 6,4 milljónir hjá Gunnlaugi Sævari og rétt tæpar tvær milljónir króna hjá Páli Magnússyni. Mánaðamótin júlí-ágúst eru kannski tíminn þegar hjörtun eru græn en þau eru svo sannarlega tími umræðunnar um laun þekktra einstaklinga og skattakónga að ógleymdum spurningum um hvort launin séu komin út í öfgar. Rétt eins og menn velta fyrir sér tekjum manna hér og þar í þjóðfélaginu vakna alltaf spurningar um hvort þessar upplýsingar eigi að vera opinberar eða hvort þetta sé einkamál fólks sem það eigi að fá að hafa fyrir sig sjálft.Leynd vekur tortryggni Benedikt Jóhannesson, eigandi Heims sem gefur út Frjálsa verslun, hefur rökstutt að tekjur manna eigi að vera opinberar. Í pistli sem hann ritaði á vef Heims í fyrra rifjaði Benedikt upp þá tíma þegar þurfti að berja ársreikninga út úr fyrirtækjum og benti á hversu mikið ástandið hefði batnað með aukinni upplýsingagjöf, ekki síst þar sem tortryggnin yrði undan að láta. Hann tengdi þetta við upplýsingar um tekjur manna og ritaði:Það sama gildir um tekjur manna. Leynd yfir tekjum veldur tortryggni. Bankamaður einn sagði frá því í fyrra að hann hefði 600 þúsund á mánuði í laun. Hann hefur misminnt um nokkrar milljónir, en hvaða máli skiptir það hjá mönnum sem höndla með milljarða? Nú liggur það ljóst fyrir hver launin eru og engin ástæða til þess að fara úr jafnvægi við það. Það er miklu frekar ástæða til þess að gleðjast yfir því hve mörgum gengur vel. Það er hinum hvatning. Enda er algengasta mótbáran gegn tekjublaðinu frá forstjórum sem kvarta undan því að menn séu með það undir hendinni í launaviðtölum. Það er notkun á upplýsingum, ekki misnotkun.Ógeðfelld birting og ömurleg iðja Vefþjóðviljinn, sem tekur rétt manna til að hafa sína hluti út af fyrir sig svo alvarlega að hann gætir ávallt nafnleyndar, tekur annan pól í hæðina eins og sjá má má í pistli sem var settur inn á vefinn 30. júlí síðast liðinn. Þar var skammast út í fjölmiðla fyrir að birta lista yfir þá sem greiða hæstu skatta.Þessi ógeðfellda birting svo kallaðra „hákarlalista“ ætti vitaskuld að vera fyrir neðan virðingu annarra blaða en þeirra sem með umfjöllun sinni og efnistökum skilgreina sig sem sorprit. Þrátt fyrir það sér Morgunblaðið, sem alla jafna hefur þá sómatilfinningu að leyfa mönnum að hafa einkamál sín í friði, ástæðu til að birta þessa lista sem hið opinbera matar blaðið á. Stuttu síðar í sömu grein segir svo:Það er einhver blanda af hnýsni, öfund og öðrum lágum hvötum fólks sem fær það til að velta sér upp úr tekjum annarra, til dæmis með því að kaupa sérrit óvandaðra tímarita eða jafnvel með því að leggja leið sína á skattstofur landsins og fletta þar listum. Tæplega er hægt að hugsa sér mikið ömurlegri iðju en að gramsa í slíkum einkamálum og furðu vekur að nokkur leggist svo lágt. Með ólíkindum er að ríkið skuli ýta undir þessar lægstu hvatir fólks og láta eins og eðlilegt sé að vera með nefið ofan í hvers manns koppi.Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, er með 20 milljónir í laun á mánuði, Jón Ásgeir Jóhannesson níu milljónir, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson með 4,3 milljónir og Páll Magnússon 1,3 milljónir svo nokkur dæmi séu tekin úr nýútkomu tekjublaði Frjálsrar verslunar. Sömu menn virðast reyndar mun betri matvinnungar sé litið til DV þar sem tekjur þeirra eru sagðir 31 milljón á mánuði fyrir Róbert Wessmann, 14 milljónir á Jón Ásgeir, 6,4 milljónir hjá Gunnlaugi Sævari og rétt tæpar tvær milljónir króna hjá Páli Magnússyni. Mánaðamótin júlí-ágúst eru kannski tíminn þegar hjörtun eru græn en þau eru svo sannarlega tími umræðunnar um laun þekktra einstaklinga og skattakónga að ógleymdum spurningum um hvort launin séu komin út í öfgar. Rétt eins og menn velta fyrir sér tekjum manna hér og þar í þjóðfélaginu vakna alltaf spurningar um hvort þessar upplýsingar eigi að vera opinberar eða hvort þetta sé einkamál fólks sem það eigi að fá að hafa fyrir sig sjálft.Leynd vekur tortryggni Benedikt Jóhannesson, eigandi Heims sem gefur út Frjálsa verslun, hefur rökstutt að tekjur manna eigi að vera opinberar. Í pistli sem hann ritaði á vef Heims í fyrra rifjaði Benedikt upp þá tíma þegar þurfti að berja ársreikninga út úr fyrirtækjum og benti á hversu mikið ástandið hefði batnað með aukinni upplýsingagjöf, ekki síst þar sem tortryggnin yrði undan að láta. Hann tengdi þetta við upplýsingar um tekjur manna og ritaði:Það sama gildir um tekjur manna. Leynd yfir tekjum veldur tortryggni. Bankamaður einn sagði frá því í fyrra að hann hefði 600 þúsund á mánuði í laun. Hann hefur misminnt um nokkrar milljónir, en hvaða máli skiptir það hjá mönnum sem höndla með milljarða? Nú liggur það ljóst fyrir hver launin eru og engin ástæða til þess að fara úr jafnvægi við það. Það er miklu frekar ástæða til þess að gleðjast yfir því hve mörgum gengur vel. Það er hinum hvatning. Enda er algengasta mótbáran gegn tekjublaðinu frá forstjórum sem kvarta undan því að menn séu með það undir hendinni í launaviðtölum. Það er notkun á upplýsingum, ekki misnotkun.Ógeðfelld birting og ömurleg iðja Vefþjóðviljinn, sem tekur rétt manna til að hafa sína hluti út af fyrir sig svo alvarlega að hann gætir ávallt nafnleyndar, tekur annan pól í hæðina eins og sjá má má í pistli sem var settur inn á vefinn 30. júlí síðast liðinn. Þar var skammast út í fjölmiðla fyrir að birta lista yfir þá sem greiða hæstu skatta.Þessi ógeðfellda birting svo kallaðra „hákarlalista“ ætti vitaskuld að vera fyrir neðan virðingu annarra blaða en þeirra sem með umfjöllun sinni og efnistökum skilgreina sig sem sorprit. Þrátt fyrir það sér Morgunblaðið, sem alla jafna hefur þá sómatilfinningu að leyfa mönnum að hafa einkamál sín í friði, ástæðu til að birta þessa lista sem hið opinbera matar blaðið á. Stuttu síðar í sömu grein segir svo:Það er einhver blanda af hnýsni, öfund og öðrum lágum hvötum fólks sem fær það til að velta sér upp úr tekjum annarra, til dæmis með því að kaupa sérrit óvandaðra tímarita eða jafnvel með því að leggja leið sína á skattstofur landsins og fletta þar listum. Tæplega er hægt að hugsa sér mikið ömurlegri iðju en að gramsa í slíkum einkamálum og furðu vekur að nokkur leggist svo lágt. Með ólíkindum er að ríkið skuli ýta undir þessar lægstu hvatir fólks og láta eins og eðlilegt sé að vera með nefið ofan í hvers manns koppi.Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun