Segir fleiri spurningar vakna 4. júlí 2005 00:01 Eignarhaldsfélagið Ker afsalaði sér húseigninni að Hverfisgötu 33 í Reykjavík til tveggja félaga Framsóknarflokksins skömmu eftir að samþykkt var að ganga til viðræðna við S-hópinn um kaup á Búnaðarbankanum en Ker hf. leiddi þann hóp. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur ritað Magnúsi Stefánssyni, formanni fjárlaganefndar Alþingis, bréf þar sem farið er fram á skýringar á því hvort rétt sé að þetta hafi verið gert á sama tíma og unnið var að gerð kaupsamnings vegna Búnaðarbankans og hver þáttur Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ferlinu hafi verið. Í bréfi Helga til Magnúsar segir Helgi ýmsu ósvarað varðandi þátt forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Varpar hann fram þremur spurningum sem hann óskar svara við. Vill hann fá skýringar á fullyrðingum Ríkisendurskoðanda að enginn söluhagnaður hafi verið af viðskiptum Hesteyrar með bréf í Keri þegar svör Kauphallar Íslands benda til að verðmæta bréfa hafi hækkað meðan á einkavæðingarferlinu hafi staðið um hálfan milljarð króna. Helgi vill einnig fá skjalfest hvort eða hvenær Halldóri hafi verið kunnugt um kaup Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri og kaup Hesteyrar í Keri í kjölfarið en um það hefur forsætisráðherra verið tvísaga að mati Helga. Hefur hann óskað þessara upplýsinga sem fyrst og segir mikilvægt að sannleiksgildið sé kannað til hlítar. Hvorki náðist í Halldór Ásgrímsson né Magnús Stefánsson þegar eftir var leitað og Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi, vildi ekki tjá sig. Framsóknarflokkurinn sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem segir að flokkurinn hafi keypt húsið 1997 og flokkurinn flutt skrifstofur sínar þangað 1998. Dráttur hafi hins vegar orðið á að gengið hafi verið frá afsali að eigninni en í millitíðinni hafi Framsóknarflokkurinn borið allan kostnað af rekstri hússins. Því séu aðdróttanir um að kaupin á Hverfisgötu 33 tengist sölu Búnaðarbankans algjörlega úr lausu lofti gripnar. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Ker afsalaði sér húseigninni að Hverfisgötu 33 í Reykjavík til tveggja félaga Framsóknarflokksins skömmu eftir að samþykkt var að ganga til viðræðna við S-hópinn um kaup á Búnaðarbankanum en Ker hf. leiddi þann hóp. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur ritað Magnúsi Stefánssyni, formanni fjárlaganefndar Alþingis, bréf þar sem farið er fram á skýringar á því hvort rétt sé að þetta hafi verið gert á sama tíma og unnið var að gerð kaupsamnings vegna Búnaðarbankans og hver þáttur Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ferlinu hafi verið. Í bréfi Helga til Magnúsar segir Helgi ýmsu ósvarað varðandi þátt forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Varpar hann fram þremur spurningum sem hann óskar svara við. Vill hann fá skýringar á fullyrðingum Ríkisendurskoðanda að enginn söluhagnaður hafi verið af viðskiptum Hesteyrar með bréf í Keri þegar svör Kauphallar Íslands benda til að verðmæta bréfa hafi hækkað meðan á einkavæðingarferlinu hafi staðið um hálfan milljarð króna. Helgi vill einnig fá skjalfest hvort eða hvenær Halldóri hafi verið kunnugt um kaup Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri og kaup Hesteyrar í Keri í kjölfarið en um það hefur forsætisráðherra verið tvísaga að mati Helga. Hefur hann óskað þessara upplýsinga sem fyrst og segir mikilvægt að sannleiksgildið sé kannað til hlítar. Hvorki náðist í Halldór Ásgrímsson né Magnús Stefánsson þegar eftir var leitað og Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi, vildi ekki tjá sig. Framsóknarflokkurinn sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem segir að flokkurinn hafi keypt húsið 1997 og flokkurinn flutt skrifstofur sínar þangað 1998. Dráttur hafi hins vegar orðið á að gengið hafi verið frá afsali að eigninni en í millitíðinni hafi Framsóknarflokkurinn borið allan kostnað af rekstri hússins. Því séu aðdróttanir um að kaupin á Hverfisgötu 33 tengist sölu Búnaðarbankans algjörlega úr lausu lofti gripnar.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira