Þrefaldur munur á boði og áætlun 29. júní 2005 00:01 Tilboð í lagningu ljósleiðara í hús á Akranesi og á Seltjarnarnesi gera ráð fyrir nálægt því þrefalt meiri kostnaði en ráð er fyrir gert í kostnaðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan hefur hafnað öllum tilboðunum. Leggja á ljósleiðara í um 650 hús á hvorum stað og gerði Orkuveitan ráð fyrir kostnaði upp á tæpar 100 þúsund krónur á Seltjarnarnesi og tæpum 70 þúsund krónum á Akranesi. Á Akranesi gerir lægsta boð ráð fyrir kostnaði upp á um 175 þúsund krónur fyrir hvert hús og á Seltjarnarnesi fyrir kostnaði upp á um 268 þúsund krónur. "Við eigum ekki von á því að verkin fari fram úr kostnaðaráætlunum og teljum að hjá bjóðendum sé einhver misskilningur á ferðinni," segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar og kvað útboð annað hvort verða endurtekin eða þá að Orkuveitan sæi sjálf um verkið. Hann teldur fyrirtækin ofmeta kostnað við skurðgröft. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem situr fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segir fulltrúa flokksins í stjórn fyrirtækisins alla tíð hafa mótmælt ljósleiðaraframkvæmdum Orkuveitunnar og þá sérstaklega með tilliti til kolrangrar áætlanagerðar. Hún óttast að á Reykvíkinga falli ómældur kostnaður vegna þess að Orkuveitan hafi þegar skuldbundið sig til að ljósleiðaravæða bæjarfélögin. "Svo felur þetta ekki einu sinni í sér allan kostnaðinn við að grafa ljósleiðarann," segir hún og bendir á að forstjóri Orkuveitunnar hafi áður sagt hverja tengingu kosta um 100 þúsund krónur. H ún segir hrópandi ósamræmi milli lýsinga Guðmundar og svo niðurstöðu útboðanna og telur allar áætlanir Orkuveitunnar varðandi tímaáætlanir, gjaldtöku og þátttöku íbúa kunna að vera í uppnámi. Forstjóri Orkuveitunnar telur þó ekki að tímamörk raskist mikið í heildarverkinu þrátt fyrir að fyrstu tilboðum hafi verið hafnað, en stefnt er að því að ljúka ljósleiðaravæðingu á stórhöfuðborgarsvæðinu á næstu fjórum til fimm árum. "Það má alltaf reikna með að einhvern tíma taki að klára fyrstu áfangana, en svo getur líka verið að við seinkum framkvæmdum ef þær verða mjög dýrar." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Tilboð í lagningu ljósleiðara í hús á Akranesi og á Seltjarnarnesi gera ráð fyrir nálægt því þrefalt meiri kostnaði en ráð er fyrir gert í kostnaðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan hefur hafnað öllum tilboðunum. Leggja á ljósleiðara í um 650 hús á hvorum stað og gerði Orkuveitan ráð fyrir kostnaði upp á tæpar 100 þúsund krónur á Seltjarnarnesi og tæpum 70 þúsund krónum á Akranesi. Á Akranesi gerir lægsta boð ráð fyrir kostnaði upp á um 175 þúsund krónur fyrir hvert hús og á Seltjarnarnesi fyrir kostnaði upp á um 268 þúsund krónur. "Við eigum ekki von á því að verkin fari fram úr kostnaðaráætlunum og teljum að hjá bjóðendum sé einhver misskilningur á ferðinni," segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar og kvað útboð annað hvort verða endurtekin eða þá að Orkuveitan sæi sjálf um verkið. Hann teldur fyrirtækin ofmeta kostnað við skurðgröft. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem situr fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segir fulltrúa flokksins í stjórn fyrirtækisins alla tíð hafa mótmælt ljósleiðaraframkvæmdum Orkuveitunnar og þá sérstaklega með tilliti til kolrangrar áætlanagerðar. Hún óttast að á Reykvíkinga falli ómældur kostnaður vegna þess að Orkuveitan hafi þegar skuldbundið sig til að ljósleiðaravæða bæjarfélögin. "Svo felur þetta ekki einu sinni í sér allan kostnaðinn við að grafa ljósleiðarann," segir hún og bendir á að forstjóri Orkuveitunnar hafi áður sagt hverja tengingu kosta um 100 þúsund krónur. H ún segir hrópandi ósamræmi milli lýsinga Guðmundar og svo niðurstöðu útboðanna og telur allar áætlanir Orkuveitunnar varðandi tímaáætlanir, gjaldtöku og þátttöku íbúa kunna að vera í uppnámi. Forstjóri Orkuveitunnar telur þó ekki að tímamörk raskist mikið í heildarverkinu þrátt fyrir að fyrstu tilboðum hafi verið hafnað, en stefnt er að því að ljúka ljósleiðaravæðingu á stórhöfuðborgarsvæðinu á næstu fjórum til fimm árum. "Það má alltaf reikna með að einhvern tíma taki að klára fyrstu áfangana, en svo getur líka verið að við seinkum framkvæmdum ef þær verða mjög dýrar."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira