Vex en tapar 8. júní 2005 00:01 Vex en tapar Þegar spjallað er við forstöðumenn ferðaþjónustu á Íslandi er ekki að heyra að greinin eigi í vanda. Hjá Samtökum ferðaþjónustunnar er línan sú að greinin sé í vexti í öllum flokkum sem máli skipta; sífellt fleiri ferðamenn heimsæki landið, gjaldeyristekjur aukist ár frá ári og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu hækki. Ferðamálaráð talar um markaðssetningu erlendis og áhuga erlendra blaðamanna á að heimsækja landið. Með öðrum orðum: ímyndin er sú að Ísland sé hipp og kúl. Þegar rýnt er í rekstrartölur fyrirtækja í ferðaþjónustu blasir hins vegar önnur sýn við. Reksturinn stendur óvíða undir sér eða, eins og Vilhjálmur Bjarnason hjá Hagstofunni orðar það; arðsemi er bannorð í bransanum. Undirstöðugreinarnar þrjár; flug-, hótel og veitingahúsarekstur standa allar völtum fótum. Hvalaskoðunarferðirnar, sem eiga að vera vaxtabroddurinn í bransanum, skiluðu 87 milljóna króna tapi á árunum 1999 til 2002 og svona mætti áfram telja. En hvernig má þetta vera? Af hverju er staðan eins og hún er? Jú, aðganga að greininni er of auðveld, svo haldið sé áfram að vitna í Vilhjálm. Hver sem er getur hafið rekstur án þess að afkoma eða markaðssetning sé tryggð, fólk fær jafnvel til þess ríkisstyrk. Síðast þegar fréttist átti Byggðastofnun hlut í tíu gistiheimilum á landsbyggðinni. Í fjárlögum ársins 2004 var völdum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar úthlutað 320 milljónum króna til kaupa á auglýsingum í erlendum fjölmiðlum. Samvinnuverkefni í markaðsmálum segja Samtök ferðaþjónustunnar, ríkisstyrkur segja aðrir. Kjarni málsins er þessi: Ekkert breytist fyrr en atvinnugreinin horfist í augu við vandann. Ef haldið verður áfram að kalla ríkisstyrki samvinnuverkefni í markaðsmálum verður ástandið nákvæmlega eins eftir 20 ár, sama hvort fjöldi ferðamanna tvöfaldast, gjaldeyristekjur þrefaldast og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu fjórfaldist. Aðeins Albanía fær til sín færri ferðamenn meðal Evrópuþjóða. Einhverjir kynnu að minnast á höfðatölu, en má þá ekki alveg eins tala um fjölda ferðamanna á ferkílómetra? Jón Skaftason - jsk@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vex en tapar Þegar spjallað er við forstöðumenn ferðaþjónustu á Íslandi er ekki að heyra að greinin eigi í vanda. Hjá Samtökum ferðaþjónustunnar er línan sú að greinin sé í vexti í öllum flokkum sem máli skipta; sífellt fleiri ferðamenn heimsæki landið, gjaldeyristekjur aukist ár frá ári og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu hækki. Ferðamálaráð talar um markaðssetningu erlendis og áhuga erlendra blaðamanna á að heimsækja landið. Með öðrum orðum: ímyndin er sú að Ísland sé hipp og kúl. Þegar rýnt er í rekstrartölur fyrirtækja í ferðaþjónustu blasir hins vegar önnur sýn við. Reksturinn stendur óvíða undir sér eða, eins og Vilhjálmur Bjarnason hjá Hagstofunni orðar það; arðsemi er bannorð í bransanum. Undirstöðugreinarnar þrjár; flug-, hótel og veitingahúsarekstur standa allar völtum fótum. Hvalaskoðunarferðirnar, sem eiga að vera vaxtabroddurinn í bransanum, skiluðu 87 milljóna króna tapi á árunum 1999 til 2002 og svona mætti áfram telja. En hvernig má þetta vera? Af hverju er staðan eins og hún er? Jú, aðganga að greininni er of auðveld, svo haldið sé áfram að vitna í Vilhjálm. Hver sem er getur hafið rekstur án þess að afkoma eða markaðssetning sé tryggð, fólk fær jafnvel til þess ríkisstyrk. Síðast þegar fréttist átti Byggðastofnun hlut í tíu gistiheimilum á landsbyggðinni. Í fjárlögum ársins 2004 var völdum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar úthlutað 320 milljónum króna til kaupa á auglýsingum í erlendum fjölmiðlum. Samvinnuverkefni í markaðsmálum segja Samtök ferðaþjónustunnar, ríkisstyrkur segja aðrir. Kjarni málsins er þessi: Ekkert breytist fyrr en atvinnugreinin horfist í augu við vandann. Ef haldið verður áfram að kalla ríkisstyrki samvinnuverkefni í markaðsmálum verður ástandið nákvæmlega eins eftir 20 ár, sama hvort fjöldi ferðamanna tvöfaldast, gjaldeyristekjur þrefaldast og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu fjórfaldist. Aðeins Albanía fær til sín færri ferðamenn meðal Evrópuþjóða. Einhverjir kynnu að minnast á höfðatölu, en má þá ekki alveg eins tala um fjölda ferðamanna á ferkílómetra? Jón Skaftason - jsk@frettabladid.is
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun