Alþjóðleg samkeppni um Vatnsmýri 7. júní 2005 00:01 Undirbúningur er nú hafinn að alþjóðlegri samkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. "Við teljum að þetta sé einstakt tækifæri til að halda alþjóðlega samkeppni um stórt lykilsvæði í hjarta höfuðborgar," segir Dagur B. Eggertsson. "Þetta hefur allt til að bera til að vekja heimsathygli meðal arkitekta og skipulagsfræðinga." Kostnaður við að halda keppnina liggur ekki fyrir. Stór óvissuliður í því efni er skipan dómnefndar. Rætt er um að fá stór nöfn úr arkitektaheiminum til að vekja áhuga á keppninni meðal þeirra bestu í heiminum á þessu sviði. Með keppninni vilja menn gera sér í hugarlund hvað hægt sé að gera á svæðinu. "Við viljum ná umræðunni upp úr þeim skötgröfum að vera með og á móti flugvellinum," segir Dagur. "Menn hafa ekki gefið sér vinnufrið til að fullkanna kostina í málinu. Það er mín sannfæring að hægt sé að finna niðurstöðu sem langflestir geti sætt sig við, hvar sem er á landinu." Jafnframt keppninni er verið að undirbúa svokallað samráðsferli um aðdraganda keppninnar. Efna á til samráðs við íbúa og hagsmunaaðila með stórri skipulagssýningu í Hafnarhúsinu í september. Sjálfstæðismenn í Reykjavík segja keppnina vera sjálfsagða, en hafa þó uppi ákveðin varnaðarorð. "Ég hef ákveðnar áhyggjur af tímasetningunni sem talað er um," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, og fulltrúi þeirra í stýrihóp um skipulag Vatnsmýrarinnar. Hún telur mikilvægt að forsendur keppninnar séu skýrar til að góður árangur náist. "Nú standa yfir viðræður borgaryfirvalda og samgönguyfirvalda um þetta svæði og í þeim er allt opið. Best væri ef þær viðræður leiddu til skýrrar niðurstöðu um framtíð Vatnsmýrarinnar, en það er óheppilegt að efna til samkeppni þegar forsendurnar liggja ekki fyrir." Hanna Birna sagði þetta ennfremur ekki vera nýja hugmynd, heldur hafi hún oft verið rædd og í rauninni sé verið að framfylgja aðalskipulagi ársins 2001 þar sem hún var fyrst sett fram. Greinilegt er að skipulagsmál verða ofarlega á baugi í kosningabaráttunni því á borgarstjórnarfundi í gær kynnti Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Reykjavíkulistans, tillögur um framtíðarbyggð á Vatnsmýrarsvæðinu með tengingu við Áltanes. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman sem ein heild og tengd saman með hraðbraut yfir Skerjafjörðinn. Ekki er langt síðan sjálfstæðismenn kynntu sínar tillögur í skipulagsmálum. Úrslit í keppninni verða kynnt fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Undirbúningur er nú hafinn að alþjóðlegri samkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. "Við teljum að þetta sé einstakt tækifæri til að halda alþjóðlega samkeppni um stórt lykilsvæði í hjarta höfuðborgar," segir Dagur B. Eggertsson. "Þetta hefur allt til að bera til að vekja heimsathygli meðal arkitekta og skipulagsfræðinga." Kostnaður við að halda keppnina liggur ekki fyrir. Stór óvissuliður í því efni er skipan dómnefndar. Rætt er um að fá stór nöfn úr arkitektaheiminum til að vekja áhuga á keppninni meðal þeirra bestu í heiminum á þessu sviði. Með keppninni vilja menn gera sér í hugarlund hvað hægt sé að gera á svæðinu. "Við viljum ná umræðunni upp úr þeim skötgröfum að vera með og á móti flugvellinum," segir Dagur. "Menn hafa ekki gefið sér vinnufrið til að fullkanna kostina í málinu. Það er mín sannfæring að hægt sé að finna niðurstöðu sem langflestir geti sætt sig við, hvar sem er á landinu." Jafnframt keppninni er verið að undirbúa svokallað samráðsferli um aðdraganda keppninnar. Efna á til samráðs við íbúa og hagsmunaaðila með stórri skipulagssýningu í Hafnarhúsinu í september. Sjálfstæðismenn í Reykjavík segja keppnina vera sjálfsagða, en hafa þó uppi ákveðin varnaðarorð. "Ég hef ákveðnar áhyggjur af tímasetningunni sem talað er um," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, og fulltrúi þeirra í stýrihóp um skipulag Vatnsmýrarinnar. Hún telur mikilvægt að forsendur keppninnar séu skýrar til að góður árangur náist. "Nú standa yfir viðræður borgaryfirvalda og samgönguyfirvalda um þetta svæði og í þeim er allt opið. Best væri ef þær viðræður leiddu til skýrrar niðurstöðu um framtíð Vatnsmýrarinnar, en það er óheppilegt að efna til samkeppni þegar forsendurnar liggja ekki fyrir." Hanna Birna sagði þetta ennfremur ekki vera nýja hugmynd, heldur hafi hún oft verið rædd og í rauninni sé verið að framfylgja aðalskipulagi ársins 2001 þar sem hún var fyrst sett fram. Greinilegt er að skipulagsmál verða ofarlega á baugi í kosningabaráttunni því á borgarstjórnarfundi í gær kynnti Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Reykjavíkulistans, tillögur um framtíðarbyggð á Vatnsmýrarsvæðinu með tengingu við Áltanes. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman sem ein heild og tengd saman með hraðbraut yfir Skerjafjörðinn. Ekki er langt síðan sjálfstæðismenn kynntu sínar tillögur í skipulagsmálum. Úrslit í keppninni verða kynnt fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira