Við erum ekki laus við 1968 6. júní 2005 00:01 Auðvitað er það hálf innihaldslaust að kalla Íraksstríð annað Víetnamstríð. Ekki vegna þess það megi ekki finna endalausar samlíkingar með þessum tveimur styrjöldum. Þótt kommúnismi og Íslamstrú eigi fátt sameiginlegt þá má ekki á milli sjá hvort fyrirbrigðið stendur sig betur í hlutverki hugmyndalega óvinarins. Innlendir skjólstæðingar bandaríkjahers eru líka álíka sviplitlir karakterar, enda fá þeir úr litlu að spila í þessari uppsetningu. Og sjálft inntak verksins er nú sem fyrr jafn erfitt í framsetningu -- að á ögurstundum séu engin önnur úrræði en að beita illsku til að ná fram mennsku; að stundum verndi dauðinn best lífið. Nei, það er endalaust hægt að finna samlíkingarnar með þessum tveimur krossferðum bandaríkskra stjórnvalda en eftir sem áður er samlíkingin innihaldslaus. Ástæðan er sú að Víetnamstríð er fyrir löngu orðið ofnotuð samlíking. Það er Watergate stríðsrekstrarins. Stjórnmálamenn mega ekki stela sér vindli án þess að verði að vindlagate og það eru ekki til þær erjur að þeim hafi ekki verið líkt við Víetnam. En samt. Það er ekki bara stríðsreksturinn sjálfur sem fær okkur til að hugsa um þessi tvö stríð samtímis. Það er líka svo margt í samfélagi okkar á Vesturlöndum sem svipar saman. Sjáið bara hárið á gelgjustrákum í dag. Er þetta ekki sama klipping og Brian Wilson var með 1966? Og er ekki poppið okkar allt að verða álíka tilfinningasamt og einmitt það ár? Hver er munurinn á Mugison og Donovan? Erum við ekki að fá fram aðra velmegunarkynslóð ungs fólks sem hefur efni á að vera á móti stríði og lofsyngja ástina? Velmegunarkynslóð sem er svo örugg um afkomu sína að hún kallar það arðrán sem í gær hét atvinnusköpun, heimsvaldastefnu sem í gær hét alþjóðasamfélagið, morð og kúgun það sem í gær hét friðarferli. Ég velti þessu fyrir mér þegar ég gekk út af leikmannasýningu ársins í íslensku leikhúsi -- þar sem Stúdentaleikhúsið sýndi Þú veist hvernig þetta er. Þetta var kröftug sýning. Leikhópurinn tók stórt upp í sig og þrumaði því út af sannfæringu sem jaðraði við sjálfsbyrgingshátt. Samandregin heimssýn sýningarinnar er eitthvað í þessu veru: Stjórnmálamenn eru spilltir og grimmir, fjölmiðlar sleikja rassinn á ráðamönnum en niðurlægja allt venjulegt fólk, samfélagið heldur ekki uppi neinni virðingu fyrir mannskepnunni, maðurinn er einmana í köldu og tillitslausu samfélagi, við getum engum treyst, samborgarar okkar eru álíka víraðir og við sjálf; við óttumst þá og ekki að ástæðulausu. Auðvitað er svona heimsmynd ævaforn og fyrir löngu orðin klassík. Þetta er til dæmis andlegur grundvöllur allra símatíma í útvarpi og spjallþráða á netinu -- nema þar á mannkynið sér von í þeim sem hringir inn eða bloggar. En í stúdentaleikritinu var enginn slíkur lítill drengur sem benti á að keisarinn væri nakinn. Í leikriti stúdentanna voru allir naktir; ráðamenn sem almúginn. Ég sá hins vegar viðtal við leikstjórann um daginn og datt í hug hvort hann væri þessi drengur -- en það er önnur saga. En sem sagt. Þar sem ég er að ganga út af sýningunni velti ég því fyrir mér hvort 1966 væri komið aftur. Úti var sumar ástarinnar en inni var kominn vísir að því sem síðar varð 1968 -- höfnun stórrar kynslóðar velmegunarbarna á bláeygðri bjartsýni Kennedy-áranna sem spannst utan um fegurð, frama, peninga og völd. 1968 drógu reið ungmennin upp afdankaða svartsýnisrausara út úr frönskum háskólum og settu þá á sama stall og ástarfólkið hafði sett undir skeggjaða og utangátta einsetumenn austan af Indlandi sumarið 1966. Ég heyrði ekki betur en að sýning stúdentanna endurómaði þessa brúnaþungu spekinga. Ég kannaðist alla vega við frasa og upphrópanir sem ég hafði ekki heyrt síðan í leshring hjá Einingarsamtökum kommúnista - marxistum, leninistum um árið. Og mér var hugsað til Marðar Árnasonar -- jafnvel Össurar Skarphéðinssonar. Manna sem lögðu í langa göngu í gegnum Alþýðubandalag og Alþýðuflokk, Þjóðvaka og Nýjan vettvang til að ná landi í borgarlegum jafnaðarmannaflokki akkúrat þegar þeirra tími loksins kom. Ekki í nýja flokknum heldur einmitt þar sem þeir lögðu af stað. Væru þeir ekki flottari sem glæstir, gamlir menn þessarar nýju kynslóðar dólga marxismans-- eins og Iggy Pop var afi pönksins og Ronald Reagan faðir allra uppa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Auðvitað er það hálf innihaldslaust að kalla Íraksstríð annað Víetnamstríð. Ekki vegna þess það megi ekki finna endalausar samlíkingar með þessum tveimur styrjöldum. Þótt kommúnismi og Íslamstrú eigi fátt sameiginlegt þá má ekki á milli sjá hvort fyrirbrigðið stendur sig betur í hlutverki hugmyndalega óvinarins. Innlendir skjólstæðingar bandaríkjahers eru líka álíka sviplitlir karakterar, enda fá þeir úr litlu að spila í þessari uppsetningu. Og sjálft inntak verksins er nú sem fyrr jafn erfitt í framsetningu -- að á ögurstundum séu engin önnur úrræði en að beita illsku til að ná fram mennsku; að stundum verndi dauðinn best lífið. Nei, það er endalaust hægt að finna samlíkingarnar með þessum tveimur krossferðum bandaríkskra stjórnvalda en eftir sem áður er samlíkingin innihaldslaus. Ástæðan er sú að Víetnamstríð er fyrir löngu orðið ofnotuð samlíking. Það er Watergate stríðsrekstrarins. Stjórnmálamenn mega ekki stela sér vindli án þess að verði að vindlagate og það eru ekki til þær erjur að þeim hafi ekki verið líkt við Víetnam. En samt. Það er ekki bara stríðsreksturinn sjálfur sem fær okkur til að hugsa um þessi tvö stríð samtímis. Það er líka svo margt í samfélagi okkar á Vesturlöndum sem svipar saman. Sjáið bara hárið á gelgjustrákum í dag. Er þetta ekki sama klipping og Brian Wilson var með 1966? Og er ekki poppið okkar allt að verða álíka tilfinningasamt og einmitt það ár? Hver er munurinn á Mugison og Donovan? Erum við ekki að fá fram aðra velmegunarkynslóð ungs fólks sem hefur efni á að vera á móti stríði og lofsyngja ástina? Velmegunarkynslóð sem er svo örugg um afkomu sína að hún kallar það arðrán sem í gær hét atvinnusköpun, heimsvaldastefnu sem í gær hét alþjóðasamfélagið, morð og kúgun það sem í gær hét friðarferli. Ég velti þessu fyrir mér þegar ég gekk út af leikmannasýningu ársins í íslensku leikhúsi -- þar sem Stúdentaleikhúsið sýndi Þú veist hvernig þetta er. Þetta var kröftug sýning. Leikhópurinn tók stórt upp í sig og þrumaði því út af sannfæringu sem jaðraði við sjálfsbyrgingshátt. Samandregin heimssýn sýningarinnar er eitthvað í þessu veru: Stjórnmálamenn eru spilltir og grimmir, fjölmiðlar sleikja rassinn á ráðamönnum en niðurlægja allt venjulegt fólk, samfélagið heldur ekki uppi neinni virðingu fyrir mannskepnunni, maðurinn er einmana í köldu og tillitslausu samfélagi, við getum engum treyst, samborgarar okkar eru álíka víraðir og við sjálf; við óttumst þá og ekki að ástæðulausu. Auðvitað er svona heimsmynd ævaforn og fyrir löngu orðin klassík. Þetta er til dæmis andlegur grundvöllur allra símatíma í útvarpi og spjallþráða á netinu -- nema þar á mannkynið sér von í þeim sem hringir inn eða bloggar. En í stúdentaleikritinu var enginn slíkur lítill drengur sem benti á að keisarinn væri nakinn. Í leikriti stúdentanna voru allir naktir; ráðamenn sem almúginn. Ég sá hins vegar viðtal við leikstjórann um daginn og datt í hug hvort hann væri þessi drengur -- en það er önnur saga. En sem sagt. Þar sem ég er að ganga út af sýningunni velti ég því fyrir mér hvort 1966 væri komið aftur. Úti var sumar ástarinnar en inni var kominn vísir að því sem síðar varð 1968 -- höfnun stórrar kynslóðar velmegunarbarna á bláeygðri bjartsýni Kennedy-áranna sem spannst utan um fegurð, frama, peninga og völd. 1968 drógu reið ungmennin upp afdankaða svartsýnisrausara út úr frönskum háskólum og settu þá á sama stall og ástarfólkið hafði sett undir skeggjaða og utangátta einsetumenn austan af Indlandi sumarið 1966. Ég heyrði ekki betur en að sýning stúdentanna endurómaði þessa brúnaþungu spekinga. Ég kannaðist alla vega við frasa og upphrópanir sem ég hafði ekki heyrt síðan í leshring hjá Einingarsamtökum kommúnista - marxistum, leninistum um árið. Og mér var hugsað til Marðar Árnasonar -- jafnvel Össurar Skarphéðinssonar. Manna sem lögðu í langa göngu í gegnum Alþýðubandalag og Alþýðuflokk, Þjóðvaka og Nýjan vettvang til að ná landi í borgarlegum jafnaðarmannaflokki akkúrat þegar þeirra tími loksins kom. Ekki í nýja flokknum heldur einmitt þar sem þeir lögðu af stað. Væru þeir ekki flottari sem glæstir, gamlir menn þessarar nýju kynslóðar dólga marxismans-- eins og Iggy Pop var afi pönksins og Ronald Reagan faðir allra uppa.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun