Krafinn um 8 milljónir 1. júní 2005 00:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og rithöfundur, er sakaður um að hafa brotið höfundarlög í 120 tilvikum í fyrsta bindi bókar sinnar um ævi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness sem kom út haustið 2003. Lögmaður Auðar Laxness, ekkju Halldórs, setur fram refsikröfu í málinu og fer fram á að Hannes verði dæmdur til greiðslu nærri átta milljóna króna í miska- og skaðabætur auk greiðslu málskostnaðar. Meginrök lögmanns Hannesar fyrir því að vísa beri málinu frá eru aðallega þau að málið hafi verið vanreifað þar sem hvert þeirra 120 atriða sem tekin eru fram í stefnu sé ekki nægilega vel rökstutt. Auk þessa sagði lögmaðurinn að réttur stefnanda til að höfða einkarefsimál á hendur Hannesi væri fallinn niður þar sem meira en sex mánuðir hefðu liðið frá því að stefnandi fékk vitneskju um meint brot Hannesar þar til ákæra var lögð fram. Kröfunni um miskabætur að upphæð 2,5 milljónir króna hafnaði lögmaður Hannesar á þeim forsendum að ekki væri rökstutt af hverju þessarar upphæðar væri krafist auk þess sem einungis höfundur verks gæti krafist miskabóta en ekki erfingjar hans. Skaðabótakröfunni að upphæð 5 milljónir var hafnað með þeim rökum að bótakrafa mætti ekki vera hærri en ávinningur meints brotaaðila og ekki hefði verið sýnt fram á ávinning Hannesar af skrifunum. Lögmaður Auðar hafnaði því að málið væri vanreifað þar sem flest þeirra 120 atriða sem tiltekin væru í stefnunni féllu undir sömu greinar laga um höfundarrétt og því óþarft að tiltaka nákvæman rökstuðning fyrir hverju atriði í stefnunni. Hann sagði rök lögmanns Hannesar fyrir fyrningu refsikröfunnar ekki nægileg. Ábyrgðina fyrir útgáfu bókarinnar sagði lögmaðurinn hvíla hjá Hannesi þar sem hann væri höfundur bókarinnar. Úrskurður um frávísunarkröfuna verður kveðinn upp í síðasta lagi 14. júní. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og rithöfundur, er sakaður um að hafa brotið höfundarlög í 120 tilvikum í fyrsta bindi bókar sinnar um ævi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness sem kom út haustið 2003. Lögmaður Auðar Laxness, ekkju Halldórs, setur fram refsikröfu í málinu og fer fram á að Hannes verði dæmdur til greiðslu nærri átta milljóna króna í miska- og skaðabætur auk greiðslu málskostnaðar. Meginrök lögmanns Hannesar fyrir því að vísa beri málinu frá eru aðallega þau að málið hafi verið vanreifað þar sem hvert þeirra 120 atriða sem tekin eru fram í stefnu sé ekki nægilega vel rökstutt. Auk þessa sagði lögmaðurinn að réttur stefnanda til að höfða einkarefsimál á hendur Hannesi væri fallinn niður þar sem meira en sex mánuðir hefðu liðið frá því að stefnandi fékk vitneskju um meint brot Hannesar þar til ákæra var lögð fram. Kröfunni um miskabætur að upphæð 2,5 milljónir króna hafnaði lögmaður Hannesar á þeim forsendum að ekki væri rökstutt af hverju þessarar upphæðar væri krafist auk þess sem einungis höfundur verks gæti krafist miskabóta en ekki erfingjar hans. Skaðabótakröfunni að upphæð 5 milljónir var hafnað með þeim rökum að bótakrafa mætti ekki vera hærri en ávinningur meints brotaaðila og ekki hefði verið sýnt fram á ávinning Hannesar af skrifunum. Lögmaður Auðar hafnaði því að málið væri vanreifað þar sem flest þeirra 120 atriða sem tiltekin væru í stefnunni féllu undir sömu greinar laga um höfundarrétt og því óþarft að tiltaka nákvæman rökstuðning fyrir hverju atriði í stefnunni. Hann sagði rök lögmanns Hannesar fyrir fyrningu refsikröfunnar ekki nægileg. Ábyrgðina fyrir útgáfu bókarinnar sagði lögmaðurinn hvíla hjá Hannesi þar sem hann væri höfundur bókarinnar. Úrskurður um frávísunarkröfuna verður kveðinn upp í síðasta lagi 14. júní.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent