Greiðslan er hrikalega flott 1. júní 2005 00:01 Handknattleikskappinn Róbert Gunnarsson hefur ekki bara vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á handboltavellinum í Danmörku í vetur. Greiðslurnar sem hann hefur skartað hafa einnig vakið gríðarlega athygli enda margar hverjar mjög frumlegar. Engin hefur þó vakið eins mikla athygli og nýjasta greiðslan sem Róbert hefur verið með í úrslitakeppninni en hann er alveg snoðaður fyrir utan skott sem lafir úr hvirflinum og aftur á hnakka. „Þessi greiðsla er hönnuð á heimilinu en unnusta mín sá um að klippa mig," sagði Róbert hlæjandi en hver er hugsunin á bak við greiðsluna? „Það er bara að vera eins og stríðsmaður en um leið frumlegur. Blöðin hérna í Danmörku kalla greiðsluna móhíkanann." Það verður ekki tekið af Róbert að greiðslan er ákaflega frumleg og Árbæingurinn siglir ekki með straumnum þegar kemur að vali á hárgreiðslu en ætli félagar hans í liðinu geri grín að honum? „Ungu strákunum í liðinu fannst greiðslan „cool" en gömlu köllunum fannst hún ömurleg. Mér finnst hún persónulega hrikalega flott," sagði Róbert og skellihló. „Ég held þessari greiðslu eitthvað áfram og það verður gaman að mæta á landsliðsæfingu á miðvikudaginn og heyra hvað strákarnir segja." Róbert hefur einnig verið með sítt að aftan og vakti sú greiðsla ekki síður athygli. Þjálfari Róberts hjá Aarhus, Erik Veje Rasmussen, gefur að sögn Róberts, lítið fyrir greiðslurnar þótt hann verði seint talinn með „töff" klippingu sjálfur. „Hann var látinn meta kosti og galla leikmanna í blöðunum um daginn og það sem hann hafði neikvætt að segja um mig var að ég hefði hræðilegan hárgreiðslumann," sagði Róbert. Íslenski handboltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Handknattleikskappinn Róbert Gunnarsson hefur ekki bara vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á handboltavellinum í Danmörku í vetur. Greiðslurnar sem hann hefur skartað hafa einnig vakið gríðarlega athygli enda margar hverjar mjög frumlegar. Engin hefur þó vakið eins mikla athygli og nýjasta greiðslan sem Róbert hefur verið með í úrslitakeppninni en hann er alveg snoðaður fyrir utan skott sem lafir úr hvirflinum og aftur á hnakka. „Þessi greiðsla er hönnuð á heimilinu en unnusta mín sá um að klippa mig," sagði Róbert hlæjandi en hver er hugsunin á bak við greiðsluna? „Það er bara að vera eins og stríðsmaður en um leið frumlegur. Blöðin hérna í Danmörku kalla greiðsluna móhíkanann." Það verður ekki tekið af Róbert að greiðslan er ákaflega frumleg og Árbæingurinn siglir ekki með straumnum þegar kemur að vali á hárgreiðslu en ætli félagar hans í liðinu geri grín að honum? „Ungu strákunum í liðinu fannst greiðslan „cool" en gömlu köllunum fannst hún ömurleg. Mér finnst hún persónulega hrikalega flott," sagði Róbert og skellihló. „Ég held þessari greiðslu eitthvað áfram og það verður gaman að mæta á landsliðsæfingu á miðvikudaginn og heyra hvað strákarnir segja." Róbert hefur einnig verið með sítt að aftan og vakti sú greiðsla ekki síður athygli. Þjálfari Róberts hjá Aarhus, Erik Veje Rasmussen, gefur að sögn Róberts, lítið fyrir greiðslurnar þótt hann verði seint talinn með „töff" klippingu sjálfur. „Hann var látinn meta kosti og galla leikmanna í blöðunum um daginn og það sem hann hafði neikvætt að segja um mig var að ég hefði hræðilegan hárgreiðslumann," sagði Róbert.
Íslenski handboltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira