Undrast sakfellingu án nýrra gagna 31. maí 2005 00:01 Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, undrast að héraðsdómari, sem áður sýknaði Jón Árna af fjárdrætti, skuli sakfella hann nú án nýrra gagna. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna þegar hann stýrði Rafiðnaðarskólanum á árunum 1994 til 2001. Héraðsdómur dæmdi raunar í málinu í fyrrasumar og var Jón þá sýknaður af fjárdrættinum en Hæstiréttur vísaði málinu aftur til héraðsdóms í byrjun þessa mánaðar. Reimar Pétursson, verjandi Jóns Árna, segir að í fyrri dómnum hafi héraðsdómarinn ekki talið vitnisburð nokkurra vitna í málinu næganlega traustan til að byggja áfellisdóm á. En hvaða breytingar urðu við meðferð málsins hjá sama dómara? Reimar segir að héraðsdómarinn hafi skipt um skoðun og hafi í raun snúið sér í 180 gráður í því. Maður sem hafi haft fyrir framan sig nákvæmlega sömu gögn og ári áður komist að þeirri niðurstöðu að nú sé rétt að sakfella. Reimar segir að þegar svona gerist geti menn ekki bent á neina sérstaka ástæðu og í raun og veru útskýri héraðsdómarinn það hvergi í sínu máli af hverju hann ákveði að skipta um skoðun. Hann skrifi nýjan dóm þar sem ýmsir hlutir sem hann gekk út frá í fyrra skiptið séu ekki nefndir og þá sé annað nefnt sem stangist á við þá. Erfitt sé að átta sig á því hvað ráði niðurstöðu hans. Reimar segir engar nýjar upplýsingar hafa komið fram við seinni meðferð málsins fyrir héraðsdómi heldur teldur hann mat dómarans á trúverðugleika vitnanna hafa breyst eftir því sem lengra leið frá vitnaleiðslum. Líklegt má telja að málinu verði áfrýjað en Reimar segir ákvörðun um það ekki hafa verið tekna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, undrast að héraðsdómari, sem áður sýknaði Jón Árna af fjárdrætti, skuli sakfella hann nú án nýrra gagna. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna þegar hann stýrði Rafiðnaðarskólanum á árunum 1994 til 2001. Héraðsdómur dæmdi raunar í málinu í fyrrasumar og var Jón þá sýknaður af fjárdrættinum en Hæstiréttur vísaði málinu aftur til héraðsdóms í byrjun þessa mánaðar. Reimar Pétursson, verjandi Jóns Árna, segir að í fyrri dómnum hafi héraðsdómarinn ekki talið vitnisburð nokkurra vitna í málinu næganlega traustan til að byggja áfellisdóm á. En hvaða breytingar urðu við meðferð málsins hjá sama dómara? Reimar segir að héraðsdómarinn hafi skipt um skoðun og hafi í raun snúið sér í 180 gráður í því. Maður sem hafi haft fyrir framan sig nákvæmlega sömu gögn og ári áður komist að þeirri niðurstöðu að nú sé rétt að sakfella. Reimar segir að þegar svona gerist geti menn ekki bent á neina sérstaka ástæðu og í raun og veru útskýri héraðsdómarinn það hvergi í sínu máli af hverju hann ákveði að skipta um skoðun. Hann skrifi nýjan dóm þar sem ýmsir hlutir sem hann gekk út frá í fyrra skiptið séu ekki nefndir og þá sé annað nefnt sem stangist á við þá. Erfitt sé að átta sig á því hvað ráði niðurstöðu hans. Reimar segir engar nýjar upplýsingar hafa komið fram við seinni meðferð málsins fyrir héraðsdómi heldur teldur hann mat dómarans á trúverðugleika vitnanna hafa breyst eftir því sem lengra leið frá vitnaleiðslum. Líklegt má telja að málinu verði áfrýjað en Reimar segir ákvörðun um það ekki hafa verið tekna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent