Margir Nordjobbarar á leiðinni 30. maí 2005 00:01 Nordjobb er samnorrænt verkefni þar sem ungu, norrænu fólki á aldrinum 18 til 28 ára gefst tækifæri til að stunda sumarvinnu á einhverju Norðurlandanna. Markmið verkefnisins er að auka hreyfanleika ungs fólks milli Norðurlandanna og stuðla þannig að aukinni þekkingu á menningu og samfélagi Norðurlandanna. Katrín Magnúsdóttir, tómstundafulltrúi hjá Nordjobb á íslandi, segir að Nordjobb sé í sókn og að í sumar sé von á fleiri ungmennum hingað til lands en nokkru sinni fyrr. "Hér verða 80 Nordjobbarar í sumar, flestir frá Finnlandi og Svíþjóð. Atvinnutilboðum fyrir norræna starfsmenn hefur fjölgað hér á landi undanfarið en mættu þó vera fleiri. Við náum eiginlega ekki að anna eftirspurninni og vantar enn atvinnurekendur sem eru tilbúnir að taka til sín Nordjobbara," segir hún. Ungmennin sem koma til Íslands gegna alls konar störfum. "Flestir þeirra sem eru í Reykjavík fást við garðyrkjustörf en úti á landi eru ýmis önnur störf í boði, til dæmis vinna á hótelum og sveitabæjum," segir Katrín og bætir því við að Nordjobb snúist ekki bara um vinnuna heldur sé líka heilmikið félagslíf í boði. "Við erum með tómstundaprógramm og alls konar félagsstarf þar sem Nordjobbarar geta hist og skemmt sér saman. Við bjóðum líka upp á lengri ferðir út á land og þá reynum við að gera Nordjobburum á landsbyggðinni kleift að taka þátt. Þeir sem koma hingað ná því að ferðast svolítið um og sjá landið." Einn af þeim fjölmörgu Nordjobburum sem koma hingað í sumar er Finninn Kari Salo. Hann hefur verið hér í rúma viku og líkar vel. "Ég ákvað að koma til Íslands því ég hafði aldrei komið hingað áður og þótti landið framandi," segir Kari. Hann viðurkennir að hafa verið dálítið hissa á veðrinu enda bjóst hann við meiri kulda. Kari hefur áður tekið þátt í norrænu samstarfi en þetta er í fyrsta skipti sem hann vinnur sem Nordjobbari. "Þetta er mjög gaman og ég mæli hiklaust með þessu fyrir aðra." Kari ætlar að vera hér fram á sumarið en þá heldur hann heim til Finnlands þar sem hann stundar háskólanám. Þeir Íslendingar sem hafa áhuga á að eyða sumrinu erlendis geta enn sótt um Nordjobb en umsóknarfresturinn rennur út þann 31. maí. Atvinna Mest lesið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Nordjobb er samnorrænt verkefni þar sem ungu, norrænu fólki á aldrinum 18 til 28 ára gefst tækifæri til að stunda sumarvinnu á einhverju Norðurlandanna. Markmið verkefnisins er að auka hreyfanleika ungs fólks milli Norðurlandanna og stuðla þannig að aukinni þekkingu á menningu og samfélagi Norðurlandanna. Katrín Magnúsdóttir, tómstundafulltrúi hjá Nordjobb á íslandi, segir að Nordjobb sé í sókn og að í sumar sé von á fleiri ungmennum hingað til lands en nokkru sinni fyrr. "Hér verða 80 Nordjobbarar í sumar, flestir frá Finnlandi og Svíþjóð. Atvinnutilboðum fyrir norræna starfsmenn hefur fjölgað hér á landi undanfarið en mættu þó vera fleiri. Við náum eiginlega ekki að anna eftirspurninni og vantar enn atvinnurekendur sem eru tilbúnir að taka til sín Nordjobbara," segir hún. Ungmennin sem koma til Íslands gegna alls konar störfum. "Flestir þeirra sem eru í Reykjavík fást við garðyrkjustörf en úti á landi eru ýmis önnur störf í boði, til dæmis vinna á hótelum og sveitabæjum," segir Katrín og bætir því við að Nordjobb snúist ekki bara um vinnuna heldur sé líka heilmikið félagslíf í boði. "Við erum með tómstundaprógramm og alls konar félagsstarf þar sem Nordjobbarar geta hist og skemmt sér saman. Við bjóðum líka upp á lengri ferðir út á land og þá reynum við að gera Nordjobburum á landsbyggðinni kleift að taka þátt. Þeir sem koma hingað ná því að ferðast svolítið um og sjá landið." Einn af þeim fjölmörgu Nordjobburum sem koma hingað í sumar er Finninn Kari Salo. Hann hefur verið hér í rúma viku og líkar vel. "Ég ákvað að koma til Íslands því ég hafði aldrei komið hingað áður og þótti landið framandi," segir Kari. Hann viðurkennir að hafa verið dálítið hissa á veðrinu enda bjóst hann við meiri kulda. Kari hefur áður tekið þátt í norrænu samstarfi en þetta er í fyrsta skipti sem hann vinnur sem Nordjobbari. "Þetta er mjög gaman og ég mæli hiklaust með þessu fyrir aðra." Kari ætlar að vera hér fram á sumarið en þá heldur hann heim til Finnlands þar sem hann stundar háskólanám. Þeir Íslendingar sem hafa áhuga á að eyða sumrinu erlendis geta enn sótt um Nordjobb en umsóknarfresturinn rennur út þann 31. maí.
Atvinna Mest lesið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira