Springur blaðran? 25. maí 2005 00:01 Jæja, jæja. Þá segja fasteignasalarnir að verulega muni draga úr verðhækkunum fasteigna á næstu misserum og spá því að þær standi í stað og lækki jafnvel á ákveðnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Flest bendir þó til þess að verðið nái nú áttum og hækki hóflega. Án þess að skoða þær forsendur sem menn gefa sér um þróun fasteignaverðs þá er auðvelt að benda á að sérfræðingar hafa ekki alltaf verið sannspáir um endalok eignabólna, hvorki hérlendis né erlendis. Sem dæmi má taka að KB banki spáði því sumarið 2004 að raunverð fasteigna myndi lækka frá þeim tíma. Annað kom á daginn. Virt fræðitímarit eins og Economist hefur all oft spáð því að fasteignabólan á Vesturlöndum væri komin að því að springa. Ekkert slíkt hefur gerst þótt fasteignaverð á stöðum eins og á Bretlandseyjum hafi staðið í stað. Hversu oft á síðustu árum ætli menn hafi sagt að nú væri hlutabréfaverð á Íslandi komið út í öfgar og við tæki stórfelld lækkun? Já, annað hefur komið á daginn því úrvalsvísitalan fór yfir 4.000 stigin í apríl. Þar með er ekki sagt að verðbólur springi ekki framan í menn, enda þekkjum við dæmi þess að hlutabréfaverð hefur hrunið samanber árið 2000. Ef við snúum okkur aftur að þróun fasteignamarkaðarins hér á landi er fátt sem bendir til þess að verðlækkun verði á næstu mánuðum. Í raun og veru lítur frekar út fyrir að verð haldi áfram að hækka eins og Íslandsbanki spáir. Eðlilegt er að álykta, út frá ýmsum efnahagslegum forsendum, að hækkunin verði hófleg. Það sem styður þá kenningu að fasteignir muni ekki lækka, þótt raunverð þeirra sé í hámarki, er sú staðreynd að fyrir langflesta eru íbúðakaup langtímafjárfesting ólíkt hlutabréfakaupum eða kaupum á bifreiðum (sem hæpið er að kalla fjárfestingu). Fólk kaupir sér fasteignir til að búa þar í einhvern tíma og selur seint ofan sér á lægra verði en það keypti. Fæstir myndu sætta sig við það að selja á lægra verði en kaupverði. Líklega sitja íbúðaeigendur á eignum sínum þegar markaðurinn stendur í stað frekar en að selja með afföllum. En hverjar eru þá horfurnar á næstunni á fasteignamarkaði? Bankarnir eru ekki sammála um stöðuna. KB banki og Íslandsbanki hafa spáð hóflegum hækkunum en Landsbankinn lítur sem svo að markaðurinn komi til með að standa í stað. Allir hafa þeir rétt fyrir sér að miklu rólegra er um að litast á fasteignamarkaði en um áramótin. Þróunin verður líklega sú að fasteignaverð hækki eitthvað umfram verðbólgu, að því gefnu að krónan haldist áfram sterk, raunvextir breytist ekki og kaupmáttur haldist áfram í sögulegu hámarki. Menn velta nú vöngum yfir hvort góðærið framlengist um eitt til tvö ár vegna hugmynda um frekari stóriðjuframkvæmdir. Hagvaxtarskeiðið, sem gæti náð hámarki á næsta ári, myndi þar með verða lengra en talið hefur verið. Margir fasteignasalar sem Fréttablaðið hefur rætt við eru þeirrar skoðunar að þróun fasteignamarkaðarins gæti verið með þeim hætti á komandi misserum að verðbreytingar verði frekar tengdar hverfum en heilum byggðarlögum. Miðbærinn er til dæmis eitt svæði sem margir telja að muni hækka umfram önnur hverfi á næstu árum. Víðast hvar í stórborgum er margfaldur munur á verði á miðbæjarsvæðum eða úthverfum. Hér er munurinn lítill sem enginn, sérstaklega þegar íbúðir í fjölbýli eiga í hlut. Einnig eru margir á því að ákveðin úthverfi, sem bjóða upp á útsýni, nálægt útivistarsvæðum og skammt frá allri þjónustu, verði vinsælli en önnur hverfi. Nýju hverfin í Garðabæ, Sjálandið og Arnarneslandið, og Vatnsendahverfið í Kópavogi hafa alla þá kosti. Fasteignaverð hefur aldrei verið hærra, almenningi finnst vera nóg komið af þessu hækkunum og margir tala um að nú muni blaðran springa. Það verður þó ekki af því næstu mánuðina. Verð mun halda áfram hækka lítilega, jafnvel mikið á sumum svæðum. Allar aðstæður í hagkerfinu benda til þess um þessar mundir. Eggert Þór Aðalsteinsson -eggert@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eggert Aðalsteinsson Í brennidepli Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Jæja, jæja. Þá segja fasteignasalarnir að verulega muni draga úr verðhækkunum fasteigna á næstu misserum og spá því að þær standi í stað og lækki jafnvel á ákveðnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Flest bendir þó til þess að verðið nái nú áttum og hækki hóflega. Án þess að skoða þær forsendur sem menn gefa sér um þróun fasteignaverðs þá er auðvelt að benda á að sérfræðingar hafa ekki alltaf verið sannspáir um endalok eignabólna, hvorki hérlendis né erlendis. Sem dæmi má taka að KB banki spáði því sumarið 2004 að raunverð fasteigna myndi lækka frá þeim tíma. Annað kom á daginn. Virt fræðitímarit eins og Economist hefur all oft spáð því að fasteignabólan á Vesturlöndum væri komin að því að springa. Ekkert slíkt hefur gerst þótt fasteignaverð á stöðum eins og á Bretlandseyjum hafi staðið í stað. Hversu oft á síðustu árum ætli menn hafi sagt að nú væri hlutabréfaverð á Íslandi komið út í öfgar og við tæki stórfelld lækkun? Já, annað hefur komið á daginn því úrvalsvísitalan fór yfir 4.000 stigin í apríl. Þar með er ekki sagt að verðbólur springi ekki framan í menn, enda þekkjum við dæmi þess að hlutabréfaverð hefur hrunið samanber árið 2000. Ef við snúum okkur aftur að þróun fasteignamarkaðarins hér á landi er fátt sem bendir til þess að verðlækkun verði á næstu mánuðum. Í raun og veru lítur frekar út fyrir að verð haldi áfram að hækka eins og Íslandsbanki spáir. Eðlilegt er að álykta, út frá ýmsum efnahagslegum forsendum, að hækkunin verði hófleg. Það sem styður þá kenningu að fasteignir muni ekki lækka, þótt raunverð þeirra sé í hámarki, er sú staðreynd að fyrir langflesta eru íbúðakaup langtímafjárfesting ólíkt hlutabréfakaupum eða kaupum á bifreiðum (sem hæpið er að kalla fjárfestingu). Fólk kaupir sér fasteignir til að búa þar í einhvern tíma og selur seint ofan sér á lægra verði en það keypti. Fæstir myndu sætta sig við það að selja á lægra verði en kaupverði. Líklega sitja íbúðaeigendur á eignum sínum þegar markaðurinn stendur í stað frekar en að selja með afföllum. En hverjar eru þá horfurnar á næstunni á fasteignamarkaði? Bankarnir eru ekki sammála um stöðuna. KB banki og Íslandsbanki hafa spáð hóflegum hækkunum en Landsbankinn lítur sem svo að markaðurinn komi til með að standa í stað. Allir hafa þeir rétt fyrir sér að miklu rólegra er um að litast á fasteignamarkaði en um áramótin. Þróunin verður líklega sú að fasteignaverð hækki eitthvað umfram verðbólgu, að því gefnu að krónan haldist áfram sterk, raunvextir breytist ekki og kaupmáttur haldist áfram í sögulegu hámarki. Menn velta nú vöngum yfir hvort góðærið framlengist um eitt til tvö ár vegna hugmynda um frekari stóriðjuframkvæmdir. Hagvaxtarskeiðið, sem gæti náð hámarki á næsta ári, myndi þar með verða lengra en talið hefur verið. Margir fasteignasalar sem Fréttablaðið hefur rætt við eru þeirrar skoðunar að þróun fasteignamarkaðarins gæti verið með þeim hætti á komandi misserum að verðbreytingar verði frekar tengdar hverfum en heilum byggðarlögum. Miðbærinn er til dæmis eitt svæði sem margir telja að muni hækka umfram önnur hverfi á næstu árum. Víðast hvar í stórborgum er margfaldur munur á verði á miðbæjarsvæðum eða úthverfum. Hér er munurinn lítill sem enginn, sérstaklega þegar íbúðir í fjölbýli eiga í hlut. Einnig eru margir á því að ákveðin úthverfi, sem bjóða upp á útsýni, nálægt útivistarsvæðum og skammt frá allri þjónustu, verði vinsælli en önnur hverfi. Nýju hverfin í Garðabæ, Sjálandið og Arnarneslandið, og Vatnsendahverfið í Kópavogi hafa alla þá kosti. Fasteignaverð hefur aldrei verið hærra, almenningi finnst vera nóg komið af þessu hækkunum og margir tala um að nú muni blaðran springa. Það verður þó ekki af því næstu mánuðina. Verð mun halda áfram hækka lítilega, jafnvel mikið á sumum svæðum. Allar aðstæður í hagkerfinu benda til þess um þessar mundir. Eggert Þór Aðalsteinsson -eggert@frettabladid.is
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun