Tvö glæsimörk frá Dóru Maríu 25. maí 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði vel undir stjórn Jörundar Áka Sveinsssonar en liðið vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik þjóðannna í Perth í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en íslenska liðið var mun sterkara í þeim síðari og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði bæði mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik, það fyrra með skoti utan af kanti á 68. mínútu og það seinna með laglegu skoti upp í samkeytin frá vítateig níu mínútum síðar. "Við byrjuðum leikinn kannski ekki nægilega vel og það voru hnökrar á leik okkar í upphafi. Við unnum okkur hinsvegar inn í hann og þetta var betra og betra eftir því sem á leið leikinn. Ég fór líka vel yfir stöðuna í hálfleik með stelpunum og þær komu mjög beittar inn í seinni hálfleikinn. Þá skoruðu við tvö glæsileg mörk og vörðumst einnig mjög vel. Það tóku allar þátt í leiknum og það voru allar stelpurnar að spila vel. Miðað við það að við æfðum eina æfingu í gær og hálfa í morgun, það að Skotarnir séu búnir að vera saman í hálfan mánuð og spiluðu í síðustu viku við Finna þá tel ég það vera mjög gott hjá mínu liði að koma hingað og fara með sigur," sagði Jörundur Áki sem stjórnaði íslenska liðinu í fyrsta sinn síðan 2003. Ásthildur Helgadóttir lék á ný með landsliðinu, lék sinn 58. landsleik og bætti við leikjametið sitt en hún lék hún í framlínunni. "Ásthildi gekk ágætlega í nýrri stöðu. Völlurinn var mjög blautur og það rigndi stanslaust á meðan á leiknum stóð og við ákváðum að skipta henni útaf í stöðunni 2-0. Það var sálfræðilega mjög sterkt fyrir hana að koma heil út úr þessum fyrsta leik og hún stóð sig mjög vel líkt og allt liðið," sagði Jörundur Áki en hvað gefur þessi sigur liðinu? "Það voru engin stig í boði en þessi sigur gefur okkur hinsvegar sjálfstraust fyrir næstu verkefni. Við lærum af þessum leik og reynum að laga það sem miður fór fyrir leikina í undankeppninni í haust," sagði Jörundur að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði vel undir stjórn Jörundar Áka Sveinsssonar en liðið vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik þjóðannna í Perth í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en íslenska liðið var mun sterkara í þeim síðari og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði bæði mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik, það fyrra með skoti utan af kanti á 68. mínútu og það seinna með laglegu skoti upp í samkeytin frá vítateig níu mínútum síðar. "Við byrjuðum leikinn kannski ekki nægilega vel og það voru hnökrar á leik okkar í upphafi. Við unnum okkur hinsvegar inn í hann og þetta var betra og betra eftir því sem á leið leikinn. Ég fór líka vel yfir stöðuna í hálfleik með stelpunum og þær komu mjög beittar inn í seinni hálfleikinn. Þá skoruðu við tvö glæsileg mörk og vörðumst einnig mjög vel. Það tóku allar þátt í leiknum og það voru allar stelpurnar að spila vel. Miðað við það að við æfðum eina æfingu í gær og hálfa í morgun, það að Skotarnir séu búnir að vera saman í hálfan mánuð og spiluðu í síðustu viku við Finna þá tel ég það vera mjög gott hjá mínu liði að koma hingað og fara með sigur," sagði Jörundur Áki sem stjórnaði íslenska liðinu í fyrsta sinn síðan 2003. Ásthildur Helgadóttir lék á ný með landsliðinu, lék sinn 58. landsleik og bætti við leikjametið sitt en hún lék hún í framlínunni. "Ásthildi gekk ágætlega í nýrri stöðu. Völlurinn var mjög blautur og það rigndi stanslaust á meðan á leiknum stóð og við ákváðum að skipta henni útaf í stöðunni 2-0. Það var sálfræðilega mjög sterkt fyrir hana að koma heil út úr þessum fyrsta leik og hún stóð sig mjög vel líkt og allt liðið," sagði Jörundur Áki en hvað gefur þessi sigur liðinu? "Það voru engin stig í boði en þessi sigur gefur okkur hinsvegar sjálfstraust fyrir næstu verkefni. Við lærum af þessum leik og reynum að laga það sem miður fór fyrir leikina í undankeppninni í haust," sagði Jörundur að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira