Afmælis kosningaréttar minnst 20. maí 2005 00:01 „Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Kvennablaðinu um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin 90 ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. 19. júní 1915 undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum, fertugum og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þessi lög voru ávöxtur áratugabaráttu, allt frá því að konur sem „áttu með sig sjálfar“, eins og það hét, öðluðust rétt til að kjósa til sveitarstjórna árið 1882. Í dag var haldið málþing um kosningarétt kvenna og áhrif hans í 90 ár og þar var meðal annars rætt um muninn á kynjunum í stjórnmálastarfi. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur segir aðalmuninn á körlum og konum þann að konur hafi beitt sér mjög fyrir réttindum kvenna en karlar geri það ógjarnan. Auður segir konur einnig hafa einbeitt sér meira að velferðarmálum sem nú séu komin inn í stefnuskrár allra stjórnmálaflokka. Munurinn sé því að minnka. Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á þing fyrst kvenna, árið 1922 en 1983, rúmum 60 árum síðar, höfðu einungis 12 konur setið á þingi. Hlutfall kvenna á þingi hefur hækkað mjög síðan og er nú um 30 prósent sem er þó lægra en annars staðar á Norðurlöndum. Í nýlegri könnun Alþjóðaefnahagsráðsins lenti Ísland í öðru sæti yfir þau lönd þar sem áhrif og völd kvenna voru mæld. Ýmsir höfðu á orði að þetta gæfi ekki rétta mynd af ástandinu. Það að kona var forseti í sextán ár skekkti myndina. Er þetta rétt? Auður segir niðurstöðu könnunarinnar mjög skrýtna og hún sé ekki í samræmi við þá mynd sem blasi við fólki hér heima. Að vísu standi íslenskar konur framarlega þegar litið sé yfir heiminn en þær vilji miða sig við það sem best er. Þegar litið sé á hlutfall kvenna á þingi hafi Ísland verið í 15. sæti í heiminum og í hennar huga sé það alls ekki nógu gott. Kúveiska þingið samþykkti nú á dögunum að veita konum kosningarétt eftir áralanga baráttu þarlendra kvenna. Þótt Íslendingar vilji að sjálfsögðu bera sig saman við það besta má ekki gleymast að um víða veröld eru konur - og í sumum tilfellum karlar líka - enn að berjast fyrir þessum mikilvæga rétti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
„Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Kvennablaðinu um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin 90 ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. 19. júní 1915 undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum, fertugum og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þessi lög voru ávöxtur áratugabaráttu, allt frá því að konur sem „áttu með sig sjálfar“, eins og það hét, öðluðust rétt til að kjósa til sveitarstjórna árið 1882. Í dag var haldið málþing um kosningarétt kvenna og áhrif hans í 90 ár og þar var meðal annars rætt um muninn á kynjunum í stjórnmálastarfi. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur segir aðalmuninn á körlum og konum þann að konur hafi beitt sér mjög fyrir réttindum kvenna en karlar geri það ógjarnan. Auður segir konur einnig hafa einbeitt sér meira að velferðarmálum sem nú séu komin inn í stefnuskrár allra stjórnmálaflokka. Munurinn sé því að minnka. Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á þing fyrst kvenna, árið 1922 en 1983, rúmum 60 árum síðar, höfðu einungis 12 konur setið á þingi. Hlutfall kvenna á þingi hefur hækkað mjög síðan og er nú um 30 prósent sem er þó lægra en annars staðar á Norðurlöndum. Í nýlegri könnun Alþjóðaefnahagsráðsins lenti Ísland í öðru sæti yfir þau lönd þar sem áhrif og völd kvenna voru mæld. Ýmsir höfðu á orði að þetta gæfi ekki rétta mynd af ástandinu. Það að kona var forseti í sextán ár skekkti myndina. Er þetta rétt? Auður segir niðurstöðu könnunarinnar mjög skrýtna og hún sé ekki í samræmi við þá mynd sem blasi við fólki hér heima. Að vísu standi íslenskar konur framarlega þegar litið sé yfir heiminn en þær vilji miða sig við það sem best er. Þegar litið sé á hlutfall kvenna á þingi hafi Ísland verið í 15. sæti í heiminum og í hennar huga sé það alls ekki nógu gott. Kúveiska þingið samþykkti nú á dögunum að veita konum kosningarétt eftir áralanga baráttu þarlendra kvenna. Þótt Íslendingar vilji að sjálfsögðu bera sig saman við það besta má ekki gleymast að um víða veröld eru konur - og í sumum tilfellum karlar líka - enn að berjast fyrir þessum mikilvæga rétti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira