Húsvíkingar vongóðir um álver 18. maí 2005 00:01 Húsvíkingar eru bjartsýnir á að fá álver á svæðið eftir að hafa fundað með mönnum frá Alcoa. "Við höfum alltaf trúað því að það verði á endanum ákveðið að reisa álver hér á Húsavík, þar sem allar aðstæður hér eru fyrir hendi. Í þokkabót virðist vera að skapast um þetta sátt á Norðurlandi öllu, sem er okkur hér á Húsavík mikið ánægjuefni," segir Reinard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hefur lagt til að litið verði til Húsavíkur sem fyrsta kosts fyrir álver. Reinhard er ánægður með þetta. "Ég fagna þessari afstöðu Kristjáns, sem er til þess að fallin að efla samstöðu um þetta verkefni," Kristján Þór segir afstöðu sína vera eins konar sáttatillögu. "Staðarval álvers hefur verið deilumál hér á Norðurlandi og því tel ég nauðsynlegt að við Norðlendingar séum einhuga um að vinna sem best að þessu verkefni. Þetta sjónarmið hjá mér, að nefna Húsavík sem fyrsta kost, er liður í því að reyna að skapa samtakamátt um stóriðju hér á Norðurlandi, sem er algjör forsenda fyrir því að svona stórt verkefni geti gengið vel," segir Kristján. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri í Skagafirði, telur ótímabært að ræða um staðarvalið með þeim hætti sem Kristján hefur gert. "Það eru ennþá skiptar skoðanir um hvernig iðnað við viljum byggja upp á Norðurlandi og því tel ég óeðlilegt að strax sé farið að raða stöðunum niður eftir röð. Það þarf að ræða þetta mál nánar og betur til þess að sáttin um málið geti á endanum verið víðtæk og marktæk," segir Ársæll og leggur áherslu á að óvissuþættirnir séu ennþá margir í þessu máli. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það ekki koma á óvart að Alcoa sé að undirbúa uppsetningu álvers á Norðurlandi. "Iðnaðarráðherra hefur alltaf talað fyrir uppbyggingu álvers á Norðurlandi og því kemur mér ekki á óvart að samstaða um þá uppbyggingu sé að aukast," segir Árni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Húsvíkingar eru bjartsýnir á að fá álver á svæðið eftir að hafa fundað með mönnum frá Alcoa. "Við höfum alltaf trúað því að það verði á endanum ákveðið að reisa álver hér á Húsavík, þar sem allar aðstæður hér eru fyrir hendi. Í þokkabót virðist vera að skapast um þetta sátt á Norðurlandi öllu, sem er okkur hér á Húsavík mikið ánægjuefni," segir Reinard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hefur lagt til að litið verði til Húsavíkur sem fyrsta kosts fyrir álver. Reinhard er ánægður með þetta. "Ég fagna þessari afstöðu Kristjáns, sem er til þess að fallin að efla samstöðu um þetta verkefni," Kristján Þór segir afstöðu sína vera eins konar sáttatillögu. "Staðarval álvers hefur verið deilumál hér á Norðurlandi og því tel ég nauðsynlegt að við Norðlendingar séum einhuga um að vinna sem best að þessu verkefni. Þetta sjónarmið hjá mér, að nefna Húsavík sem fyrsta kost, er liður í því að reyna að skapa samtakamátt um stóriðju hér á Norðurlandi, sem er algjör forsenda fyrir því að svona stórt verkefni geti gengið vel," segir Kristján. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri í Skagafirði, telur ótímabært að ræða um staðarvalið með þeim hætti sem Kristján hefur gert. "Það eru ennþá skiptar skoðanir um hvernig iðnað við viljum byggja upp á Norðurlandi og því tel ég óeðlilegt að strax sé farið að raða stöðunum niður eftir röð. Það þarf að ræða þetta mál nánar og betur til þess að sáttin um málið geti á endanum verið víðtæk og marktæk," segir Ársæll og leggur áherslu á að óvissuþættirnir séu ennþá margir í þessu máli. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það ekki koma á óvart að Alcoa sé að undirbúa uppsetningu álvers á Norðurlandi. "Iðnaðarráðherra hefur alltaf talað fyrir uppbyggingu álvers á Norðurlandi og því kemur mér ekki á óvart að samstaða um þá uppbyggingu sé að aukast," segir Árni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira