Refsiglaðir en úrræðalausir 18. maí 2005 00:01 Ungur körfuboltamaður á Suðurnesjum var á dögunum dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að hafa neytt ólöglegra vímuefna. Ungi körfuboltamaðurinn játaði brot sitt fyrir dómstól Íþróttasambands Íslands og sagði í málsvörn sinni að um einangrað tilvik hafi verið að ræða. Fram kemur í dómsorði yfir unga manninum að tveggja ára keppnisbann sé nauðsynlegt – enda sé það í samræmi við reglur sambandsins. Ungi maðurinn á Suðurnesjum má sumsé ekki æfa körfubolta, ekki keppa né gegna trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna. Ekki ber að skilja þetta svo að verið sé að gera lítið úr afbroti körfuboltamannsins eða annarra sem lenda í sömu stöðu. Auðvitað eiga íþróttamenn ekki að neyta eiturlyfja. Það eru hins vegar viðbrögð og viðurlög íþróttahreyfingarinnar sem vekja upp spurningar. Dæmin um þetta eru kannski ekki mörg og raunar er það svolítið skrítið – ekki síst í ljósi þess að minnsta kosti þriðjungur framhaldsskólanema segist einhvern tíma hafa prófað ólögleg vímuefni – á borð við kannabis og amfetamín. Miðað við það hefðu kannski fleiri átt að falla á lyfjaprófum ÍSÍ en líklegt má telja að mál af þessu tagi eigi eftir að koma upp í framtíðinni. Fyrir rétt um áratug kom upp mál af svipuðum toga þegar ungur handboltamann var sakfelldur af sama dómstól og gert að sæta tveggja ára keppnisbanni eftir að amfetamín fannst í blóði hans. Sá var látinn taka pokann sinn og fékk engan stuðning innan íþróttahreyfingarinar til að taka á sínum málum. Kjarni málsins er sá að íþróttahreyfingin virðist ekki hafa nein raunveruleg úrræði þegar vandi af þessu tagi kemur upp og eða vilja til að gera betur. Þegar horft er til þessara tveggja mála er ljóst að ekkert hefur breyst á tíu árum. Enda hefur svo sem ekki mikið verið um þetta talað. Íþróttahreyfingin virðist ef marka má dómsorðið yfir körfuboltamanninum líta svo á að brottrekstur sé eina lausnin og til þess fallin að auka tiltrú og traust almennings á hreyfingunni. Það getur ekki verið besta lausnin að reka ungan íþróttamann og hindra að hann stundi íþróttir – að minnsta kosti ekki ef við trúum því að íþróttaiðkun sé mannbætandi og hafi forvarnargildi þegar kemur að vímuefnaneyslu. Íþróttahreyfingin tekur til sín milljónir af almannafé á hverju ári – meðal annars í ljósi þess hversu mikið forvarnarstarf er unnið innan hennar. Sem er auðvitað satt og rétt – allt þar til mönnum verður á. Við hljótum að gera meiri kröfur til íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar en svo að vandamálinu sé ýtt út af borðinu og látið eins viðkomandi sé ekki lengur til. Væri ekki nær að íþróttahreyfingin sinnti líka forvarnarstörfum þegar íþróttafólkinu verður á í messunni? Hvers vegna er þessu fólki ekki frekar boðið að fara í vímuefnameðferð, það skikkað til að mæta á aa-fundi eða látið inna af hendi samfélagsþjónustu á vegum íþróttafélagsins til dæmis? Þá mætti hugsa sér styttra keppnisbann en hverju þjónar æfingabann? Það á ekki að líða ólöglega lyfjaneyslu innan íþróttanna en spurningin er hvort ískaldur brottrekstur sé eina lausnin. Það skortir á umræðu um þessi mál í þjóðfélaginu. Þetta er ekki einkamál íþróttahreyfingarinnar – sérstaklega ekki þegar hún tekur við almannafé, meðal annars í krafti þess að hún sinni mikilvægu forvarnarstarfi. Verða ekki orð um forvarnir og mannrækt heldur innistæðulaus þegar mönnum dettur ekkert betra í hug en að banna fólki að stunda íþróttir? Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ungur körfuboltamaður á Suðurnesjum var á dögunum dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að hafa neytt ólöglegra vímuefna. Ungi körfuboltamaðurinn játaði brot sitt fyrir dómstól Íþróttasambands Íslands og sagði í málsvörn sinni að um einangrað tilvik hafi verið að ræða. Fram kemur í dómsorði yfir unga manninum að tveggja ára keppnisbann sé nauðsynlegt – enda sé það í samræmi við reglur sambandsins. Ungi maðurinn á Suðurnesjum má sumsé ekki æfa körfubolta, ekki keppa né gegna trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna. Ekki ber að skilja þetta svo að verið sé að gera lítið úr afbroti körfuboltamannsins eða annarra sem lenda í sömu stöðu. Auðvitað eiga íþróttamenn ekki að neyta eiturlyfja. Það eru hins vegar viðbrögð og viðurlög íþróttahreyfingarinnar sem vekja upp spurningar. Dæmin um þetta eru kannski ekki mörg og raunar er það svolítið skrítið – ekki síst í ljósi þess að minnsta kosti þriðjungur framhaldsskólanema segist einhvern tíma hafa prófað ólögleg vímuefni – á borð við kannabis og amfetamín. Miðað við það hefðu kannski fleiri átt að falla á lyfjaprófum ÍSÍ en líklegt má telja að mál af þessu tagi eigi eftir að koma upp í framtíðinni. Fyrir rétt um áratug kom upp mál af svipuðum toga þegar ungur handboltamann var sakfelldur af sama dómstól og gert að sæta tveggja ára keppnisbanni eftir að amfetamín fannst í blóði hans. Sá var látinn taka pokann sinn og fékk engan stuðning innan íþróttahreyfingarinar til að taka á sínum málum. Kjarni málsins er sá að íþróttahreyfingin virðist ekki hafa nein raunveruleg úrræði þegar vandi af þessu tagi kemur upp og eða vilja til að gera betur. Þegar horft er til þessara tveggja mála er ljóst að ekkert hefur breyst á tíu árum. Enda hefur svo sem ekki mikið verið um þetta talað. Íþróttahreyfingin virðist ef marka má dómsorðið yfir körfuboltamanninum líta svo á að brottrekstur sé eina lausnin og til þess fallin að auka tiltrú og traust almennings á hreyfingunni. Það getur ekki verið besta lausnin að reka ungan íþróttamann og hindra að hann stundi íþróttir – að minnsta kosti ekki ef við trúum því að íþróttaiðkun sé mannbætandi og hafi forvarnargildi þegar kemur að vímuefnaneyslu. Íþróttahreyfingin tekur til sín milljónir af almannafé á hverju ári – meðal annars í ljósi þess hversu mikið forvarnarstarf er unnið innan hennar. Sem er auðvitað satt og rétt – allt þar til mönnum verður á. Við hljótum að gera meiri kröfur til íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar en svo að vandamálinu sé ýtt út af borðinu og látið eins viðkomandi sé ekki lengur til. Væri ekki nær að íþróttahreyfingin sinnti líka forvarnarstörfum þegar íþróttafólkinu verður á í messunni? Hvers vegna er þessu fólki ekki frekar boðið að fara í vímuefnameðferð, það skikkað til að mæta á aa-fundi eða látið inna af hendi samfélagsþjónustu á vegum íþróttafélagsins til dæmis? Þá mætti hugsa sér styttra keppnisbann en hverju þjónar æfingabann? Það á ekki að líða ólöglega lyfjaneyslu innan íþróttanna en spurningin er hvort ískaldur brottrekstur sé eina lausnin. Það skortir á umræðu um þessi mál í þjóðfélaginu. Þetta er ekki einkamál íþróttahreyfingarinnar – sérstaklega ekki þegar hún tekur við almannafé, meðal annars í krafti þess að hún sinni mikilvægu forvarnarstarfi. Verða ekki orð um forvarnir og mannrækt heldur innistæðulaus þegar mönnum dettur ekkert betra í hug en að banna fólki að stunda íþróttir? Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun