Bjarna sé beitt í leikmannamálum 14. maí 2005 00:01 Vestamannaeyingar gefa í skyn að formanni allsherjarnefndar Alþingis, Bjarna Benediktssyni, hafi verið beitt til að fá handknattleiksmenn til að yfirgefa ÍBV og ganga til liðs við Stjörnuna með loforði um ríkisborgararétt. Formaður handknattleiksdeildar ÍBV staðhæfir á heimasíðu félagsins að Tite Kalandaze hafi verið lofað ríkisborgararétti gengi hann til liðs við Stjörnuna, en hann og Roland Eradze hafa báðir skrifað undir samning við liðið. Látið hefur verið í ljós að Bjarni Benedikstsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjarnefndar, sé sá sem útvega eigi ríkisborgararéttinn. Bjarni segist ekki hafa neitt heyrt af málinu nema það sem hann hafi lesið á netmiðlum og heyri í fréttum. Það hafi ekki verið haft samband við hann í tengslum við leikmannaskipti og það komi honum mjög á óvart að þessi umræða sé í gangi. En kæmi aðstoð við slíkt til greina að hálfu Bjarna? Bjarni segir að umsóknir um ríkisborgararétt hafi sinn gang. Þær fari fyrst til dómsmálaráðuneytisins en fari svo fyrir þingið. Þar fjalli fulltrúar úr allsherjarnefnd um umsóknirnar og beri síðan sína niðurstöðu undir nefndina sem svo fari fyrir þingið. Ómögulegt sé að segja hvaða meðferð beiðni Kalandazes fengi á þessu stigi málsins. Aðspurður hvort að skipti máli í hvort menn séu í ÍBV eða Sjörnunni við meðferð umsókna um ríkisborgararétt segir Bjarni að að sjálfsögðu gerir það það ekki. Það hafi ekkert með málið að gera. Spuður hvað honum finnist um ásakanirnar segir Bjarni að hann vilji sem minnst um þær segja. Hann skilji ekki af hverju umræðan fari af stað með þessum hætti og best sé að spyrja þá sem hlut eigi að máli hvernig á þessu standi. Eyjamenn láta eins óánægju sína í ljós og segja að mönnunum hafi verið boðin laun sem ekki hafi verið hægt að keppa við og á bak við það hafi staðið faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson. Íslenski handboltinn Innlent Stj.mál Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira
Vestamannaeyingar gefa í skyn að formanni allsherjarnefndar Alþingis, Bjarna Benediktssyni, hafi verið beitt til að fá handknattleiksmenn til að yfirgefa ÍBV og ganga til liðs við Stjörnuna með loforði um ríkisborgararétt. Formaður handknattleiksdeildar ÍBV staðhæfir á heimasíðu félagsins að Tite Kalandaze hafi verið lofað ríkisborgararétti gengi hann til liðs við Stjörnuna, en hann og Roland Eradze hafa báðir skrifað undir samning við liðið. Látið hefur verið í ljós að Bjarni Benedikstsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjarnefndar, sé sá sem útvega eigi ríkisborgararéttinn. Bjarni segist ekki hafa neitt heyrt af málinu nema það sem hann hafi lesið á netmiðlum og heyri í fréttum. Það hafi ekki verið haft samband við hann í tengslum við leikmannaskipti og það komi honum mjög á óvart að þessi umræða sé í gangi. En kæmi aðstoð við slíkt til greina að hálfu Bjarna? Bjarni segir að umsóknir um ríkisborgararétt hafi sinn gang. Þær fari fyrst til dómsmálaráðuneytisins en fari svo fyrir þingið. Þar fjalli fulltrúar úr allsherjarnefnd um umsóknirnar og beri síðan sína niðurstöðu undir nefndina sem svo fari fyrir þingið. Ómögulegt sé að segja hvaða meðferð beiðni Kalandazes fengi á þessu stigi málsins. Aðspurður hvort að skipti máli í hvort menn séu í ÍBV eða Sjörnunni við meðferð umsókna um ríkisborgararétt segir Bjarni að að sjálfsögðu gerir það það ekki. Það hafi ekkert með málið að gera. Spuður hvað honum finnist um ásakanirnar segir Bjarni að hann vilji sem minnst um þær segja. Hann skilji ekki af hverju umræðan fari af stað með þessum hætti og best sé að spyrja þá sem hlut eigi að máli hvernig á þessu standi. Eyjamenn láta eins óánægju sína í ljós og segja að mönnunum hafi verið boðin laun sem ekki hafi verið hægt að keppa við og á bak við það hafi staðið faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson.
Íslenski handboltinn Innlent Stj.mál Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira