Áfram unnið að álveri fyrir norðan 14. maí 2005 00:01 Stjórnvöld munu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi, segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Hún vonast til þess að samkomulagið sem undirritað var í gær þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagðist í haust vonast til að stóriðjuframkvæmdir á Norðurlandi myndu fylgja í kjölfar uppbyggingar á Austurlandi. Hún viðurkenndi reyndar að það væri ekki hún heldur fjárfestar sem myndu ákveða staðsetningu næsta álvers en sendinefndir sex álfyrirtækja komu til landsins að skoða aðstæður í fyrra. Þar af fóru fjórar í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Kom þetta samkomulag henni á óvart? Valgerður segist hafa vitað af því að þeir aðilar sem koma að hugsanlegu álveri í Helguvík hefðu ræðst saman en stjórnvöld komi ekki að þessu. Valgerður segist telja að ýmsar rannsóknir Norðanlands séu lengra komnar en á Suðurnesjum og þetta samkomulag setji Helguvík ekki í neinn forgang. Allt eins geti verið að álver rísi fyrir norðan um leið. Í skoðanakönnun sem gerð var til að kanna áhuga Norðlendinga á að fá álver í fjórðunginn kom í ljós að stuðningur við stóriðju var minni en búist var við. Einnig var áberandi hversu margir voru tilbúnir að styðja uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi, bara á meðan það væri ekki í þeirra eigin firði heldur einhvers staðar annars staðar á svæðinu. Valgerður vonar að Helguvíkursamkomulagið geti því að vissu leyti haft jákvæð áhrif og telur að samkomulagið geti orðið til þess að Norðlendingar átti sig betur á því að þeir verði að standa betur saman. Valgerður segir málið það stutt á veg komið á Suðurnesjum að hún vilji engu fagna í bili enda er þar álver fyrir. Hún vill fyrst og fremst að álver rísi á Norðurlandi og segir stjórnvöld hafa unnið að því. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Stjórnvöld munu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi, segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Hún vonast til þess að samkomulagið sem undirritað var í gær þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagðist í haust vonast til að stóriðjuframkvæmdir á Norðurlandi myndu fylgja í kjölfar uppbyggingar á Austurlandi. Hún viðurkenndi reyndar að það væri ekki hún heldur fjárfestar sem myndu ákveða staðsetningu næsta álvers en sendinefndir sex álfyrirtækja komu til landsins að skoða aðstæður í fyrra. Þar af fóru fjórar í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Kom þetta samkomulag henni á óvart? Valgerður segist hafa vitað af því að þeir aðilar sem koma að hugsanlegu álveri í Helguvík hefðu ræðst saman en stjórnvöld komi ekki að þessu. Valgerður segist telja að ýmsar rannsóknir Norðanlands séu lengra komnar en á Suðurnesjum og þetta samkomulag setji Helguvík ekki í neinn forgang. Allt eins geti verið að álver rísi fyrir norðan um leið. Í skoðanakönnun sem gerð var til að kanna áhuga Norðlendinga á að fá álver í fjórðunginn kom í ljós að stuðningur við stóriðju var minni en búist var við. Einnig var áberandi hversu margir voru tilbúnir að styðja uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi, bara á meðan það væri ekki í þeirra eigin firði heldur einhvers staðar annars staðar á svæðinu. Valgerður vonar að Helguvíkursamkomulagið geti því að vissu leyti haft jákvæð áhrif og telur að samkomulagið geti orðið til þess að Norðlendingar átti sig betur á því að þeir verði að standa betur saman. Valgerður segir málið það stutt á veg komið á Suðurnesjum að hún vilji engu fagna í bili enda er þar álver fyrir. Hún vill fyrst og fremst að álver rísi á Norðurlandi og segir stjórnvöld hafa unnið að því.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira