Í olíuviðskiptum við Saddam? 12. maí 2005 00:01 „Alger fjarstæða og pólitískt þrugl,“ segir breski þingmaðurinn George Galloway en Bandaríkjaþing sakar hann um að hafa hagnast á einkaviðskiptum með olíu fyrir Saddam Hussein. Franskur þingmaður og fyrrverandi ráðherra liggur einnig undir grun. Bandarísk þingnefnd birti í gær skýrslu um spillingu í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak. Tveir menn eru þar nefndir til sögunnar og því haldið fram að þeir hafi hvor um sig fengið nokkrar milljónir olíutunna í umboðssölu frá Saddam. Gefið er í skyn að þetta hafi verið nokkurs konar mútugreiðslur; með þessu hafi Saddam keypt sér vestræna bandamenn. Þetta mál hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi og Frakklandi enda eru báðir mennirnir sem nefndir eru í skýrslunni afar þekktir stjórnmálamenn og báðir sitja á þingi í sínum heimalöndum. Annar er Charles Pasqua. fyrrverandi innanríkisráðherra Frakka, og hinn er George Galloway, fyrrverandi þingmaður breska Verkamannaflokksins. Galloway hefur lengi verið þyrnir í augum Blairs, enda hatrammur andstæðingur Íraksstríðsins. Hann bauð sig fram í nafni nýs flokks í kosningunum í síðustu viku og sigraði með yfirburðum í sínu kjördæmi: Bæði Pasqua og Galloway vísa þessum ásökunum bandarísku þingnefndarinnar alfarið á bug. Sá síðarnefndi segir þetta pólitískt bragð, framkvæmt af hálfu nefndar Bush í Washington, og fjölmiðlar ættu ekki að gefa því þann gaum sem raun beri vitni. „Tilhugsunin um að sá stjórnmálamaður sem mest er fylgst með á Bretlandi hafi verið í aukastarfi á laun í olíuviðskiptum upp á marga milljarða er fjarstæðukennd,“ segir Galloway. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
„Alger fjarstæða og pólitískt þrugl,“ segir breski þingmaðurinn George Galloway en Bandaríkjaþing sakar hann um að hafa hagnast á einkaviðskiptum með olíu fyrir Saddam Hussein. Franskur þingmaður og fyrrverandi ráðherra liggur einnig undir grun. Bandarísk þingnefnd birti í gær skýrslu um spillingu í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak. Tveir menn eru þar nefndir til sögunnar og því haldið fram að þeir hafi hvor um sig fengið nokkrar milljónir olíutunna í umboðssölu frá Saddam. Gefið er í skyn að þetta hafi verið nokkurs konar mútugreiðslur; með þessu hafi Saddam keypt sér vestræna bandamenn. Þetta mál hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi og Frakklandi enda eru báðir mennirnir sem nefndir eru í skýrslunni afar þekktir stjórnmálamenn og báðir sitja á þingi í sínum heimalöndum. Annar er Charles Pasqua. fyrrverandi innanríkisráðherra Frakka, og hinn er George Galloway, fyrrverandi þingmaður breska Verkamannaflokksins. Galloway hefur lengi verið þyrnir í augum Blairs, enda hatrammur andstæðingur Íraksstríðsins. Hann bauð sig fram í nafni nýs flokks í kosningunum í síðustu viku og sigraði með yfirburðum í sínu kjördæmi: Bæði Pasqua og Galloway vísa þessum ásökunum bandarísku þingnefndarinnar alfarið á bug. Sá síðarnefndi segir þetta pólitískt bragð, framkvæmt af hálfu nefndar Bush í Washington, og fjölmiðlar ættu ekki að gefa því þann gaum sem raun beri vitni. „Tilhugsunin um að sá stjórnmálamaður sem mest er fylgst með á Bretlandi hafi verið í aukastarfi á laun í olíuviðskiptum upp á marga milljarða er fjarstæðukennd,“ segir Galloway.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira