Gunnar velkominn í flokkinn 12. maí 2005 00:01 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn. Gunnar Örn lýsti því yfir á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði gengið úr Frjálslynda flokknum og í Sjálfstæðisflokkinn. Í Íslandi í bítið í morgun sagði Gunnar að ein ástæða úrsagnarinnar væri ágreiningur milli hans og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins. Hann segir að hann hafir reynt að ræða við Magnús en varaformaðurinn hafi ekki sýnt því áhuga. Gunnar segist m.a. hafa sent honum bréf fyrir landsfundinn á dögunum þar sem hann óskaði eftir samtali við Magnús til að tilkynna honum mótframboð sitt um embætti varaformanns en Magnús hafi ekki svarað bréfinu. Spurður hvort Gunnar Örn hafi ráðfært sig við sína kjósendur sagðist hann hafa talað við sitt bakland. Og hann kvaðst ekki vera fyrsti maðurinn á „Íslandi“ til að skipta um flokk. „Ég veit ekki betur en að Winston Churchill, sá frægi maður, hafi gert það líka,“ sagði Gunnar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur Gunnar hafa svikið kjósendur flokksins. Hann segir frekar óþægilegt að missa mann fyrir borð. Gunnar sagði í gær að nauðsynlegt væri að í öllum stjórnarflokkum ríki drengskapur, traust og umburðarlyndi; spurður hvort skorti á þetta í Frjálslynda flokknum segir Guðjón að traustið og umburðarlyndið sé alveg eins Gunnars því hann hafi verið einn fjórði af þingflokknum. Og hann tekur fram að það sé algjörlega ljóst að það voru ekki atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum sem skiluðu Gunnari inn á þing. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður út í orð formanns flokksins í upphafi kjörtímabilsins þegar hann sagði að ef Gunnar væri innan Sjálfstæðisflokksins hefði hann þurft að segja af sér þingmennsku þar sem hann átti yfir höfði sér fangelsisdóm. Geir segir að þessi ummæli hafi átt við þegar þau voru felld en ýmislegt hafi breyst síðan þá. Gunnar hafi tekið út sína refsingu. Hann hafi einnig sýnt að hann sé öflugur þingmaður og því vænti Sjálfstæðisflokkurinn góðs af samstarfi við hann. Geir segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki borið víurnar í Gunnar heldur hafi þetta verið að hans frumkvæði. Spurður hvort þingmaðurinn eigi samleið með Sjálfstæðisflokknum þar sem hann hafi m.a. gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir efnahagsstjórn og kvótakerfið segir Geir að það hljóti að vera fyrst hann hafi tekið þessa ákvörðun. Annars sé það Gunnars að svara því. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í Íslandi í bítið í morgun með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan. Hægt er að hlusta á viðtal við Guðjón Arnar Kristjánsson og Geir Haarde úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hljóðhlekkinn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn. Gunnar Örn lýsti því yfir á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði gengið úr Frjálslynda flokknum og í Sjálfstæðisflokkinn. Í Íslandi í bítið í morgun sagði Gunnar að ein ástæða úrsagnarinnar væri ágreiningur milli hans og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins. Hann segir að hann hafir reynt að ræða við Magnús en varaformaðurinn hafi ekki sýnt því áhuga. Gunnar segist m.a. hafa sent honum bréf fyrir landsfundinn á dögunum þar sem hann óskaði eftir samtali við Magnús til að tilkynna honum mótframboð sitt um embætti varaformanns en Magnús hafi ekki svarað bréfinu. Spurður hvort Gunnar Örn hafi ráðfært sig við sína kjósendur sagðist hann hafa talað við sitt bakland. Og hann kvaðst ekki vera fyrsti maðurinn á „Íslandi“ til að skipta um flokk. „Ég veit ekki betur en að Winston Churchill, sá frægi maður, hafi gert það líka,“ sagði Gunnar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur Gunnar hafa svikið kjósendur flokksins. Hann segir frekar óþægilegt að missa mann fyrir borð. Gunnar sagði í gær að nauðsynlegt væri að í öllum stjórnarflokkum ríki drengskapur, traust og umburðarlyndi; spurður hvort skorti á þetta í Frjálslynda flokknum segir Guðjón að traustið og umburðarlyndið sé alveg eins Gunnars því hann hafi verið einn fjórði af þingflokknum. Og hann tekur fram að það sé algjörlega ljóst að það voru ekki atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum sem skiluðu Gunnari inn á þing. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður út í orð formanns flokksins í upphafi kjörtímabilsins þegar hann sagði að ef Gunnar væri innan Sjálfstæðisflokksins hefði hann þurft að segja af sér þingmennsku þar sem hann átti yfir höfði sér fangelsisdóm. Geir segir að þessi ummæli hafi átt við þegar þau voru felld en ýmislegt hafi breyst síðan þá. Gunnar hafi tekið út sína refsingu. Hann hafi einnig sýnt að hann sé öflugur þingmaður og því vænti Sjálfstæðisflokkurinn góðs af samstarfi við hann. Geir segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki borið víurnar í Gunnar heldur hafi þetta verið að hans frumkvæði. Spurður hvort þingmaðurinn eigi samleið með Sjálfstæðisflokknum þar sem hann hafi m.a. gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir efnahagsstjórn og kvótakerfið segir Geir að það hljóti að vera fyrst hann hafi tekið þessa ákvörðun. Annars sé það Gunnars að svara því. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í Íslandi í bítið í morgun með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan. Hægt er að hlusta á viðtal við Guðjón Arnar Kristjánsson og Geir Haarde úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hljóðhlekkinn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira