Geðsjúkur maður rændi bifreiðum 8. maí 2005 00:01 Tvítugur maður rændi tveimur bifreiðum með skömmu millibili í dag með því að ógna ökumönnum og draga þá út. Hann var útskrifaður af geðdeild um hádegi í dag eftir að hafa verið fluttur þangað með alvarlegt þunglyndi og ranghugmyndir í gærkvöld. Litlu mátti muna að stórslys yrði. Það var læknir í Hlaðgerðarkoti sem tók ákvörðun um að senda manninn á geðdeild í Reykjavík. Svanur Óskarsson, umsjónarmaður heimilisins, segir að hann hafi þá verið mjög sjúkur, bæði þunglyndur og með alvarlegar ranghugmyndir um að skaða sig og aðra. Heimilisfólki í Hlaðgerðarkoti, sem er meðferðarheimili fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur, var þá farið að standa stuggur af manninum. En geðdeildin hefur greinilega metið ástand mannsins öðruvísi því hann var útskrifaður af deildinni um hádegi í dag. Skýringarnar liggja þó ekki lausu því Þórarinn Hannesson, vakthafandi geðlæknir, sagði í samtali við fréttastofu að fyrir þessu væru vissulega ástæður. Spurðar hverjar þær væru svaraði hann því til að fréttamanninum kæmu þær ekki við. Eftir að maðurinn var kominn út af deildinni rétt eftir hádegi í dag reif hann upp dyrnar á jeppabifreið sem kom aðvífandi eftir bílastæði Landspítalans, dró ökumanninn, sem var kona á miðjum aldri, út, settist sjálfur inn í bílinn og ók í burtu. Konan tilkynnti lögreglu um málið og var þegar í stað hafin leit að manninum. Skömmu seinna fréttist af því að bifreið hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi til móts við Hlégarð í Mosfellssveit. Litlu munaði að jeppinn hefði lent á íbúðarhúsi. Tvær konur á fólksbíl stöðvuðu og ætluðu að aðstoða manninn, hann svaraði þeim með því að rífa upp dyrnar ökumannsmegin, rífa aðra konuna út og hrinda henni í jörðina. Hin konan fór út úr bifreiðinni en maðurinn settist undir stýri og ók á brott. Hann var handtekin eftir að hann kom aftur heim á Hlaðgerðarkot og fluttur niður á lögreglustöð þar sem hann hefur verið í yfirheyrslum í allan dag. Lögreglan segist ekki telja að maðurinn hafi verið andlega veikur en ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Rannsókn er þó ekki lokið. Konurnar sluppu að mestu ómeiddar, fyrir utan hrufl og skrámur. MYND/Hilmar G. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Tvítugur maður rændi tveimur bifreiðum með skömmu millibili í dag með því að ógna ökumönnum og draga þá út. Hann var útskrifaður af geðdeild um hádegi í dag eftir að hafa verið fluttur þangað með alvarlegt þunglyndi og ranghugmyndir í gærkvöld. Litlu mátti muna að stórslys yrði. Það var læknir í Hlaðgerðarkoti sem tók ákvörðun um að senda manninn á geðdeild í Reykjavík. Svanur Óskarsson, umsjónarmaður heimilisins, segir að hann hafi þá verið mjög sjúkur, bæði þunglyndur og með alvarlegar ranghugmyndir um að skaða sig og aðra. Heimilisfólki í Hlaðgerðarkoti, sem er meðferðarheimili fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur, var þá farið að standa stuggur af manninum. En geðdeildin hefur greinilega metið ástand mannsins öðruvísi því hann var útskrifaður af deildinni um hádegi í dag. Skýringarnar liggja þó ekki lausu því Þórarinn Hannesson, vakthafandi geðlæknir, sagði í samtali við fréttastofu að fyrir þessu væru vissulega ástæður. Spurðar hverjar þær væru svaraði hann því til að fréttamanninum kæmu þær ekki við. Eftir að maðurinn var kominn út af deildinni rétt eftir hádegi í dag reif hann upp dyrnar á jeppabifreið sem kom aðvífandi eftir bílastæði Landspítalans, dró ökumanninn, sem var kona á miðjum aldri, út, settist sjálfur inn í bílinn og ók í burtu. Konan tilkynnti lögreglu um málið og var þegar í stað hafin leit að manninum. Skömmu seinna fréttist af því að bifreið hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi til móts við Hlégarð í Mosfellssveit. Litlu munaði að jeppinn hefði lent á íbúðarhúsi. Tvær konur á fólksbíl stöðvuðu og ætluðu að aðstoða manninn, hann svaraði þeim með því að rífa upp dyrnar ökumannsmegin, rífa aðra konuna út og hrinda henni í jörðina. Hin konan fór út úr bifreiðinni en maðurinn settist undir stýri og ók á brott. Hann var handtekin eftir að hann kom aftur heim á Hlaðgerðarkot og fluttur niður á lögreglustöð þar sem hann hefur verið í yfirheyrslum í allan dag. Lögreglan segist ekki telja að maðurinn hafi verið andlega veikur en ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Rannsókn er þó ekki lokið. Konurnar sluppu að mestu ómeiddar, fyrir utan hrufl og skrámur. MYND/Hilmar G.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira