Full alvara með eigin vegaáætlun 7. maí 2005 00:01 Gunnar I. Birgisson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins er afar ósáttur við afgreiðslu meirihluta samgöngunefndar Alþingis á vegaáætlun, en hún var afgreidd úr nefndinni með litlum breytingum. Gunnar lagði fram eigin vegaáætlun í gær og verður hún tekin fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég er fullkomlega ósáttur við afgreiðslu samgöngunefndar og þess vegna legg ég fram mína eigin áætlun sem ég tel vera sáttargjörð í málinu. Ég vil auka vegafé höfðuborgarsvæðisins. Ég vil slá af Héðinsfjarðargöngin en mæli með göngum milli Fljóta og Siglufjarðar í staðinn. Ég legg til göng í gegn um Vaðlaheiði, sem að hluta til yrðu einkaframkvæmd og fjármögnuð með veggjaldi. Þetta vil ég gera til að tengja Eyjafjarðarsvæðið við Húsavík og Mývatnssveit." Gunnar leggur jafnframt til umfangsmiklar framkvæmdir á höfðuðborgarsvæðinu. "Ég legg til breikkun Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar í gegn um Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð ásamt mislægum gatnamótum. Þarna er tillaga um Sundabraut ásamt tillögum um aðrar smærri framkvæmdir. Ég er vitanlega að vinna fyrir íbúa þessa svæðis þar sem tveir þriðju landsmanna búa. Þeir fá aðeins um 20 prósent af fé til nýframkvæmda. Með mínum tilllögum mun þetta hlutfall hækka í um 30 prósent." Gunnar telur að með tillögum sínum megi rétta nokkuð hlut höfuðborgarsvæðisins án þess að ganga nærri öðrum framkvæmdum og hlut landsbyggðarinnar. Hann telur víst að um tillögurnar ríki þverpólítísk samstaða meðal bæjarstjórnamanna á höfuðborgarsvæðinu. "Það eru um 200 þúsund bílar á landinu öllu og þar af eru um 150 þúsund á suðvesturhorninu. Hér sitja menn fastir í umferð og hér verða slysin og slys kosta bæði mannslíf og fjármuni. Umferðartafirnar kosta tíma og peninga. Hér er sem sagt uppspretta tekna til vegaframkvæmda en ég er ekki að segja að þær eigi að renna að mestu inn á þetta svæði. En það verður að bæta ástandið." Gunnar kveðst vona að tillögur sínar um breytingar á vegaáætlun verði samþykktar. Í þeim liggi mikil vinna og þær séu lagðar fram í fullri alvöru. Halldór Blöndal forseti Alþingis segir að tillögur Gunnars verði lagðar fram með vegaáætlun eftir helgi og meirihluti Alþingis ráði afgreiðslu þeirra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Gunnar I. Birgisson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins er afar ósáttur við afgreiðslu meirihluta samgöngunefndar Alþingis á vegaáætlun, en hún var afgreidd úr nefndinni með litlum breytingum. Gunnar lagði fram eigin vegaáætlun í gær og verður hún tekin fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég er fullkomlega ósáttur við afgreiðslu samgöngunefndar og þess vegna legg ég fram mína eigin áætlun sem ég tel vera sáttargjörð í málinu. Ég vil auka vegafé höfðuborgarsvæðisins. Ég vil slá af Héðinsfjarðargöngin en mæli með göngum milli Fljóta og Siglufjarðar í staðinn. Ég legg til göng í gegn um Vaðlaheiði, sem að hluta til yrðu einkaframkvæmd og fjármögnuð með veggjaldi. Þetta vil ég gera til að tengja Eyjafjarðarsvæðið við Húsavík og Mývatnssveit." Gunnar leggur jafnframt til umfangsmiklar framkvæmdir á höfðuðborgarsvæðinu. "Ég legg til breikkun Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar í gegn um Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð ásamt mislægum gatnamótum. Þarna er tillaga um Sundabraut ásamt tillögum um aðrar smærri framkvæmdir. Ég er vitanlega að vinna fyrir íbúa þessa svæðis þar sem tveir þriðju landsmanna búa. Þeir fá aðeins um 20 prósent af fé til nýframkvæmda. Með mínum tilllögum mun þetta hlutfall hækka í um 30 prósent." Gunnar telur að með tillögum sínum megi rétta nokkuð hlut höfuðborgarsvæðisins án þess að ganga nærri öðrum framkvæmdum og hlut landsbyggðarinnar. Hann telur víst að um tillögurnar ríki þverpólítísk samstaða meðal bæjarstjórnamanna á höfuðborgarsvæðinu. "Það eru um 200 þúsund bílar á landinu öllu og þar af eru um 150 þúsund á suðvesturhorninu. Hér sitja menn fastir í umferð og hér verða slysin og slys kosta bæði mannslíf og fjármuni. Umferðartafirnar kosta tíma og peninga. Hér er sem sagt uppspretta tekna til vegaframkvæmda en ég er ekki að segja að þær eigi að renna að mestu inn á þetta svæði. En það verður að bæta ástandið." Gunnar kveðst vona að tillögur sínar um breytingar á vegaáætlun verði samþykktar. Í þeim liggi mikil vinna og þær séu lagðar fram í fullri alvöru. Halldór Blöndal forseti Alþingis segir að tillögur Gunnars verði lagðar fram með vegaáætlun eftir helgi og meirihluti Alþingis ráði afgreiðslu þeirra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira