Vissi ekki af fíkniefnunum 4. maí 2005 00:01 Skipverjarnir á Hauki ÍS, sem handteknir voru í Þýskalandi í byrjun janúar eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust í farangri þeirra, hafa verið látnir lausir. Mennirnir tveir, sem eru á fertugs- og sextugsaldri, voru teknir höndum þegar 3,5 kíló af kókaíni og sama magn af hassi fannst í ferðatöskum þeirra þar sem skipið lá við höfn í Bremerhaven í Þýskalandi. Sá eldri segist laus allra mála en hann losnaði úr fangelsi fyrir hálfum mánuði. Hann heldur fram sakleysi sínu og segist ekki hafa vitað af fíkniefnunum um borð í skipinu. Maðurinn segir þann yngri einnig vera lausan úr fangelsinu og telur hann vera kominn til Íslands. Hann segist þó ekki hafa haft samband við hann og á ekki von á að það gerist síðar. Hann segir fyrstu vikuna í fangelsinu í Þýskalandi hafa verið mjög þungbæra og það sé mikill léttir að vera laus. Aðpurður segir hann lögfræðing sinn í Þýskalandi vera að kanna hvort hann geti farið fram á skaðabætur fyrir þann tíma sem hann sat inni og hvort það muni borga sig. En það er ekki víst þar sem tíminn sem þeir sátu í gæsluvarðhaldi þyki ekki óeðlilegur í Þýskalandi. Skipverjinn segir mjög vel hafa verið tekið á móti honum þegar hann kom heim og honum hafi þegar verið boðin vinna á nokkrum stöðum. Og segist hann viss um að hann muni ekki athuga með starf á Hauki ÍS aftur. Þær upplýsingar fengust frá tollinum í Hamburg að rannsókn málsins væri lokið af þeirra hálfu. Málið væri komið í hendur héraðsdóms í Bremerhaven og þangað þyrftu fjölmiðlar að leita eftir upplýsingum. Ekki náðist þó í neinn þar í dag sem gat veitt upplýsingar um málið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Skipverjarnir á Hauki ÍS, sem handteknir voru í Þýskalandi í byrjun janúar eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust í farangri þeirra, hafa verið látnir lausir. Mennirnir tveir, sem eru á fertugs- og sextugsaldri, voru teknir höndum þegar 3,5 kíló af kókaíni og sama magn af hassi fannst í ferðatöskum þeirra þar sem skipið lá við höfn í Bremerhaven í Þýskalandi. Sá eldri segist laus allra mála en hann losnaði úr fangelsi fyrir hálfum mánuði. Hann heldur fram sakleysi sínu og segist ekki hafa vitað af fíkniefnunum um borð í skipinu. Maðurinn segir þann yngri einnig vera lausan úr fangelsinu og telur hann vera kominn til Íslands. Hann segist þó ekki hafa haft samband við hann og á ekki von á að það gerist síðar. Hann segir fyrstu vikuna í fangelsinu í Þýskalandi hafa verið mjög þungbæra og það sé mikill léttir að vera laus. Aðpurður segir hann lögfræðing sinn í Þýskalandi vera að kanna hvort hann geti farið fram á skaðabætur fyrir þann tíma sem hann sat inni og hvort það muni borga sig. En það er ekki víst þar sem tíminn sem þeir sátu í gæsluvarðhaldi þyki ekki óeðlilegur í Þýskalandi. Skipverjinn segir mjög vel hafa verið tekið á móti honum þegar hann kom heim og honum hafi þegar verið boðin vinna á nokkrum stöðum. Og segist hann viss um að hann muni ekki athuga með starf á Hauki ÍS aftur. Þær upplýsingar fengust frá tollinum í Hamburg að rannsókn málsins væri lokið af þeirra hálfu. Málið væri komið í hendur héraðsdóms í Bremerhaven og þangað þyrftu fjölmiðlar að leita eftir upplýsingum. Ekki náðist þó í neinn þar í dag sem gat veitt upplýsingar um málið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira