Fara alla leið með málin 3. maí 2005 00:01 Á næstu vikum höfða Samtök eigenda sjávarjarða mál á hendur ríkinu til að fá viðurkenndan rétt bænda sem eiga land að sjó til fiskveiða, bæði almennt og einnig í netlögum. Netlög marka ytri eignamörk jarðeigna, um 115 metra út í sjó. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður undirbýr málið fyrir hönd samtakanna. "Þessi mál eru óhemju flókin og því erfitt að negla nákvæmlega niður hvenær málið verður höfðað, en það er alveg örstutt í það," sagði Ragnar og kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem fjallað var um grásleppuveiðar trillukarls á Ströndum innan netlaga. "Ekki liggur samt fyrir hvort hentar að fara með það mál til Strassborgar," sagði hann en taldi viðbúið að eitthvert sjávarnytjamála bænda endaði þar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. "Ég bjóst að sjálfsögðu við að Hæstiréttur myndi gera betri grein fyrir viðhorfi sínu en að staðfesta héraðsdóminn," sagði Ragnar og kvað ekki hafa verið tekið á ágreiningnum sem uppi var um heimildir landeigenda til fiskveiða. Dómurinn horfði hins vegar til þess að manninn skorti leyfi til grásleppuveiðanna og hafði því brotið lög um veiðar í atvinnuskyni. "Almennt er það þannig að ef grípa þarf inn í eignarréttindi borgaranna þarf að gera það gegn bótum. Hæstiréttur hefði fremur átt að sýkna manninn og senda ríkisvaldinu þannig skilaboð um að ef ætti að taka þessar eignir af rétthöfum í kring um landið þá þyrfti að setja lög um bætur," segir Ragnar og taldi löngu markað í löggjöf að öll eignarréttindi innan netlaga væru hluti af jörðum. "Eignaréttarmál héðan enda úti í Strassborg, líka út af þjóðlendunum, en íslensku dómarnir sem gengið hafa eru ekki í samræmi við dóma sem gengið hafa um eignarétt fyrir Mannréttindadómstóla Evrópu," bætti hann við. Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða, segir höfuðáherlslu lagða á að fá viðurkenndan rétt bændanna til veiðihlunninda í sjó og telur lítinn áhuga á bótum fyrir eignarnám. "Þarna er eignarréttur sem okkur er meinað að nýta," sagði hann og taldi bara framkvæmdaatriði hvernig þeim málum yrði háttað eftir að bændurnir hafa fengið sitt fram fyrir dómstólum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Á næstu vikum höfða Samtök eigenda sjávarjarða mál á hendur ríkinu til að fá viðurkenndan rétt bænda sem eiga land að sjó til fiskveiða, bæði almennt og einnig í netlögum. Netlög marka ytri eignamörk jarðeigna, um 115 metra út í sjó. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður undirbýr málið fyrir hönd samtakanna. "Þessi mál eru óhemju flókin og því erfitt að negla nákvæmlega niður hvenær málið verður höfðað, en það er alveg örstutt í það," sagði Ragnar og kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem fjallað var um grásleppuveiðar trillukarls á Ströndum innan netlaga. "Ekki liggur samt fyrir hvort hentar að fara með það mál til Strassborgar," sagði hann en taldi viðbúið að eitthvert sjávarnytjamála bænda endaði þar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. "Ég bjóst að sjálfsögðu við að Hæstiréttur myndi gera betri grein fyrir viðhorfi sínu en að staðfesta héraðsdóminn," sagði Ragnar og kvað ekki hafa verið tekið á ágreiningnum sem uppi var um heimildir landeigenda til fiskveiða. Dómurinn horfði hins vegar til þess að manninn skorti leyfi til grásleppuveiðanna og hafði því brotið lög um veiðar í atvinnuskyni. "Almennt er það þannig að ef grípa þarf inn í eignarréttindi borgaranna þarf að gera það gegn bótum. Hæstiréttur hefði fremur átt að sýkna manninn og senda ríkisvaldinu þannig skilaboð um að ef ætti að taka þessar eignir af rétthöfum í kring um landið þá þyrfti að setja lög um bætur," segir Ragnar og taldi löngu markað í löggjöf að öll eignarréttindi innan netlaga væru hluti af jörðum. "Eignaréttarmál héðan enda úti í Strassborg, líka út af þjóðlendunum, en íslensku dómarnir sem gengið hafa eru ekki í samræmi við dóma sem gengið hafa um eignarétt fyrir Mannréttindadómstóla Evrópu," bætti hann við. Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða, segir höfuðáherlslu lagða á að fá viðurkenndan rétt bændanna til veiðihlunninda í sjó og telur lítinn áhuga á bótum fyrir eignarnám. "Þarna er eignarréttur sem okkur er meinað að nýta," sagði hann og taldi bara framkvæmdaatriði hvernig þeim málum yrði háttað eftir að bændurnir hafa fengið sitt fram fyrir dómstólum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent